Sport

Dag­skráin í dag: Besta deild kvenna, Opna banda­ríska og hafna­bolti

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Breiðablik hefur farið frábærlega af stað í sumar.
Breiðablik hefur farið frábærlega af stað í sumar. Vísir/Diego

Það er nóg um að vera á rásum Stöðvar 2 Sport í dag. Besta deild kvenna er í forgangi en það er úr nægu að velja.

Stöð 2 Sport

Klukkan 13.50 hefst útsending frá Kópavogsvelli þar sem Breiðablik tekur á móti Þrótti Reykjavík í Bestu deild kvenna í fótbolta. Breiðablik er sem stendur með fullt hús stiga.

Klukkan 18.00 eru Bestu mörk kvenna á dagskrá.

Stöð 2 Sport 3

Klukkan 14.00 er úrslitaleikurinn í London Spring hluta Blast Premier á dagskrá.

Stöð 2 Sport 4

Klukkan 17.00 er Meijer LPGA Classic-mótið í golfi á dagskrá.

Stöð 2 Sport 5

Klukkan 15.50 hefst útsending úr Lautinni í Árbænum þar sem heimakonur í Fylki taka á móti Íslandsmeisturum Vals í Bestu deild kvenna.

Vodafone Sport

Klukkan 10.50 hefst bein útsending frá Svíþjóð þar sem Brommapojkarna og Rosengård mætast í efstu deild kvenna í fótbolta. Guðrún Arnardóttir leikur með Rosengård sem hefur byrjað tímabilið frábærlega.

Klukkan 13.00 fer Opna bandaríska meistaramótið í golfi af stað.

Klukkan 23.00 er komið að stórleik New York Yankees og Boston Red Sox í MLB-deildinni í hafnabolta.

Besta deildin

Klukkan 15.50 er leikur Tindastóls og Víkings á dagskrá.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×