Fékk morðhótanir og ætlar að leita réttar síns Ólafur Björn Sverrisson skrifar 9. maí 2024 23:58 Fiona Harvey opnaði sig um þættina Baby reindeer í viðtali hjá Piers Morgan. Konan sem er talin vera innblásturinn fyrir annað aðalhlutverka þáttaraðarinnar Baby reindeer hafnar þeirri atburðarás sem dregin er upp í þáttunum. Hún segist hafa fengið morðhótanir í kjölfar þáttanna, sem mála hana upp sem bíræfinn eltihrelli. Umrædd kona heitir Fiona Harvey og er 58 ára gömul frá Skotlandi. Hún opnaði sig í viðtali við Piers Morgan sem birt var fyrr í kvöld. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=mK-isQXd_Qw">watch on YouTube</a> Þættirnir Baby Reindeer hafa slegið í gegn á Netflix að undanförnu. Þeir eru byggðir á sannsögulegum atburðum sem grínistinn Richard Gadd lenti í. Hann skrifaði þættina og fór með aðalhlutverkið sjálfur. Í þáttunum verður Gadd, Donny, fyrir barðinu á eltihrelli, konu að nafni Martha, sem byggist á Fionu. Það fundu netverjar út skömmu eftir að þættirnir komu út á streymisveitunni. Hún steig í kjölfarið fram og gaf það út að hún myndi leita réttar síns vegna þáttanna. Í viðtali sínu við Piers Morgan segir hún þættina skáldskap og ýkjur. „Fólk hefur fundið mig á internetinu, áreitt mig og hótað mér lífláti,“ sagði Harvey í viðtalinu. Hún hafnar þeirri atburðarás sem máluð er upp í þáttunum, þar sem persónan, sem byggð er á Harvey, sat um aðalpersónuna Donny, réðst á kærustu hans og áreitti foreldra hans. Þá kemur fram í þáttunum að Harvey hafi sent Gadd um 41 þúsund tölvupósta, fleiri hundruð raddskilaboð og 106 bréf. Hún hafi aðeins sent honum nokkra tölvupósta og um 18 skilaboð á samfélagsmiðlum. Harvey viðurkenndi að hún hafði ekki horft á þættina. Hún hafi hitt Gadd á bar í London „fimm eða sex sinnum“ og vissulega sagt honum að hann líkist hreindýrakálfi, sem titill þáttaraðarinnar byggist á. Hún hafi hins vegar ekki haft símanúmer hans, né átt í nokkurs konar vinasambandi með honum. „Láttu mig vinsamlegast í friði,“ voru skilaboð Harvey til Gadd í viðtali við Piers Morgan. Eftir að þættirnir komu út voru netverjar fljótir að tengja saman innlegg Harvey á samfélagsmiðlum við innlegg persónu Mörthu í þáttunum. Í kjölfarið hélt Gadd á samfélagsmiðla til að biðja aðdáendur að draga ekki ályktanir og missa sig í getgátum. Það væri ekki ætlunin með þáttunum. Netflix Hollywood Mest lesið Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Lífið „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra Tíska og hönnun Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Fleiri fréttir Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Sjá meira
Umrædd kona heitir Fiona Harvey og er 58 ára gömul frá Skotlandi. Hún opnaði sig í viðtali við Piers Morgan sem birt var fyrr í kvöld. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=mK-isQXd_Qw">watch on YouTube</a> Þættirnir Baby Reindeer hafa slegið í gegn á Netflix að undanförnu. Þeir eru byggðir á sannsögulegum atburðum sem grínistinn Richard Gadd lenti í. Hann skrifaði þættina og fór með aðalhlutverkið sjálfur. Í þáttunum verður Gadd, Donny, fyrir barðinu á eltihrelli, konu að nafni Martha, sem byggist á Fionu. Það fundu netverjar út skömmu eftir að þættirnir komu út á streymisveitunni. Hún steig í kjölfarið fram og gaf það út að hún myndi leita réttar síns vegna þáttanna. Í viðtali sínu við Piers Morgan segir hún þættina skáldskap og ýkjur. „Fólk hefur fundið mig á internetinu, áreitt mig og hótað mér lífláti,“ sagði Harvey í viðtalinu. Hún hafnar þeirri atburðarás sem máluð er upp í þáttunum, þar sem persónan, sem byggð er á Harvey, sat um aðalpersónuna Donny, réðst á kærustu hans og áreitti foreldra hans. Þá kemur fram í þáttunum að Harvey hafi sent Gadd um 41 þúsund tölvupósta, fleiri hundruð raddskilaboð og 106 bréf. Hún hafi aðeins sent honum nokkra tölvupósta og um 18 skilaboð á samfélagsmiðlum. Harvey viðurkenndi að hún hafði ekki horft á þættina. Hún hafi hitt Gadd á bar í London „fimm eða sex sinnum“ og vissulega sagt honum að hann líkist hreindýrakálfi, sem titill þáttaraðarinnar byggist á. Hún hafi hins vegar ekki haft símanúmer hans, né átt í nokkurs konar vinasambandi með honum. „Láttu mig vinsamlegast í friði,“ voru skilaboð Harvey til Gadd í viðtali við Piers Morgan. Eftir að þættirnir komu út voru netverjar fljótir að tengja saman innlegg Harvey á samfélagsmiðlum við innlegg persónu Mörthu í þáttunum. Í kjölfarið hélt Gadd á samfélagsmiðla til að biðja aðdáendur að draga ekki ályktanir og missa sig í getgátum. Það væri ekki ætlunin með þáttunum.
Netflix Hollywood Mest lesið Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Lífið „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra Tíska og hönnun Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Fleiri fréttir Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Sjá meira