Tveimur haldið sofandi vegna slyssins Sólrún Dögg Jósefsdóttir og Bjarki Sigurðsson skrifa 15. júní 2024 11:52 Allir 22 ferðamennirnir eru frá Tékklandi. Aðsend Tuttugu og tveir erlendir ferðamenn í rútunni sem valt við Öxnadal í gær. Fimm voru fluttir með þyrlu og sjúkraflugvélum á Landspítalann og þar á gjörgæsludeild. Tveimur er haldið sofandi í öndunarvél en eru sagðir vera með stöðug lífsmörk. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni á Norðurlandi Eystra. Þá voru fimm lagðir inn á Sjúkrahúsið á Akureyri. Nánari upplýsingar um áverka liggja ekki fyrir hjá lögreglu á þessari stundu. Eftir læknisskoðun fengu aðrir farþegar liðsinni frá fjöldahjálparstöð Rauða krossins, sem opnuð var á Akureyri og voru síðan aðstoðaðir við að komast í gistipláss. Ferðalangarnir eru frá Tékklandi og hefur lögregla verið í sambandi við ræðismann Tékklands á Íslandi vegna slyssins. Rannsókn og vettvangsvinnu lauk á fjórða tímanum í nótt og var vegurinn þá opnaður á ný fyrir almennri umferð. Enn er unnið að því að hreinsa vettvang og þá sérstaklega olíu sem komst í Öxnadalsá. Tala við farþega í dag Kristján Kristjánsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Norðurlandi eystra, segir rannsókn halda áfram í dag. „Það er bara að tala við farþegana, sem hægt er að tala við á þessari stundu. Tala við ökumann sem ók rútunni og fá skýrslu frá þessu fólki,“ segir Kristján. Lögreglu og almannavörnum gekk ágætlega að vinna á vettvangi. Veður var með besta móti og ekki vitað hvað olli slysinu. „Það var vettvangsrannsókn alveg frameftir kvöldi í gærkvöldi. Rútan var síðan fjarlægð af vettvangi í nótt og flutt til Akureyrar. Það er staðan og við erum ekki komin lengra en það,“ segir Kristján. Fyrr um daginn hafði Vegagerðin varað við bikblæðingum á heiðinni og vegurinn sandaður vegna þess. Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir að ekki megi gefa sér þær forsendur að blæðingarnar hafi valdið slysinu. Rannsóknarnefnd samgönguslysa mun rannsaka vettvanginn og rútuna en nefndarmaður var sendur norður í gær til að rannsaka vettvang. Eimhverjir líklega ekki í belti „Rannsókn á slysi sem þessu er mjög viðamikil og miðar að því að leiða í ljós orsakir slyssins. Vettvangur er m.a. ljósmyndaður, myndaður úr lofti með drónum, skannaður með þrívíddarskanna, mældur upp og dreifing braks skrásett. Vegurinn sjálfur er rannsakaður, yfirborð hans skoðað, vegaxlir, merkingar og þess háttar. Þá er ökutækið sjálft rannsakað gaumgæfilega, hjólbarðar, stýrisbúnaður, hemlabúnaður og ökuriti. Ástand og staða öryggisbelta er kannað o.s.frv. Ástand ökumanns er ætíð kannað sérstaklega, réttindi hans og reynsla. Hér er aðeins tæpt á því helsta en allt tekur þetta tíma og oftast er ekki hægt að hleypa almennri umferð gegnum vettvanginn meðan þetta fer fram. Það reynir því á þolinmæði ökumanna sem þurfa að bíða eða fara hjáleiðir um lengri eða skemmri veg. Flestir sýna þessu góðan skilning og erum við afar þakklát fyrir það. Þegar þetta slys varð var umferð beint um Tröllaskaga gegn um Siglufjörð, Ólafsfjörð og Dalvík. Umferðin þarf þá að fara gegnum hin einbreiðu Ólafsfjarðargöng. Þar er hægt að virkja sjálfvirka umferðarstýringu með lokunarslám beggja vegna gangnanna. Það var gert um leið og ákveðið var að beina umferðinni þessa leið. Hins vegar virðist hafa orðið bilun í þessum búnaði sem varð til þess að báðar slárnar voru uppi og göngin fylltust af bílum úr báðum áttum. Nokkurn tíma tók að greiða úr þessu,“ segir í tilkynningunni. Rannsókn á er enn á frumstigi og orsakir slyssins liggja ekki fyrir. Samkvæmt tilkynningunni eru vísbendingar um að hluti farþeganna hafi ekki verið í öryggisbeltum þegar rútan valt og er það hluti af rannsókninni að upplýsa um það. Lögreglan