Ætlar alla leið í baráttu fyrir nafninu sínu Jón Þór Stefánsson skrifar 17. maí 2024 15:38 Rúnar Geirmundsson vill fá að heita Rúnar Hroði Geirmundsson. Bylgjan „Þetta er bara mitt „identity“. Þetta er minn karakter. Ég hef verið kallaður þetta í sautján ár,“ segir Rúnar Hroði Geirmundsson um ákvörðun Mannanafnanefndar að úrskurða að leyfa ekki fólki að bera nafnið Hroði. Í Bítinu á Bylgjunni í morgun greindi Rúnar frá því að hann hafi verið nýbyrjaður í kraftlyftingum þegar nafnið festist við hann. „Þegar ég byrjaði að keppa var ég ekkert rosalega sterkur. Þá lyfti ég tölum sem einn vinur minn, sem er nú fallinn frá, sagði að væru alveg hroðalegar. „Þú ert bara algjör hroðinn,“ sagði hann.“ Þrátt fyrir þetta átti Rúnar eftir að verða heimsmeistari í kraftlyftingum. „Það var ég, sem hroðinn, sem kláraði það verkefni eins og öll þau verkefni sem ég tek að mér.“ Sjá einnig: Nafnið Hroði of hroðalegt Rúnar Hroði segist hafa ákveðið að láta Mannanafnanefnd taka málið fyrir, ekki síst vegna þess að vinur hans sem kallaði hann það fyrst er nú látinn. „Ég var viss um að þetta myndi fara í gegn,“ segir Rúnar og bætir við að hann hafi kynnt sér hvað þurfi til að nafn sé samþykkt, og honum hafi þótt borðliggjandi um að Hroði stæðist það allt. „En svo fæ ég þær skýringar að þetta þyki of hroðalegt. Þetta þyki hrottalegt og tengt við neikvæðar lýsingar.“ Rúnari þykir það sérstakt að huglætt mat nefndarmanns Mannanafnanefndar ráði för um hvað hann megi heita. „Hvar annars staðar má maður ekki heita það sem maður vill heita?“ Hann segist vera kominn með lögmann í málið og ætlar „alla leið“. Hann ætlar sér að geta heitið Hroði. Hroði til umfjöllunar á Alþingi Þetta mál var ekki bara rætt í Bítinu á Bylgjunni heldur líka hinu háa Alþingi. Gísli Rafn Ólafsson, þingmaður Pírata, hélt ræðu um ákvörðun mannanafnefndar á þingfundi í dag. Hann segir hana dæmi um forsjárhyggju. „Mig langar sérstaklega að taka fyrir úrskurð mannanafnanefndar sem hún birti fyrir tveimur dögum síðan þar sem ákveðið var að nafnið Hroði mætti ekki vera nafn. Af hverju mátti það ekki?“ spurði Gísli sem benti á að nafnið stæðist öll skilyrði nema áðurnefnt huglætt mat. Nafnið megi ekki vera til ama. Gísla þykir sérstakt að ekki megi bera nafnið Hroði.Vísir/Vilhelm „Og hver á að ákveða hvað er til ama og hvað er ekki til ama? Jú, mannanafnanefnd ákveður að vegna þess að þetta getur þýtt það sama og uppgangur og slím í lungum, rusl, úrgangur og óþverri hljóti þetta að vera slæmt nafn.“ Hann benti þá á að á sama fundi Mannanafnanefndar hafi eiginnafnið Klaki verið samþykkt. „Þegar orðabók Árnastofnunar er skoðuð og orðinu Hroði flett upp þá kemur fram að ein af skilgreiningunum á því er krapakenndur ís á sjó eða vatni. Og hver er munurinn á því og klaka?