Sport

Dag­skráin í dag: Úr­slita­ein­vígi Grinda­víkur og Vals, Serie A, Besta og NBA

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Grindavík tekur á móti Val.
Grindavík tekur á móti Val. Vísir/Diego

Það er að venju NÓG um að vera á rásum Stöðvar 2 Sport í dag.

Stöð 2 Sport

Klukkan 18.30 hefst útsending frá Smáranum þar sem Grindavík mætir Val í úrslitum Subway-deild karla í körfubolta. Staðan í einvíginu er jöfn 1-1 fyrir leik kvöldsins. Að leik loknum er Körfuboltakvöld á dagskrá.

Stöð 2 Sport 2

Klukkan 15.50 er leikur Evrópudeildarmeistara Atalanta og Torino í Serie A, ítölsku úrvalsdeild karla í fótbolta, á dagskrá. Klukkan 18.35 er komið að leik Empoli og Roma.

Á miðnætti mætast Dallas Mavericks og Minnesota Timberwolves í úrslitum vesturhluta NBA-deildarinnar í körfubolta. Staðan í einvíginu er 2-0 Dallas í vil.

Stöð 2 Sport 3

Klukkan 18.35 mætast Frosinone og Udinese í Serie A.

Stöð 2 Sport 5

Klukkan 16.50 er viðureign Stjörnunnar og KA í Bestu deild karla í fótbolta á dagskrá.

Vodafone Sport

Klukkan 05.55 hefst keppni dagsins í Formúlu 3. Klukkan 07.35 er komið að Formúlu 2 og klukkan 12.30 er loks komið að Formúlu 1. Keppni dagsins fer fram í Mónakó.

Klukkan 23.00 er leikur Cardinals og Cubs í MLB-deildinni í hafnabolta á dagskrá.

Besta deildin

Klukkan 16.50 er leikur Fram og Breiðabliks í Bestu deild karla í fótbolta á dagskrá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×