Innlent

Biður kvik­mynda­gerðar­manninn af­­sökunar

Árni Sæberg skrifar
Halla Hrund Logadóttir hefur gengist við því að mistök hafi verið gerð.
Halla Hrund Logadóttir hefur gengist við því að mistök hafi verið gerð. Vísir/Vilhelm

Kosningateymi Höllu Hrundar Logadóttur hefur beðið Bjarka Jóhannsson kvikmyndagerðarmann afsökunar á „mannlegum mistökum“ sem urðu til þess að myndefni úr hans smiðju var notað í leyfisleysi.

Greint var frá því í gær að Bjarki teldi farir sínar ekki sléttar eftir að hann rak augun í myndefni sem hann hafði tekið af Reykjanesvirkjun í myndskeiði frá framboði Höllu Hrundar. Hann hafi beðið um að fá kvittanir afhentar sem sýndu fram á að efnið hafi verið sótt úr myndbanka og fyrir það greitt. Þær kvittanir hafi hann ekki fengið þrátt fyrir beiðnir.

Vísi hefur nú borist erindi innan úr herbúðum Höllu Hrundar þar sem gengist er við því að mistök hafi verið gerð. 

Eru með áskrift 

Í erindinu segir að framboðið nýti alþjóðlega myndabankann Envato Elements sem sé áskriftarþjónusta með fast mánaðargjald þar sem ekki sé hægt að sækja efni án þess að vera með virka áskrift. Sú áskrift sé greidd mánaðarlega. Sjá meðfylgjandi kvittun:

Áskriftin kostar tæpan fimm þúsund kall.

Gleymdi að haka í boxið

Í síðari athugasemdum Bjarka Jóhannssonar hafi hins vegar komið réttilega fram að þegar efni er sótt til notkunar í verkefni þurfi að haka í sérstakt leyfisbox í hvert sinn. 

„Í ljós hefur komið að klippara í teymi framboðs Höllu Hrundar láðist að gera þetta og er um mannleg mistök að ræða. Þetta hefur verið leiðrétt og nýtt leyfi sótt. Er Bjarki Jóhannsson, beðinn innilegrar afsökunar á þessum mistökum.“
Fleiri fréttir

Sjá meira


×