“ Mannanöfn Bítið Alþingi Mest lesið Hét því að vísa haítískum innflytjendum til Venesúela Erlent Búa sig undir aftakaúrkomu og flóð í Mið-Evrópu Erlent Þingmaður Miðflokksins rak augun í undarlega grein Innlent Mögulega rangar ADHD-greiningar kalli á aukið opinbert eftirlit Innlent Útför Bryndísar Klöru frá Hallgrímskirkju Innlent „Ég stend við þessa ákvörðun“ Innlent Hafa áhyggjur af samsæringi sem fylgir Trump Erlent Saka rússneskan ríkisfjölmiðil um að vera arm leyniþjónustunnar Erlent Staða sauðfjárræktarinnar er björt segir fjallkóngur Innlent Helgi í Góu og fyrrverandi borguðu brúsann Innlent Fleiri fréttir Þingmaður Miðflokksins rak augun í undarlega grein Mögulega rangar ADHD-greiningar kalli á aukið opinbert eftirlit Staða sauðfjárræktarinnar er björt segir fjallkóngur „Ég stend við þessa ákvörðun“ Aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna á fundum í Reykjavík Ráðherra stendur fastur á sínu og möguleg ofgreining á ADHD „Við erum hundfúl yfir þessu“ Rúta í ljósum logum á Ísafirði Hallað hafi á embættið í moldviðri Helga Magnúsar Elvar á Ítalíu viðurkennir erfiðleika við launagreiðslur Grænt ljós á Flensborgarhöfn Lagði á flótta á Vegmúla Sýkna Sólveigar stendur Bjóða almenningi í heimsókn „Upp með pelana og fjörið“ Áhersla á stuðning við jaðarsetta hópa í menntakerfinu Samningur um bakaðgerðir á lokametrunum og mótmælt fyrir utan Ítalíu Útför Bryndísar Klöru frá Hallgrímskirkju Telur Guðrúnu vilja halda hlífiskildi yfir ráðuneytinu Þiggja boð konungs um sögulega heimsókn Virkjanaleyfið kært aftur Viðgerð lokið eftir að strengur slitnaði við Elliðaárbrú Ákærður fyrir að kasta óþekktum hlut í konu sem höfuðkúpubrotnaði Lögregla kölluð til vegna manns með eggvopn í strætó Kynntu rafmagnsflugvélina sem Icelandair hefur pantað „Hann hefur fyrir vana að ráða fólk til vinnu en greiða þeim svo ekki laun“ Dularfullt „draugahljóð“ spillir fyrir svefni íbúa Gagnrýna afnám greiðslu séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán Telur niðurstöðu dómsmálaráðherra órökrétta Útboðsstopp staðið í heilt ár meðan vegirnir grotna niður Sjá meira
Í Bítinu á Bylgjunni í morgun greindi Rúnar frá því að hann hafi verið nýbyrjaður í kraftlyftingum þegar nafnið festist við hann. „Þegar ég byrjaði að keppa var ég ekkert rosalega sterkur. Þá lyfti ég tölum sem einn vinur minn, sem er nú fallinn frá, sagði að væru alveg hroðalegar. „Þú ert bara algjör hroðinn,“ sagði hann.“ Þrátt fyrir þetta átti Rúnar eftir að verða heimsmeistari í kraftlyftingum. „Það var ég, sem hroðinn, sem kláraði það verkefni eins og öll þau verkefni sem ég tek að mér.“ Sjá einnig: Nafnið Hroði of hroðalegt Rúnar Hroði segist hafa ákveðið að láta Mannanafnanefnd taka málið fyrir, ekki síst vegna þess að vinur hans sem kallaði hann það fyrst er nú látinn. „Ég var viss um að þetta myndi fara í gegn,“ segir Rúnar og bætir við að hann hafi kynnt sér hvað þurfi til að nafn sé samþykkt, og honum hafi þótt borðliggjandi um að Hroði stæðist það allt. „En svo fæ ég þær skýringar að þetta þyki of hroðalegt. Þetta þyki hrottalegt og tengt við neikvæðar lýsingar.“ Rúnari þykir það sérstakt að huglætt mat nefndarmanns Mannanafnanefndar ráði för um hvað hann megi heita. „Hvar annars staðar má maður ekki heita það sem maður vill heita?