Kom öllum að óvörum með fleiri lögum í nótt Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 19. apríl 2024 09:44 Taylor Swift hefur haft nóg að gera og nú er loksins nýja platan komin út. Ashok Kumar/TAS24/Getty Ellefta og nýjasta plata bandarísku söngkonunnar Taylor Swift kom út í nótt. Öllum að óvörum hefur söngkonan tilkynnt að platan er tvöföld og fimmtán aukalög á plötunni sem enginn bjóst við. Þetta kemur fram í umfjöllun Variety en eins og aðdáendur vita heitir platan The Tortured Poets Department: The Anthology. Söngkonan byrjaði á að gefa út fimmtán lög í nótt en tveimur tímum síðar kom hún aðdáendum á óvart. „Ég hafði skrifað svo mikið undanfarin tvö ár og vildi deila því öllu með ykkur, svo hér er seinni hlutinn af TTPD: THe Anthology. 15 aukalög,“ skrifaði söngkonan í óvæntri færslu á Instagram. „Núna er þetta ekki lengur mín saga, heldur ykkar.“ View this post on Instagram A post shared by Taylor Swift (@taylorswift) Gagnrýnendur vestanhafs hafa keppst við að birta umfjallanir um plötuna í morgun. Í umfjöllun bandaríska slúðurmiðilsins PageSix kemur fram að það sé óumdeilanlegt að stærsti innblástur söngkonunnar hafi verið fyrrverandi kærasti hennar leikarinn Joe Alwyn. Þau voru saman í sex ár og segir í umfjöllun miðilsins að söngkonan greini hispurslaust frá því í lögum sínum að hann hafi reynt sitt besta til að halda sköpunargáfu hennar niðri. Parið hætti saman í fyrra og segir í umfjöllun miðilsins að langt sé síðan Swift hafi gefið út plötu í þessum stíl. Einsog fram hefur komið hefur frægðarsól söngkonunnar aldrei skinið skærar. Í fyrra var greint frá því að hún hefði hagnast gífurlega af nýjasta tónleikaferðalagi sínu Eras og að hún væri orðin milljarðamæringur. Þá var hún valin manneskja ársins af tímaritinu TIME. Tímaritið líkti henni við tilefnið við veðrið. Hún hafi hreinlega verið alls staðar. Tónlist Hollywood Bandaríkin Mest lesið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Tíska og hönnun Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Tónlist Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Menning Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fleiri fréttir Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira
Þetta kemur fram í umfjöllun Variety en eins og aðdáendur vita heitir platan The Tortured Poets Department: The Anthology. Söngkonan byrjaði á að gefa út fimmtán lög í nótt en tveimur tímum síðar kom hún aðdáendum á óvart. „Ég hafði skrifað svo mikið undanfarin tvö ár og vildi deila því öllu með ykkur, svo hér er seinni hlutinn af TTPD: THe Anthology. 15 aukalög,“ skrifaði söngkonan í óvæntri færslu á Instagram. „Núna er þetta ekki lengur mín saga, heldur ykkar.“ View this post on Instagram A post shared by Taylor Swift (@taylorswift) Gagnrýnendur vestanhafs hafa keppst við að birta umfjallanir um plötuna í morgun. Í umfjöllun bandaríska slúðurmiðilsins PageSix kemur fram að það sé óumdeilanlegt að stærsti innblástur söngkonunnar hafi verið fyrrverandi kærasti hennar leikarinn Joe Alwyn. Þau voru saman í sex ár og segir í umfjöllun miðilsins að söngkonan greini hispurslaust frá því í lögum sínum að hann hafi reynt sitt besta til að halda sköpunargáfu hennar niðri. Parið hætti saman í fyrra og segir í umfjöllun miðilsins að langt sé síðan Swift hafi gefið út plötu í þessum stíl. Einsog fram hefur komið hefur frægðarsól söngkonunnar aldrei skinið skærar. Í fyrra var greint frá því að hún hefði hagnast gífurlega af nýjasta tónleikaferðalagi sínu Eras og að hún væri orðin milljarðamæringur. Þá var hún valin manneskja ársins af tímaritinu TIME. Tímaritið líkti henni við tilefnið við veðrið. Hún hafi hreinlega verið alls staðar.
Tónlist Hollywood Bandaríkin Mest lesið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Tíska og hönnun Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Tónlist Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Menning Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fleiri fréttir Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira