„Pollróleg“ en full eftirvæntingar fyrir kvöldinu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 7. maí 2024 12:55 Hera Björk stígur á svið í Malmö í kvöld. Alma Bengtsson/EBU Fulltrúar Íslands stíga á svið í fyrri undankeppni í Eurovision í kvöld en keppnin í ár er umdeildari en oft áður vegna framgöngu einnar þátttökuþjóðanna á Gasa. Hera Björk Þórhallsdóttir keppir fyrir Íslands hönd en hún stígur á svið í Malmö í kvöld en keppnin er sýnd í beinni útsendingu á RÚV klukkan sjö. Hera flytur lagið Scared of Heights og er númer átta í lagaröð kvöldsins. Stóra lokakeppnin er síðan á laugardaginn. Fréttastofa náði tali af Heru og teyminu þegar þau voru í rútu á leið í tónleikahöllina. Hún sagði keppnina leggjast vel í sig. „Ég er að ná að njóta miklu betur núna en áður, en ekki það ég naut mín alveg síðast en núna er ég bara pollróleg og hlakka til. Ég er náttúrulega með æðislegan hóp með mér, allir með stáltaugar og reynslu á bakinu. Við erum öll róleg og yfirveguð og full eftirvæntingar. Við hlökkum bara til að fá að sýna íslensku þjóðinni og heiminum öllum þetta lag og okkar atriði. Við erum bara andskoti bjartsýn fyrir framhaldið.“ Hera segir að hópurinn hafi gjörbreytt atriðinu fyrir stóra sviðið í Malmö. „Og matreiða þetta aðeins meira fyrir alþjóðasamfélagið. Svíarnir eru að bjóða upp á frábært hlaðborð af tækni og alls konar fíneríi sem við höfum bara ákveðið að nýta okkur þannig að ég er komin úr bronsi og yfir í gullsamfesting og við erum með alls konar bætingar og fídusa sem við hlökkum til að sýna ykkur.“ Sterk andstaða hefur verið í íslensku samfélagi við þátttöku í Eurovision vegna þátttöku Ísrael í Eurovision í ljósi framgöngu þeirra á Gasa og ætla margir að sniðganga keppnina í ár. Finnst þér það varpa skugga á þetta ferli í heild? „Nei, ekki í heild en auðvitað þykir okkur þetta miður af því að við erum annarrar skoðunar. Við erum þeirrar skoðunar að söngurinn og tónlistin sé til að ylja okkur, næra og tengja okkur og gera okkur sterkari í þessum aðstæðum sem við erum að horfa upp á í heiminum í dag en þannig að jújú, auðvitað þykir okkur það miður þegar einhverjir taka svona skýra afstöðu gegn Eurovision en við erum öll með skýra afstöðu gegn þessu stríði. Og það sameinar okkur öll og alla keppendur og alla sem eru hérna að við viljum vopnahlé og við erum öll mjög skýrt á móti þessu stríði.“ Eurovision Tónlist Íslendingar erlendis Mest lesið Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Lífið „Við viljum alls ekki fá of marga“ Lífið Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron Lífið Mannauðsstjórinn segir einnig upp Lífið Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Lífið Streitulaust fjölskyldufrí í stað stress og álags Áskorun Fleiri fréttir Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Sjá meira
Hera Björk Þórhallsdóttir keppir fyrir Íslands hönd en hún stígur á svið í Malmö í kvöld en keppnin er sýnd í beinni útsendingu á RÚV klukkan sjö. Hera flytur lagið Scared of Heights og er númer átta í lagaröð kvöldsins. Stóra lokakeppnin er síðan á laugardaginn. Fréttastofa náði tali af Heru og teyminu þegar þau voru í rútu á leið í tónleikahöllina. Hún sagði keppnina leggjast vel í sig. „Ég er að ná að njóta miklu betur núna en áður, en ekki það ég naut mín alveg síðast en núna er ég bara pollróleg og hlakka til. Ég er náttúrulega með æðislegan hóp með mér, allir með stáltaugar og reynslu á bakinu. Við erum öll róleg og yfirveguð og full eftirvæntingar. Við hlökkum bara til að fá að sýna íslensku þjóðinni og heiminum öllum þetta lag og okkar atriði. Við erum bara andskoti bjartsýn fyrir framhaldið.“ Hera segir að hópurinn hafi gjörbreytt atriðinu fyrir stóra sviðið í Malmö. „Og matreiða þetta aðeins meira fyrir alþjóðasamfélagið. Svíarnir eru að bjóða upp á frábært hlaðborð af tækni og alls konar fíneríi sem við höfum bara ákveðið að nýta okkur þannig að ég er komin úr bronsi og yfir í gullsamfesting og við erum með alls konar bætingar og fídusa sem við hlökkum til að sýna ykkur.“ Sterk andstaða hefur verið í íslensku samfélagi við þátttöku í Eurovision vegna þátttöku Ísrael í Eurovision í ljósi framgöngu þeirra á Gasa og ætla margir að sniðganga keppnina í ár. Finnst þér það varpa skugga á þetta ferli í heild? „Nei, ekki í heild en auðvitað þykir okkur þetta miður af því að við erum annarrar skoðunar. Við erum þeirrar skoðunar að söngurinn og tónlistin sé til að ylja okkur, næra og tengja okkur og gera okkur sterkari í þessum aðstæðum sem við erum að horfa upp á í heiminum í dag en þannig að jújú, auðvitað þykir okkur það miður þegar einhverjir taka svona skýra afstöðu gegn Eurovision en við erum öll með skýra afstöðu gegn þessu stríði. Og það sameinar okkur öll og alla keppendur og alla sem eru hérna að við viljum vopnahlé og við erum öll mjög skýrt á móti þessu stríði.“
Eurovision Tónlist Íslendingar erlendis Mest lesið Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Lífið „Við viljum alls ekki fá of marga“ Lífið Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron Lífið Mannauðsstjórinn segir einnig upp Lífið Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Lífið Streitulaust fjölskyldufrí í stað stress og álags Áskorun Fleiri fréttir Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“