Ætlaði að halda tónleika fyrir synina, seldi svo upp sex í viðbót Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 6. apríl 2024 13:53 Sjö tónleikar eru nú uppseldir og hann stefnir á að halda fleiri. Vísir/Samsett Árni Páll Árnason sem er þjóðinni betur kunnugur undir nafninu Herra Hnetusmjör hefur selt upp sjö fjölskyldutónleika og stefnir á að skipuleggja fleiri. Hann segist ætla að setja tónleika á sölu þangað til miðakaup þrjóta. Árni segist upphaflega hafa viljað halda tónleika fyrir syni sína tvo en að sú áætlun hafi verið sett úr skorðum af þeirri gríðarlegu eftirspurn sem kom í ljós. „Ég ákvað í rauninni að halda tónleika bara fyrir strákana mína. Ég fékk salinn og set upp tónleika. Svo er það náttúrlega algjörlega farið úr böndunum,“ segir hann í samtali við fréttastofu. Upphaflega átti að halda tvo tónleika helgina fjórða og fimmta maí. Miðarnir ruku hins vegar út á mettíma, þannig Árni ákvað að bæta við þremur tónleikum sömu helgi. Þeir seldust upp á hálftíma. Eftirspurnin var hins vegar augljóslega ekki þrotin. Honum barst fjöldinn allur skilaboða frá vonsviknum foreldrum. Idolið og Ice Guys „Svo bætti ég við öðrum og það seldist upp á einhverjum hálftíma líka. Svo bætti ég við öðrum og það seldist upp á tíu klukkutímum. Þannig nú eru sjö uppseldir,“ segir hann.“ Ýmislegt spili inn í þessar gríðarlegu vinsældir hans á meðal ungu kynslóðarinnar að hans mati. „Þetta er Idolið klárlega og Ice Guys. Svo áramótalagið líka. Svo er maður búinn að vera áberandi lengi og þá aðallega hjá unga fólkinu. Svo er lið á mínum aldri farið að eignast börn og komin með tveggja, fjögurra ára krakka,“ segir hann. Allir komast að sem vilja Hann segist vera í óðaönn við að útvega rappþyrstu æsku þjóðarinnar fleiri tónleikum en búið er að fylla dagskrána í Salnum í Kópavogi þessa helgi, fjórða og fimmta maí. Hann bætir við að allir komist að sem vilja og að hann muni halda áfram að halda tónleika þangað til fólk hættir að kaupa miða. „Það er öðruvísi þegar maður er að halda fullorðinsgigg. Þá er bara nett að það sé uppselt og komast færri að en vilja, það er bara gott. En ekki svona, maður vill ekki að það sé einhver í skólanum sem hefði viljað fara og allir vinirnir fóru. Þannig ég ætla bara að setja fleiri tónleika í sölu þangað til að fólk hættir að kaupa miða.“ Tónlist Tónleikar á Íslandi Kópavogur Mest lesið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Fleiri fréttir Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Sjá meira
Árni segist upphaflega hafa viljað halda tónleika fyrir syni sína tvo en að sú áætlun hafi verið sett úr skorðum af þeirri gríðarlegu eftirspurn sem kom í ljós. „Ég ákvað í rauninni að halda tónleika bara fyrir strákana mína. Ég fékk salinn og set upp tónleika. Svo er það náttúrlega algjörlega farið úr böndunum,“ segir hann í samtali við fréttastofu. Upphaflega átti að halda tvo tónleika helgina fjórða og fimmta maí. Miðarnir ruku hins vegar út á mettíma, þannig Árni ákvað að bæta við þremur tónleikum sömu helgi. Þeir seldust upp á hálftíma. Eftirspurnin var hins vegar augljóslega ekki þrotin. Honum barst fjöldinn allur skilaboða frá vonsviknum foreldrum. Idolið og Ice Guys „Svo bætti ég við öðrum og það seldist upp á einhverjum hálftíma líka. Svo bætti ég við öðrum og það seldist upp á tíu klukkutímum. Þannig nú eru sjö uppseldir,“ segir hann.“ Ýmislegt spili inn í þessar gríðarlegu vinsældir hans á meðal ungu kynslóðarinnar að hans mati. „Þetta er Idolið klárlega og Ice Guys. Svo áramótalagið líka. Svo er maður búinn að vera áberandi lengi og þá aðallega hjá unga fólkinu. Svo er lið á mínum aldri farið að eignast börn og komin með tveggja, fjögurra ára krakka,“ segir hann. Allir komast að sem vilja Hann segist vera í óðaönn við að útvega rappþyrstu æsku þjóðarinnar fleiri tónleikum en búið er að fylla dagskrána í Salnum í Kópavogi þessa helgi, fjórða og fimmta maí. Hann bætir við að allir komist að sem vilja og að hann muni halda áfram að halda tónleika þangað til fólk hættir að kaupa miða. „Það er öðruvísi þegar maður er að halda fullorðinsgigg. Þá er bara nett að það sé uppselt og komast færri að en vilja, það er bara gott. En ekki svona, maður vill ekki að það sé einhver í skólanum sem hefði viljað fara og allir vinirnir fóru. Þannig ég ætla bara að setja fleiri tónleika í sölu þangað til að fólk hættir að kaupa miða.“
Tónlist Tónleikar á Íslandi Kópavogur Mest lesið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Fleiri fréttir Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Sjá meira