„Pollróleg“ en full eftirvæntingar fyrir kvöldinu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 7. maí 2024 12:55 Hera Björk stígur á svið í Malmö í kvöld. Alma Bengtsson/EBU Fulltrúar Íslands stíga á svið í fyrri undankeppni í Eurovision í kvöld en keppnin í ár er umdeildari en oft áður vegna framgöngu einnar þátttökuþjóðanna á Gasa. Hera Björk Þórhallsdóttir keppir fyrir Íslands hönd en hún stígur á svið í Malmö í kvöld en keppnin er sýnd í beinni útsendingu á RÚV klukkan sjö. Hera flytur lagið Scared of Heights og er númer átta í lagaröð kvöldsins. Stóra lokakeppnin er síðan á laugardaginn. Fréttastofa náði tali af Heru og teyminu þegar þau voru í rútu á leið í tónleikahöllina. Hún sagði keppnina leggjast vel í sig. „Ég er að ná að njóta miklu betur núna en áður, en ekki það ég naut mín alveg síðast en núna er ég bara pollróleg og hlakka til. Ég er náttúrulega með æðislegan hóp með mér, allir með stáltaugar og reynslu á bakinu. Við erum öll róleg og yfirveguð og full eftirvæntingar. Við hlökkum bara til að fá að sýna íslensku þjóðinni og heiminum öllum þetta lag og okkar atriði. Við erum bara andskoti bjartsýn fyrir framhaldið.“ Hera segir að hópurinn hafi gjörbreytt atriðinu fyrir stóra sviðið í Malmö. „Og matreiða þetta aðeins meira fyrir alþjóðasamfélagið. Svíarnir eru að bjóða upp á frábært hlaðborð af tækni og alls konar fíneríi sem við höfum bara ákveðið að nýta okkur þannig að ég er komin úr bronsi og yfir í gullsamfesting og við erum með alls konar bætingar og fídusa sem við hlökkum til að sýna ykkur.“ Sterk andstaða hefur verið í íslensku samfélagi við þátttöku í Eurovision vegna þátttöku Ísrael í Eurovision í ljósi framgöngu þeirra á Gasa og ætla margir að sniðganga keppnina í ár. Finnst þér það varpa skugga á þetta ferli í heild? „Nei, ekki í heild en auðvitað þykir okkur þetta miður af því að við erum annarrar skoðunar. Við erum þeirrar skoðunar að söngurinn og tónlistin sé til að ylja okkur, næra og tengja okkur og gera okkur sterkari í þessum aðstæðum sem við erum að horfa upp á í heiminum í dag en þannig að jújú, auðvitað þykir okkur það miður þegar einhverjir taka svona skýra afstöðu gegn Eurovision en við erum öll með skýra afstöðu gegn þessu stríði. Og það sameinar okkur öll og alla keppendur og alla sem eru hérna að við viljum vopnahlé og við erum öll mjög skýrt á móti þessu stríði.“ Eurovision Tónlist Íslendingar erlendis Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Fleiri fréttir Aron Kristinn og Lára búin að eiga Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Sjá meira
Hera Björk Þórhallsdóttir keppir fyrir Íslands hönd en hún stígur á svið í Malmö í kvöld en keppnin er sýnd í beinni útsendingu á RÚV klukkan sjö. Hera flytur lagið Scared of Heights og er númer átta í lagaröð kvöldsins. Stóra lokakeppnin er síðan á laugardaginn. Fréttastofa náði tali af Heru og teyminu þegar þau voru í rútu á leið í tónleikahöllina. Hún sagði keppnina leggjast vel í sig. „Ég er að ná að njóta miklu betur núna en áður, en ekki það ég naut mín alveg síðast en núna er ég bara pollróleg og hlakka til. Ég er náttúrulega með æðislegan hóp með mér, allir með stáltaugar og reynslu á bakinu. Við erum öll róleg og yfirveguð og full eftirvæntingar. Við hlökkum bara til að fá að sýna íslensku þjóðinni og heiminum öllum þetta lag og okkar atriði. Við erum bara andskoti bjartsýn fyrir framhaldið.“ Hera segir að hópurinn hafi gjörbreytt atriðinu fyrir stóra sviðið í Malmö. „Og matreiða þetta aðeins meira fyrir alþjóðasamfélagið. Svíarnir eru að bjóða upp á frábært hlaðborð af tækni og alls konar fíneríi sem við höfum bara ákveðið að nýta okkur þannig að ég er komin úr bronsi og yfir í gullsamfesting og við erum með alls konar bætingar og fídusa sem við hlökkum til að sýna ykkur.“ Sterk andstaða hefur verið í íslensku samfélagi við þátttöku í Eurovision vegna þátttöku Ísrael í Eurovision í ljósi framgöngu þeirra á Gasa og ætla margir að sniðganga keppnina í ár. Finnst þér það varpa skugga á þetta ferli í heild? „Nei, ekki í heild en auðvitað þykir okkur þetta miður af því að við erum annarrar skoðunar. Við erum þeirrar skoðunar að söngurinn og tónlistin sé til að ylja okkur, næra og tengja okkur og gera okkur sterkari í þessum aðstæðum sem við erum að horfa upp á í heiminum í dag en þannig að jújú, auðvitað þykir okkur það miður þegar einhverjir taka svona skýra afstöðu gegn Eurovision en við erum öll með skýra afstöðu gegn þessu stríði. Og það sameinar okkur öll og alla keppendur og alla sem eru hérna að við viljum vopnahlé og við erum öll mjög skýrt á móti þessu stríði.“
Eurovision Tónlist Íslendingar erlendis Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Fleiri fréttir Aron Kristinn og Lára búin að eiga Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Sjá meira