„Í ár erum við spennt að kynna að Bashar Murad kemur fram á hátíðinni. Auk þess eru hljómsveitirnar Hjaltalín og Reykjavík! að spila, en Hjaltalín hefur ekki spilað í tvö ár eftir tvenna uppselda tónleika í Hörpu. Reykjavík! eru að stíga á stokk í fyrsta sinn í tíu ár fyrir þetta tilefni! Kristján, rokkstjóri Aldrei fór ég suður og hljómsveitar meðlimur Reykjavík!, hefur sýnt okkur skilning og hlýju í umsögn varðandi lokahátíð LungA og okkar ákvörðun að loka henni.
Aðrir sem stíga á stokk eru „local“ hljómsveitir eins og CHÖGMA og Kristín Sesselja.
Spennandi og ný poppstjarna, BLOSSI, mun spila á LungA, ásamt Tara Mobee, Sunnu Margrét, Sandrayati, Flesh Machine, virgin orchestra, Sóðaskapur, Jae Tyler og Teitur Magnússon.
Tónleikarnir verða með öðru sniði í ár, en þeir munu vera úti í heilan dag, frá hádegi og fram á kvöld.
Endalok hátíðarinnar verða falleg með lokagjörningi með öllum gestum,“
segir í tilkynningu frá forsvarsmönnum hátíðarinnar.

Hér má finna nánari upplýsingar um LungA hátíðina.