Hryllingur í Rafah eftir hefndaraðgerðir Ólafur Björn Sverrisson skrifar 26. maí 2024 22:41 Skjáskot af myndbandi sem sýnir afleiðingar loftárásar Ísraels á Rafah. Að minnsta kosti 35 voru drepnir í árásum Ísraela á Rafah-borg í suður-Gaza. Loftárásirnar eru hefndaraðgerðir Ísraela eftir að Hamas-samtökin gerðu fyrstu eldflaugaárásir síðan í janúar á Tel Aviv í morgun. Myndbönd á samfélagsmiðlum sýna mikinn hrylling. Í tilkynningu ísraleska hersins segir að loftárásin hafi beinst að „herstöð Hamas, þar sem háttsettir embættismenn voru“. Í tilkynningu palestínska Rauða hálfmánans á Gasa kemur fram að búist sé við því að tala látinna hækki með kvöldinu. Viðbragðsaðilar leita enn að fólki á svæðinu sem árásirnar beindust að. Samtökin ítreka að Ísrael hafi skilgreint umrædd svæði sem „mannúðarsvæði“ og ekki á meðal þeirra svæða sem herinn skipaði að rýma skyldi fyrr í mánuðinum. Mustafa Barghouti, palestínskur stjórnmálamaður og læknir, lýsir miklum hryllingi á samélagsmiðlinum X. „Ísraelski herinn stóð fyrir hópmorði í dag í norðvestur Rafah, sem á að vera öruggt svæði. Árásum var beint að tjöldum palestínskra flóttamanna sem brenna nú. Fleiri en 30 manns brunnu til dauða og fleiri eru slasaðir,“ skrifar Barghouti á X. Horrible scenes of a new massacre in Rafah: The Israeli army committed a horrific massacre in North West Rafah which is supposed to be a safe area bombarding and burning tents of displaced Palestinians killing more than 30 civilians many of whom were burned to death and injuring… pic.twitter.com/SwZYrpXQFF— Mustafa Barghouti @Mustafa_Barghouti (@MustafaBarghou1) May 26, 2024 Í dag skutu Hamas-samtökin eldflaugum að Tel Aviv, höfuðborgar Ísrael. Heyra mátti loftvarnaflautur óma í Tel Aviv þegar eldflaugunum var skotið af stað, en Ísraelsher segir þær hafa verið átta talsins og að „nokkur fjöldi“ þeirra hafi verið skotinn niður. Hamas samtökin gáfu frá sér yfirlýsingu á Telegram í dag þar sem segir að eldflaugunum hafi verið skotið sem viðbragð við „árásum Zíonista á óbreytta borgara“. Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels kallaði saman herráð landsins í dag til að semja um lausn gísla í haldi Hamas. Fulltrúar Hamas segja Ísraelsmenn ekki hafa opnað aftur á viðræðurnar en krafa Hamasliða er sú að komið verði á varanlegu vopnahléi á Gaza. Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira
Í tilkynningu ísraleska hersins segir að loftárásin hafi beinst að „herstöð Hamas, þar sem háttsettir embættismenn voru“. Í tilkynningu palestínska Rauða hálfmánans á Gasa kemur fram að búist sé við því að tala látinna hækki með kvöldinu. Viðbragðsaðilar leita enn að fólki á svæðinu sem árásirnar beindust að. Samtökin ítreka að Ísrael hafi skilgreint umrædd svæði sem „mannúðarsvæði“ og ekki á meðal þeirra svæða sem herinn skipaði að rýma skyldi fyrr í mánuðinum. Mustafa Barghouti, palestínskur stjórnmálamaður og læknir, lýsir miklum hryllingi á samélagsmiðlinum X. „Ísraelski herinn stóð fyrir hópmorði í dag í norðvestur Rafah, sem á að vera öruggt svæði. Árásum var beint að tjöldum palestínskra flóttamanna sem brenna nú. Fleiri en 30 manns brunnu til dauða og fleiri eru slasaðir,“ skrifar Barghouti á X. Horrible scenes of a new massacre in Rafah: The Israeli army committed a horrific massacre in North West Rafah which is supposed to be a safe area bombarding and burning tents of displaced Palestinians killing more than 30 civilians many of whom were burned to death and injuring… pic.twitter.com/SwZYrpXQFF— Mustafa Barghouti @Mustafa_Barghouti (@MustafaBarghou1) May 26, 2024 Í dag skutu Hamas-samtökin eldflaugum að Tel Aviv, höfuðborgar Ísrael. Heyra mátti loftvarnaflautur óma í Tel Aviv þegar eldflaugunum var skotið af stað, en Ísraelsher segir þær hafa verið átta talsins og að „nokkur fjöldi“ þeirra hafi verið skotinn niður. Hamas samtökin gáfu frá sér yfirlýsingu á Telegram í dag þar sem segir að eldflaugunum hafi verið skotið sem viðbragð við „árásum Zíonista á óbreytta borgara“. Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels kallaði saman herráð landsins í dag til að semja um lausn gísla í haldi Hamas. Fulltrúar Hamas segja Ísraelsmenn ekki hafa opnað aftur á viðræðurnar en krafa Hamasliða er sú að komið verði á varanlegu vopnahléi á Gaza.
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira