Bjarni sagður lítillátur í samanburði við Keníuforseta Jón Þór Stefánsson skrifar 22. maí 2024 15:52 Það að Bjarni hafi ferðast með farþegaflugvél vekur athygli fjölmiðla Kenía sem hafa fjallað um rándýra ferð eigin forseta til Bandaríkjanna. Vísir/Vilhelm/Getty Opinber heimsókn Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra til Malaví er sögð lítillát í samanburði við ferðalag William Ruto, forseta Kenía, til Bandaríkjanna. Kenískir fjölmiðlar fjalla um ferðalög stjórnmálamannanna tveggja, en Bjarni fór með farþegaflugvél í sína heimsókn á meðan sérstök einkaflugvél var leigð fyrir ferðalag Ruto. „Yfirlætislaus ferð Benediktssonar stangast á við för Williams Ruto forseta til Bandaríkjanna – Keníski forsetinn ákvað að útvega sér einkaþotu sem kostar formúgu og kemur Keníamönnum spánskt fyrir sjónir,“ segir í frétt Citizen Digital, en þónokkrir kenískir miðlar hafa borið ferðirnar saman. Inga Dóra Pétursdóttir, forstöðumaður sendiráðs Íslands í Malaví birti myndband af komu Bjarna til Malaví á samfélagsmiðlinum X. Bjarni flaug til Malaví með farþegaflugvél Kenya Airways. What an honor to receive Iceland’s Prime Minister @Bjarni_Ben to Malawi! Takulandirani! pic.twitter.com/Aa8w1RjHM9— Inga Petursdottir (@IngaDoraP) May 20, 2024 Margra milljóna ferðalag umdeilt Þá er ferðalag Ruto til umfjöllunar hjá BBC. Þar segir að talið sé að leiga hans á einkaflugvél muni kosta eina og hálfa milljón Bandaríkjadali, sem jafngildir rúmlega 200 milljónum króna. Vélin var leigð frá RoyalJet, flugfélagi frá Dubaí, en þess ber að geta að forsetaembætti Kenía á sína eigin einkaflugvél sem Ruto notar yfirleitt. Í umfjöllun BBC segir að ástæða þess að vélin hafi verið leigð liggi ekki fyrir, en að einhverjar áhyggjur af öryggi forsetavélarinnar séu til staðar. Sú vél var keypt fyrir tæpum þrjátíu árum. Bandarísk stjórnvöld hafa áréttað að þau greiði ekki fyrir leiguna á einkaþotunni. Flugvélamál Ruto hefur vakið reiði hjá Keníamönnum í kjölfar fregna um fyrirhugaðar skattahækkanir stjórnvalda þar í landi. Ruto hefur hvatt fólk til að vera hófsamt og fara ekki fram úr sér í neyslu. „Ávinningurinn af þessari ferð mun vega meira en þessi kostnaður milljónfalt,“ hefur BBC eftir Isaaci Mwaura, talsmanni ríkisstjórnar Kenía. Kenía Malaví Bandaríkin Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
„Yfirlætislaus ferð Benediktssonar stangast á við för Williams Ruto forseta til Bandaríkjanna – Keníski forsetinn ákvað að útvega sér einkaþotu sem kostar formúgu og kemur Keníamönnum spánskt fyrir sjónir,“ segir í frétt Citizen Digital, en þónokkrir kenískir miðlar hafa borið ferðirnar saman. Inga Dóra Pétursdóttir, forstöðumaður sendiráðs Íslands í Malaví birti myndband af komu Bjarna til Malaví á samfélagsmiðlinum X. Bjarni flaug til Malaví með farþegaflugvél Kenya Airways. What an honor to receive Iceland’s Prime Minister @Bjarni_Ben to Malawi! Takulandirani! pic.twitter.com/Aa8w1RjHM9— Inga Petursdottir (@IngaDoraP) May 20, 2024 Margra milljóna ferðalag umdeilt Þá er ferðalag Ruto til umfjöllunar hjá BBC. Þar segir að talið sé að leiga hans á einkaflugvél muni kosta eina og hálfa milljón Bandaríkjadali, sem jafngildir rúmlega 200 milljónum króna. Vélin var leigð frá RoyalJet, flugfélagi frá Dubaí, en þess ber að geta að forsetaembætti Kenía á sína eigin einkaflugvél sem Ruto notar yfirleitt. Í umfjöllun BBC segir að ástæða þess að vélin hafi verið leigð liggi ekki fyrir, en að einhverjar áhyggjur af öryggi forsetavélarinnar séu til staðar. Sú vél var keypt fyrir tæpum þrjátíu árum. Bandarísk stjórnvöld hafa áréttað að þau greiði ekki fyrir leiguna á einkaþotunni. Flugvélamál Ruto hefur vakið reiði hjá Keníamönnum í kjölfar fregna um fyrirhugaðar skattahækkanir stjórnvalda þar í landi. Ruto hefur hvatt fólk til að vera hófsamt og fara ekki fram úr sér í neyslu. „Ávinningurinn af þessari ferð mun vega meira en þessi kostnaður milljónfalt,“ hefur BBC eftir Isaaci Mwaura, talsmanni ríkisstjórnar Kenía.
Kenía Malaví Bandaríkin Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira