Sport

Dag­skráin í dag: Nær allt sem íþróttaáhugafólk gæti óskað sér

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Brotabrot af snilldinni sem boðið er upp á í dag.
Brotabrot af snilldinni sem boðið er upp á í dag. samsett / fotojet

Það er heill hellingur um að vera á íþróttarásunum í dag. Upphafsleikir og úrslitakeppnir í bland. Íslendingar erlendis verða í eldlínunni. Formúlan, golf, hafnabolti og margt fleira. Það er af nægu að taka á langri dagskrá dagsins.

Vodafone Sport

06:30 – Formúla 1, bein útsending frá kappakstrinum í Shanghai.

11:25 – Arnór Sigurðsson og félagar í Blackburn Rovers mæta Sheffield Wednesday í ensku 1. deildinni.

15:20 – BorussiaDortmund og Bayer Leverkusen eigast við í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta.

17:30 – Bein útsending frá European Darts Grand Prix á mótaröðinni PDC European Tour.

23:00 – Bein útsending frá leik Texas Rangers og Atlanta Braves í hafnaboltadeildinni Major League Baseball.

Stöð 2 Sport

Þrír leikir fara fram í Bestu deildinni. Stúkan verður svo á sínum stað eftir stórleik kvöldsins og gerir upp alla 3. umferðina.

13:50 – KA tekur á móti nýliðum Vestra

16:50 – Rúnar Már Sigurjónsson stígur á svið þegar ÍA tekur á móti Fylki.

19:00 – Erkióvinirnir Víkingur og Breiðablik eigast við í Fossvoginum.

21:00 – Stúkan: Sérfræðingar Stöðvar 2 Sports gera upp alla leikina í 3. umferð Bestu deildar karla.

Stöð 2 Sport 2

10:20 – Sassuolo og Lecce mætast í ítölsku úrvalsdeildinni.

14:20 – Coventry og Manchester United mætast í undanúrslitum FA bikarkeppninnar.

16:30 – FA Cup: Uppgjör. Ríkharð Óskar Guðnason gerir upp leik Coventry og Manchester United í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar ásamt sérfræðingum Stöðvar 2 Sports.

19:30 – NBA Playoffs: Bein útsending frá leik L.A. Clippers og Dallas Mavericks í úrslitakeppni NBA.

Stöð 2 Sport 3

12:50 – Torino og Frosinone mætast í ítölsku úrvalsdeildinni.

15:50 – Salernitana og Fiorentina mætast í ítölsku úrvalsdeildinni.

18:10 – Inside Serie A: Upphitunarþáttur ítölsku úrvalsdeildarinnar.

18:35 – Monza og Atalanta mætast í ítölsku úrvalsdeildinni.

Stöð 2 Sport 4

12:55 – Hákon Arnar Haraldsson í eldlínunni. Lille og Strasbourg mætastí Ligue 1, frönsku úrvalsdeildinni.

18:00 – Bein útsending frá lokadegi The Chevron Championship á LPGA mótaröðinni.

Stöð 2 Sport 5

14:45 – Besta deild kvenna fer af stað þegar þrefaldir Íslandsmeistarar Vals taka á móti Þór/KA.

17:15 – Subway Körfuboltakvöld: Sérfræðingar Stöðvar 2 Sports gera upp alla leikina í 4. umferð 8 liða úrslita Subway deildar kvenna.

Stöð 2 Besta deildin

15:50 – Tindastóll og FH mætast í fyrstu umferð Bestu deildar kvenna.

Stöð 2 Subway 2

14:50 – Bein útsending frá leik Stjörnunnar og Hauka í 4. umferð 8 liða úrslita Subway deildar kvenna.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×