Mahomes ekki sammála Butker en segir hann góða manneskju Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. maí 2024 08:00 Mahomes tekur ekki undir ummæli samherja síns. Tim Heitman/Getty Images Patrick Mahomes, leikstjórnandi meistaraliðs Kansas City Chiefs, hefur tjáð sig um ummælin sem Harrison Butker, sparkari liðsins, lét falla á dögunum. Butker hélt ræðu við útskriftarathöfn Benedictine-háskóla í Atchison í Kansas. Þar ræddi hann hlutverk kynjanna, lét umdeild ummæli falla um fóstureyðingar, kórónuveiruna og Joe Biden Bandaríkjaforseta. Hann lét ekki staðar numið þar og skaut einnig á söngkonuna Taylor Swift, kærustu Travis Kelce, er hann vitnaði í textabút hennar og kallaði hana „kærustu liðsfélaga.“ Félagið sjálft hafði ekki tjáð sig en Mahomes var spurður út í ræðuna þegar leikmenn Chiefs sneru til baka eftir lang og verðskuldað frí að loknum sigrinum í Ofurskálinni í febrúar. Það má með sanni segja að Mahomes verji liðsfélaga sína en hann neitaði að henda Butker fyrir úlfana þó leikstjórnandinn hafi tekið skýrt fram að hann sé engan veginn sammála skoðunum sparkarans. „Ég hef þekkt hann í sjö ár. Ég dæmi hann af þeim karakter sem ég sé á hverjum degi. Hann er góð manneskja en við erum ekki alltaf að fara vera sammála. Hann sagði ýmsa hluti sem ég er engan veginn sammála.“ Mahomes speaks on teammate Harrison Butker's widely criticized comments on women, masculinity and diversity at a commencement speech at Benedictine College on May 11 pic.twitter.com/rLQc1Gblau— Bleacher Report (@BleacherReport) May 22, 2024 Aðspurður hvað nákvæmlega það væri sem hann væri ósammála þá vildi Mahomes ekki tjá sig frekar. „Ég hef séð klippuna, þetta eru hans skoðanir,“ sagði Mahomes að endingu. NFL Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Enski boltinn Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport Fleiri fréttir „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Orðið fyrir fordómum allan ferilinn Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Venus verður sú elsta í sögunni og Serena gæti snúið aftur Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Metár fyrir danskt íþróttafólk Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Luke Littler reykspólaði yfir Pólverjann og inn í undanúrslitin „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Skotinn fljúgandi endaði öskubuskuævintýri Hood Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Sjá meira
Butker hélt ræðu við útskriftarathöfn Benedictine-háskóla í Atchison í Kansas. Þar ræddi hann hlutverk kynjanna, lét umdeild ummæli falla um fóstureyðingar, kórónuveiruna og Joe Biden Bandaríkjaforseta. Hann lét ekki staðar numið þar og skaut einnig á söngkonuna Taylor Swift, kærustu Travis Kelce, er hann vitnaði í textabút hennar og kallaði hana „kærustu liðsfélaga.“ Félagið sjálft hafði ekki tjáð sig en Mahomes var spurður út í ræðuna þegar leikmenn Chiefs sneru til baka eftir lang og verðskuldað frí að loknum sigrinum í Ofurskálinni í febrúar. Það má með sanni segja að Mahomes verji liðsfélaga sína en hann neitaði að henda Butker fyrir úlfana þó leikstjórnandinn hafi tekið skýrt fram að hann sé engan veginn sammála skoðunum sparkarans. „Ég hef þekkt hann í sjö ár. Ég dæmi hann af þeim karakter sem ég sé á hverjum degi. Hann er góð manneskja en við erum ekki alltaf að fara vera sammála. Hann sagði ýmsa hluti sem ég er engan veginn sammála.“ Mahomes speaks on teammate Harrison Butker's widely criticized comments on women, masculinity and diversity at a commencement speech at Benedictine College on May 11 pic.twitter.com/rLQc1Gblau— Bleacher Report (@BleacherReport) May 22, 2024 Aðspurður hvað nákvæmlega það væri sem hann væri ósammála þá vildi Mahomes ekki tjá sig frekar. „Ég hef séð klippuna, þetta eru hans skoðanir,“ sagði Mahomes að endingu.
NFL Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Enski boltinn Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport Fleiri fréttir „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Orðið fyrir fordómum allan ferilinn Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Venus verður sú elsta í sögunni og Serena gæti snúið aftur Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Metár fyrir danskt íþróttafólk Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Luke Littler reykspólaði yfir Pólverjann og inn í undanúrslitin „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Skotinn fljúgandi endaði öskubuskuævintýri Hood Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Sjá meira