“ Hann segist vera kominn með lögmann í málið og ætlar „alla leið“. Hann ætlar sér að geta heitið Hroði. Hroði til umfjöllunar á Alþingi Þetta mál var ekki bara rætt í Bítinu á Bylgjunni heldur líka hinu háa Alþingi. Gísli Rafn Ólafsson, þingmaður Pírata, hélt ræðu um ákvörðun mannanafnefndar á þingfundi í dag. Hann segir hana dæmi um forsjárhyggju. „Mig langar sérstaklega að taka fyrir úrskurð mannanafnanefndar sem hún birti fyrir tveimur dögum síðan þar sem ákveðið var að nafnið Hroði mætti ekki vera nafn. Af hverju mátti það ekki?“ spurði Gísli sem benti á að nafnið stæðist öll skilyrði nema áðurnefnt huglætt mat. Nafnið megi ekki vera til ama. Gísla þykir sérstakt að ekki megi bera nafnið Hroði.Vísir/Vilhelm „Og hver á að ákveða hvað er til ama og hvað er ekki til ama? Jú, mannanafnanefnd ákveður að vegna þess að þetta getur þýtt það sama og uppgangur og slím í lungum, rusl, úrgangur og óþverri hljóti þetta að vera slæmt nafn.“ Hann benti þá á að á sama fundi Mannanafnanefndar hafi eiginnafnið Klaki verið samþykkt. „Þegar orðabók Árnastofnunar er skoðuð og orðinu Hroði flett upp þá kemur fram að ein af skilgreiningunum á því er krapakenndur ís á sjó eða vatni. Og hver er munurinn á því og klaka?“
Mannanöfn Bítið Alþingi Mest lesið Hét því að vísa haítískum innflytjendum til Venesúela Erlent Búa sig undir aftakaúrkomu og flóð í Mið-Evrópu Erlent Þingmaður Miðflokksins rak augun í undarlega grein Innlent Mögulega rangar ADHD-greiningar kalli á aukið opinbert eftirlit Innlent Útför Bryndísar Klöru frá Hallgrímskirkju Innlent „Ég stend við þessa ákvörðun“ Innlent Hafa áhyggjur af samsæringi sem fylgir Trump Erlent Saka rússneskan ríkisfjölmiðil um að vera arm leyniþjónustunnar Erlent Staða sauðfjárræktarinnar er björt segir fjallkóngur Innlent Helgi í Góu og fyrrverandi borguðu brúsann Innlent Fleiri fréttir Þingmaður Miðflokksins rak augun í undarlega grein Mögulega rangar ADHD-greiningar kalli á aukið opinbert eftirlit Staða sauðfjárræktarinnar er björt segir fjallkóngur „Ég stend við þessa ákvörðun“ Aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna á fundum í Reykjavík Ráðherra stendur fastur á sínu og möguleg ofgreining á ADHD „Við erum hundfúl yfir þessu“ Rúta í ljósum logum á Ísafirði Hallað hafi á embættið í moldviðri Helga Magnúsar Elvar á Ítalíu viðurkennir erfiðleika við launagreiðslur Grænt ljós á Flensborgarhöfn Lagði á flótta á Vegmúla Sýkna Sólveigar stendur Bjóða almenningi í heimsókn „Upp með pelana og fjörið“ Áhersla á stuðning við jaðarsetta hópa í menntakerfinu Samningur um bakaðgerðir á lokametrunum og mótmælt fyrir utan Ítalíu Útför Bryndísar Klöru frá Hallgrímskirkju Telur Guðrúnu vilja halda hlífiskildi yfir ráðuneytinu Þiggja boð konungs um sögulega heimsókn Virkjanaleyfið kært aftur Viðgerð lokið eftir að strengur slitnaði við Elliðaárbrú Ákærður fyrir að kasta óþekktum hlut í konu sem höfuðkúpubrotnaði Lögregla kölluð til vegna manns með eggvopn í strætó Kynntu rafmagnsflugvélina sem Icelandair hefur pantað „Hann hefur fyrir vana að ráða fólk til vinnu en greiða þeim svo ekki laun“ Dularfullt „draugahljóð“ spillir fyrir svefni íbúa Gagnrýna afnám greiðslu séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán Telur niðurstöðu dómsmálaráðherra órökrétta Útboðsstopp staðið í heilt ár meðan vegirnir grotna niður Sjá meira