Norski stigakynnirinn hættir við Jón Ísak Ragnarsson skrifar 11. maí 2024 16:43 Alessandra Mele hefur hætt við að kynna stig Noregs í Eurovision í kvöld EBU Norska söngkonan Alessandra Mele, sem keppti fyrir hönd Noregs í Eurovison í fyrra og átti að kynna stig þeirra í kvöld, hefur hætt við. Henni finnst samstöðuboðskapur hátíðarinnar óviðeigandi vegna framgöngu Ísraelsmanna á Gasa. Norski miðillinn Dagbladet greinir frá. Þar segir að Alessandra hafi hætt við í dag, og að sjónvarpskonan Ingvild Helljesen hlaupi í hennar skarð. Sagt er að Alessandra vilji draga sig frá því spennuþrungna ástandi sem hefur verið ríkjandi í keppninni í Malmö. Morten Thomassen, forseti norska Eurovision-klúbbsins MGP, segir að þetta sé í stíl við aðra atburði dagsins. Dagurinn í dag sé eins og að horfa á „Titanic fyrir Eurovision“ og á hann sennilega við að um stórslys fyrir keppnina sé að ræða. Ákvörðunin sé skiljanleg, enda fylgi þessu hlutverki mikið stress þetta árið, og enginn vilji hafa þetta á ferilskránni. Jostein Pedersen, sjónvarpsmaður sem hefur reglulega lýst Eurovision í norsku sjónvarpi, segir að ákvörðun Alessöndru sé mikil synd. „Þetta er mjög heimskulegt, hún er mjög vinsæl hér á landi og við höfum tekið henni opnum örmum. Við héldum með henni,“ segir Jostein við Dagbladet. Hann segir að erfitt væri að taka allar svona ákvarðanir út frá einhverjum siðferðisáttavita og geðþáttaákvörðunum. Hann segir Alessöndru hafa valdið miklum usla með því að upplýsa svo seint um ákvörðunina, aðeins nokkrum klukkustundum fyrir úrslitakvöldið. Hann segir að ábyrgð fylgi því að samþykkja svona hlutverk til að byrja með. Alessandra birti myndband á Instagram í dag þar sem hún sagðist vera þakklát fyrir það að hafa verið boðið að kynna stigin. Hún segir að hugmyndin á bak við slagorð Eurovision, „Sameinuð með tónlist“ sé ástæðan fyrir því að hún sé tónlistarkona. Hún segir að slagorðið sé innantómt þessa dagana, þar sem keppnin sé haldin í skugga þjóðarmorðs, segir hún á Instagram. View this post on Instagram A post shared by Alessandra (@alessandram02) Eurovision Noregur Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Hollenska söngvaranum bannað að keppa í kjölfar „hótana“ Hollenska söngvaranum Joost Klein hefur verið meinað að keppa í úrslitakvöldi Eurovision í kvöld. Forsvarsmenn söngvakeppninnar lýstu því yfir í dag, eftir að hann var yfirheyrður í gær. 11. maí 2024 10:40 Kvartar yfir Ísrael og vill að þeim verði vísað úr keppni Bambi Thug, sem flytur lag Írlands í Evrópsku söngvakeppninni í kvöld, hefur lagt fram kvörtun til stjórnenda keppninnar. Hán vill að Ísraelum verði vísað úr keppninni vegna orðræðu um atriði háns í undankeppninni á þriðjudagskvöldið. 11. maí 2024 14:29 Mest lesið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Íslenskur tónlistarmaður í lykilhlutverki Tónlist Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið „Ég er óléttur“ Lífið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Högni hjálpar fólki að slaka á Tónlist Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Fleiri fréttir Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Sjá meira
Norski miðillinn Dagbladet greinir frá. Þar segir að Alessandra hafi hætt við í dag, og að sjónvarpskonan Ingvild Helljesen hlaupi í hennar skarð. Sagt er að Alessandra vilji draga sig frá því spennuþrungna ástandi sem hefur verið ríkjandi í keppninni í Malmö. Morten Thomassen, forseti norska Eurovision-klúbbsins MGP, segir að þetta sé í stíl við aðra atburði dagsins. Dagurinn í dag sé eins og að horfa á „Titanic fyrir Eurovision“ og á hann sennilega við að um stórslys fyrir keppnina sé að ræða. Ákvörðunin sé skiljanleg, enda fylgi þessu hlutverki mikið stress þetta árið, og enginn vilji hafa þetta á ferilskránni. Jostein Pedersen, sjónvarpsmaður sem hefur reglulega lýst Eurovision í norsku sjónvarpi, segir að ákvörðun Alessöndru sé mikil synd. „Þetta er mjög heimskulegt, hún er mjög vinsæl hér á landi og við höfum tekið henni opnum örmum. Við héldum með henni,“ segir Jostein við Dagbladet. Hann segir að erfitt væri að taka allar svona ákvarðanir út frá einhverjum siðferðisáttavita og geðþáttaákvörðunum. Hann segir Alessöndru hafa valdið miklum usla með því að upplýsa svo seint um ákvörðunina, aðeins nokkrum klukkustundum fyrir úrslitakvöldið. Hann segir að ábyrgð fylgi því að samþykkja svona hlutverk til að byrja með. Alessandra birti myndband á Instagram í dag þar sem hún sagðist vera þakklát fyrir það að hafa verið boðið að kynna stigin. Hún segir að hugmyndin á bak við slagorð Eurovision, „Sameinuð með tónlist“ sé ástæðan fyrir því að hún sé tónlistarkona. Hún segir að slagorðið sé innantómt þessa dagana, þar sem keppnin sé haldin í skugga þjóðarmorðs, segir hún á Instagram. View this post on Instagram A post shared by Alessandra (@alessandram02)
Eurovision Noregur Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Hollenska söngvaranum bannað að keppa í kjölfar „hótana“ Hollenska söngvaranum Joost Klein hefur verið meinað að keppa í úrslitakvöldi Eurovision í kvöld. Forsvarsmenn söngvakeppninnar lýstu því yfir í dag, eftir að hann var yfirheyrður í gær. 11. maí 2024 10:40 Kvartar yfir Ísrael og vill að þeim verði vísað úr keppni Bambi Thug, sem flytur lag Írlands í Evrópsku söngvakeppninni í kvöld, hefur lagt fram kvörtun til stjórnenda keppninnar. Hán vill að Ísraelum verði vísað úr keppninni vegna orðræðu um atriði háns í undankeppninni á þriðjudagskvöldið. 11. maí 2024 14:29 Mest lesið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Íslenskur tónlistarmaður í lykilhlutverki Tónlist Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið „Ég er óléttur“ Lífið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Högni hjálpar fólki að slaka á Tónlist Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Fleiri fréttir Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Sjá meira
Hollenska söngvaranum bannað að keppa í kjölfar „hótana“ Hollenska söngvaranum Joost Klein hefur verið meinað að keppa í úrslitakvöldi Eurovision í kvöld. Forsvarsmenn söngvakeppninnar lýstu því yfir í dag, eftir að hann var yfirheyrður í gær. 11. maí 2024 10:40
Kvartar yfir Ísrael og vill að þeim verði vísað úr keppni Bambi Thug, sem flytur lag Írlands í Evrópsku söngvakeppninni í kvöld, hefur lagt fram kvörtun til stjórnenda keppninnar. Hán vill að Ísraelum verði vísað úr keppninni vegna orðræðu um atriði háns í undankeppninni á þriðjudagskvöldið. 11. maí 2024 14:29
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“