„Þetta var eitt það erfiðasta sem ég hef farið í gegnum“ Andri Már Eggertsson skrifar 15. maí 2024 21:57 Gunnar Magnússon var ánægður með sigurinn gegn Val Vísir/Anton Brink Afturelding vann Val á útivelli 27-29 í fjórða leik milli liðanna í undanúrslitum. Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, var afar ánægður með að vera kominn í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn. „Ótrúlega stoltur af strákunum og þetta var vel gert. Við verðskulduðum það að fara áfram úr þessu einvígi fyrir utan að við byrjuðum illa í dag en Björgvin Páll varði rosalega. Þetta stemmdi í að vera eins og í leik tvö en við brotnuðum ekki,“ sagði Gunnar Magnússon í samtali við Vísi eftir leik. Valur var þremur mörkum yfir í hálfleik 14-11 og Gunnar var ánægður með hvernig hans menn byrjuðu síðari hálfleik og gerðu fyrstu þrjú mörkin. „Við byrjuðum frábærlega í seinni hálfleik og mér fannst við hafa orkuna í þetta. Við náðum að stýra ákefðinni og mér fannst við ráða við ákefðina og ná að stoppa hraðaupphlaupin þeirra. Miðað við Val náðu þeir ekki að refsa okkur.“ Gunnar viðurkenndi að hann var orðinn stressaður undir lokin að hans lið myndi kasta leiknum frá sér. „Þorsteinn Leó [Gunnarsson] kom með gott mark en hann var búinn að vera slappur enda ekki búinn að æfa í tíu daga. Þetta var erfitt og Valur er með frábært lið en við sýndum styrk og hérna áður fyrr vorum við að tapa svona leikjum.“ Afturelding spilaði aðeins fjóra leiki á 28 dögum sem þykir afar afar sérstakt í úrslitakeppninni þar sem leikjaálagið er mikið. „Ég er búinn að þjálfa helvíti lengi og þetta var eitt það erfiðasta sem ég hef farið í gegnum. Þetta einvígi stóð í þrjár vikur. Þetta er auðvitað eitthvað sem við þurfum að skoða í framhaldinu og þetta var ekki gott fyrir áhorfendur. Þetta reyndi á okkur alla en þetta landsleikjahlé var gott þar sem Þorsteinn Leó hefði sennilega misst af 1-2 leikjum.“ Í úrslitum mætast FH og Afturelding sem enduðu í fyrsta og öðru sæti deildarinnar. Að mati Gunnars lýgur taflan ekki. „Þetta eru tvö bestu liðin í deildinni og taflan lýgur ekki þar sem þetta voru tvö efstu liðin. FH er með frábært lið eins og við og þetta verður alvöru einvígi. Okkar stuðningsfólk mætir og það verður slegist um miða þó að þetta sé í Kaplakrika. Við erum hvergi nærri hættir og við viljum meira,“ sagði Gunnar að lokum. Afturelding Olís-deild karla Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Sjá meira
„Ótrúlega stoltur af strákunum og þetta var vel gert. Við verðskulduðum það að fara áfram úr þessu einvígi fyrir utan að við byrjuðum illa í dag en Björgvin Páll varði rosalega. Þetta stemmdi í að vera eins og í leik tvö en við brotnuðum ekki,“ sagði Gunnar Magnússon í samtali við Vísi eftir leik. Valur var þremur mörkum yfir í hálfleik 14-11 og Gunnar var ánægður með hvernig hans menn byrjuðu síðari hálfleik og gerðu fyrstu þrjú mörkin. „Við byrjuðum frábærlega í seinni hálfleik og mér fannst við hafa orkuna í þetta. Við náðum að stýra ákefðinni og mér fannst við ráða við ákefðina og ná að stoppa hraðaupphlaupin þeirra. Miðað við Val náðu þeir ekki að refsa okkur.“ Gunnar viðurkenndi að hann var orðinn stressaður undir lokin að hans lið myndi kasta leiknum frá sér. „Þorsteinn Leó [Gunnarsson] kom með gott mark en hann var búinn að vera slappur enda ekki búinn að æfa í tíu daga. Þetta var erfitt og Valur er með frábært lið en við sýndum styrk og hérna áður fyrr vorum við að tapa svona leikjum.“ Afturelding spilaði aðeins fjóra leiki á 28 dögum sem þykir afar afar sérstakt í úrslitakeppninni þar sem leikjaálagið er mikið. „Ég er búinn að þjálfa helvíti lengi og þetta var eitt það erfiðasta sem ég hef farið í gegnum. Þetta einvígi stóð í þrjár vikur. Þetta er auðvitað eitthvað sem við þurfum að skoða í framhaldinu og þetta var ekki gott fyrir áhorfendur. Þetta reyndi á okkur alla en þetta landsleikjahlé var gott þar sem Þorsteinn Leó hefði sennilega misst af 1-2 leikjum.“ Í úrslitum mætast FH og Afturelding sem enduðu í fyrsta og öðru sæti deildarinnar. Að mati Gunnars lýgur taflan ekki. „Þetta eru tvö bestu liðin í deildinni og taflan lýgur ekki þar sem þetta voru tvö efstu liðin. FH er með frábært lið eins og við og þetta verður alvöru einvígi. Okkar stuðningsfólk mætir og það verður slegist um miða þó að þetta sé í Kaplakrika. Við erum hvergi nærri hættir og við viljum meira,“ sagði Gunnar að lokum.
Afturelding Olís-deild karla Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Sjá meira