á Norðurlandi eystra fer með rannsókn málsins en Rannsóknarnefnd samgönguslysa gerir einnig sína rannsókn. Samgönguslys Rútuslys í Öxnadal Hörgársveit Akureyri Mest lesið „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni á Norðurlandi Eystra. Þá voru fimm lagðir inn á Sjúkrahúsið á Akureyri. Nánari upplýsingar um áverka liggja ekki fyrir hjá lögreglu á þessari stundu. Eftir læknisskoðun fengu aðrir farþegar liðsinni frá fjöldahjálparstöð Rauða krossins, sem opnuð var á Akureyri og voru síðan aðstoðaðir við að komast í gistipláss. Ferðalangarnir eru frá Tékklandi og hefur lögregla verið í sambandi við ræðismann Tékklands á Íslandi vegna slyssins. Rannsókn og vettvangsvinnu lauk á fjórða tímanum í nótt og var vegurinn þá opnaður á ný fyrir almennri umferð. Enn er unnið að því að hreinsa vettvang og þá sérstaklega olíu sem komst í Öxnadalsá. Tala við farþega í dag Kristján Kristjánsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Norðurlandi eystra, segir rannsókn halda áfram í dag. „Það er bara að tala við farþegana, sem hægt er að tala við á þessari stundu. Tala við ökumann sem ók rútunni og fá skýrslu frá þessu fólki,“ segir Kristján. Lögreglu og almannavörnum gekk ágætlega að vinna á vettvangi. Veður var með besta móti og ekki vitað hvað olli slysinu. „Það var vettvangsrannsókn alveg frameftir kvöldi í gærkvöldi. Rútan var síðan fjarlægð af vettvangi í nótt og flutt til Akureyrar. Það er staðan og við erum ekki komin lengra en það,“ segir Kristján. Fyrr um daginn hafði Vegagerðin varað við bikblæðingum á heiðinni og vegurinn sandaður vegna þess. Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir að ekki megi gefa sér þær forsendur að blæðingarnar hafi valdið slysinu. Rannsóknarnefnd samgönguslysa mun rannsaka vettvanginn og rútuna en nefndarmaður var sendur norður í gær til að rannsaka vettvang. Eimhverjir líklega ekki í belti „Rannsókn á slysi sem þessu er mjög viðamikil og miðar að því að leiða í ljós orsakir slyssins. Vettvangur er m.a. ljósmyndaður, myndaður úr lofti með drónum, skannaður með þrívíddarskanna, mældur upp og dreifing braks skrásett. Vegurinn sjálfur er rannsakaður, yfirborð hans skoðað, vegaxlir, merkingar og þess háttar. Þá er ökutækið sjálft rannsakað gaumgæfilega, hjólbarðar, stýrisbúnaður, hemlabúnaður og ökuriti. Ástand og staða öryggisbelta er kannað o.s.frv. Ástand ökumanns er ætíð kannað sérstaklega, réttindi hans og reynsla. Hér er aðeins tæpt á því helsta en allt tekur þetta tíma og oftast er ekki hægt að hleypa almennri umferð gegnum vettvanginn meðan þetta fer fram. Það reynir því á þolinmæði ökumanna sem þurfa að bíða eða fara hjáleiðir um lengri eða skemmri veg. Flestir sýna þessu góðan skilning og erum við afar þakklát fyrir það. Þegar þetta slys varð var umferð beint um Tröllaskaga gegn um Siglufjörð, Ólafsfjörð og Dalvík. Umferðin þarf þá að fara gegnum hin einbreiðu Ólafsfjarðargöng. Þar er hægt að virkja sjálfvirka umferðarstýringu með lokunarslám beggja vegna gangnanna. Það var gert um leið og ákveðið var að beina umferðinni þessa leið. Hins vegar virðist hafa orðið bilun í þessum búnaði sem varð til þess að báðar slárnar voru uppi og göngin fylltust af bílum úr báðum áttum. Nokkurn tíma tók að greiða úr þessu,“ segir í tilkynningunni. Rannsókn á er enn á frumstigi og orsakir slyssins liggja ekki fyrir. Samkvæmt tilkynningunni eru vísbendingar um að hluti farþeganna hafi ekki verið í öryggisbeltum þegar rútan valt og er það hluti af rannsókninni að upplýsa um það. Lögreglan á Norðurlandi eystra fer með rannsókn málsins en Rannsóknarnefnd samgönguslysa gerir einnig sína rannsókn.
Samgönguslys Rútuslys í Öxnadal Hörgársveit Akureyri Mest lesið „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira