Kennari hljóp til þegar Sushi læstist inni eftir skólaslit Tómas Arnar Þorláksson skrifar 10. júní 2024 12:53 Sushi var ekki fyrr komin úr skólanum áður en hún fór að reyna að komast aftur inn. Ljósmynd/Facebook Hinn víðfrægi köttur Sushi læstist inni í Garðaskóla eftir skólaslit um helgina. Kötturinn þurfti þó ekki að dúsa lengi í skólanum en kennari í skólanum var fljótur að hlaupa til og hleypa kettinum út eftir að íbúi í bæjarfélaginu vakti athygli á kettinum á Facebook. Þetta segir Sara Dís Hjaltested, eigandi Sushi, í samtali við Vísi en hún tekur fram að Sushi hafi aðeins verið föst í skólanum innan við sólarhring. Sushi er afar vinsæl í Garðabæ en til stendur að reisa styttu af kettinum í bæjarfélaginu eins og greint var frá um daginn. Sushi er fastagestur í Hagkaup en sækir einnig kennslustundir í Garðaskóla og er einstaklega vinsæl meðal nemenda. Mætt aftur á ganga skólans Sara segir að Sushi hafi ekki fagnað frelsinu eftir að henni var hleypt út en hún er komin aftur í skólann núna og lætur fara vel um sig á göngunum. Sara tekur fram að Sushi sé greinilega ekki tilbúin að fara í sumarfrí eins og flestir starfsmenn og nemendur skólans. „Það er einhver frágangur í skólanum núna og það þykir öllum það vænt um hana að ég veit ekki hversu oft starfsmenn og kennarar fara og hleypa henni út þegar það er vakin athygli á að hún sé í skólanum í Garðabæjarhópnum á Facebook,“ segir Sara sem tekur fram að Sushi sé ekki í neinni hættu að festast aftur í skólanum. View this post on Instagram A post shared by Kötturinn Sushi (@kotturinnsushi) Sushi gert að sitja eftir í skólanum Spurð hvort að Sushi staldri eitthvað við heima hjá sér svarar Sara því neitandi og segir hana of upptekna að standa vaktina í Hagkaup eða Garðaskóla. „Við sjáum hana mjög lítið. Hún kemur bara heim til að éta.“ Hún bætir við að Sushi virðist vera alveg sama að færri séu í skólanum núna en vanalega og tekur fram að mikið sé grínast um viðveru Sushi í skólanum eftir skólaslit. „Það er mikið grínast með það að hún hafi ekki náð prófunum og þurfi þess vegna að sitja eftir.“ Dýr Garðabær Kettir Tengdar fréttir Bæjarstjórn Garðabæjar ætlar að reisa styttu af kettinum Sushi Bæjarstjórn Garðabæjar ætlar að láta reisa styttu af frægasta ketti bæjarins, Sushi, sem mun því sem fréttastofa kemst næst brjóta blað í sögunni og verða fyrsti íslenski kötturinn sem fær reistan skúlptúr sér til heiðurs. Kötturinn er fastagestur í Hagkaup og sækir kennslustundir í Garðaskóla. 23. maí 2024 21:01 Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Superstore-leikari látinn Lífið Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Sjá meira
Þetta segir Sara Dís Hjaltested, eigandi Sushi, í samtali við Vísi en hún tekur fram að Sushi hafi aðeins verið föst í skólanum innan við sólarhring. Sushi er afar vinsæl í Garðabæ en til stendur að reisa styttu af kettinum í bæjarfélaginu eins og greint var frá um daginn. Sushi er fastagestur í Hagkaup en sækir einnig kennslustundir í Garðaskóla og er einstaklega vinsæl meðal nemenda. Mætt aftur á ganga skólans Sara segir að Sushi hafi ekki fagnað frelsinu eftir að henni var hleypt út en hún er komin aftur í skólann núna og lætur fara vel um sig á göngunum. Sara tekur fram að Sushi sé greinilega ekki tilbúin að fara í sumarfrí eins og flestir starfsmenn og nemendur skólans. „Það er einhver frágangur í skólanum núna og það þykir öllum það vænt um hana að ég veit ekki hversu oft starfsmenn og kennarar fara og hleypa henni út þegar það er vakin athygli á að hún sé í skólanum í Garðabæjarhópnum á Facebook,“ segir Sara sem tekur fram að Sushi sé ekki í neinni hættu að festast aftur í skólanum. View this post on Instagram A post shared by Kötturinn Sushi (@kotturinnsushi) Sushi gert að sitja eftir í skólanum Spurð hvort að Sushi staldri eitthvað við heima hjá sér svarar Sara því neitandi og segir hana of upptekna að standa vaktina í Hagkaup eða Garðaskóla. „Við sjáum hana mjög lítið. Hún kemur bara heim til að éta.“ Hún bætir við að Sushi virðist vera alveg sama að færri séu í skólanum núna en vanalega og tekur fram að mikið sé grínast um viðveru Sushi í skólanum eftir skólaslit. „Það er mikið grínast með það að hún hafi ekki náð prófunum og þurfi þess vegna að sitja eftir.“
Dýr Garðabær Kettir Tengdar fréttir Bæjarstjórn Garðabæjar ætlar að reisa styttu af kettinum Sushi Bæjarstjórn Garðabæjar ætlar að láta reisa styttu af frægasta ketti bæjarins, Sushi, sem mun því sem fréttastofa kemst næst brjóta blað í sögunni og verða fyrsti íslenski kötturinn sem fær reistan skúlptúr sér til heiðurs. Kötturinn er fastagestur í Hagkaup og sækir kennslustundir í Garðaskóla. 23. maí 2024 21:01 Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Superstore-leikari látinn Lífið Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Sjá meira
Bæjarstjórn Garðabæjar ætlar að reisa styttu af kettinum Sushi Bæjarstjórn Garðabæjar ætlar að láta reisa styttu af frægasta ketti bæjarins, Sushi, sem mun því sem fréttastofa kemst næst brjóta blað í sögunni og verða fyrsti íslenski kötturinn sem fær reistan skúlptúr sér til heiðurs. Kötturinn er fastagestur í Hagkaup og sækir kennslustundir í Garðaskóla. 23. maí 2024 21:01