Innlent

Stúdent slapp með skrekkinn

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Stúdentaíbúðirnar við Eggertsgötu eru hægra megin á myndinni, austan Suðurgötu. Slökkvliðið á höfuðborgarsvæðinu er með aðsetur sitt fyrir miðri mynd efst á myndinni, í Skógarhlíð.
Stúdentaíbúðirnar við Eggertsgötu eru hægra megin á myndinni, austan Suðurgötu. Slökkvliðið á höfuðborgarsvæðinu er með aðsetur sitt fyrir miðri mynd efst á myndinni, í Skógarhlíð.

Tilkynnt var um reyk úr stúdentaíbúð við Eggertsgötu á sjötta tímanum í dag og rauk slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu af stað. Betur fór en á horfðist.

Leiðin frá Skógarhlíð að Eggertsgötu er ekki löng og var fyrsti bíll fljótur á vettvang. Tilkynning hafði hljóðað upp á reyk úr íbúð og reykskynjari á fullu.

Varðstjóri hjá slökkviliðinu segir að aðrir bílar hafi fljótlega verið kallaðir aftur heim í hús þar sem hætta reyndist mun minni en talið var í fyrstu. Líklega hafi verið um að ræða pott sem hafi gleymst á eldavél.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×