Lífið

Margrét Ýr og Reynir nýtt par

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Reynir og Margrét eru án efa eitt glæsilegasta par landsins.
Reynir og Margrét eru án efa eitt glæsilegasta par landsins.

Reynir Finndal Grétarsson, fjárfestir og stofnandi Creditinfo, og Margrét Ýr Ingimarsdóttir kennari og eigandi Hugmyndabankans eru eitt nýjasta par landsins.

Parið hefur verið að hittast síðan í lok síðasta árs og farið í fjölda ferðalaga erlendis saman. DV greinir frá. 

Samkvæmt heimildum DV eyða Margrét og Reynir mörgum stundum saman í glæsihúsi Margrétar við Hofslund í Garðabæ. Húsið var sett á sölu í fyrra eftir að leiðir Margrétar og Ómars R. Valdi­mars­sonar lögmanns skildur eftir sautján ár asamband, en er nú alfarið í eigu Margrétar. 

Margrét og Ómar festu kaup á eigninni árið 2011 og létu taka það alfarið í gegn með aðstoð  innanhúsarkitetksins Berglindar Berndsen.

Reynir er einn ríkasti maður landsins og meðal annars í hópi tuttugu stærstu hluthafa Icelandair Group.

Margrét Ýr heldur uppi miðlinum Hugmyndabankinn þar sem finna má hugmyndir að föndri og leikjum fyrir börn á öllum aldri. 


Fleiri fréttir

Sjá meira


×