Tónlist

Víkingur Heiðar á smá­skrif­borðs­tón­leikum

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Víkingur Heiðar Ólafsson er vinsæll víða um heim.
Víkingur Heiðar Ólafsson er vinsæll víða um heim. Owen Fiene

Píanóleikarinn Víkingur Heiðar Ólafsson er nýjasti gestur Tiny Desk Concert tónleikaþáttaraðarinnar, þar sem hann spilar ekki á stóran flygil fyrir fullri tónleikahöll, heldur á lítið píanó bak við lítið skrifborð.

Fjöldi þekktra tónlistarmanna hefur í gegnum tíðina komið fram bak við skrifborðið smáa, en þáttaröðin er á vegum NPR fjölmiðlaveitunnar. Meðal þeirra sem spilað hafa í þáttaröðinni eru Post Malone, Sam Smith, Young Thug og Adele. 

Í lýsingu á þættinum er Víkingi lýst sem hæfileikaríkum útsetjara og farið yfir feril hans og verkefni, en Víkingur er nú á tónleikaferðalagi um heiminn og spilar Goldberg-tilbrigðin eftir Bach fyrir fullum tónleikahöllum víða um heim. Næstu tónleikar hans eru 19. apríl í Zürich í Sviss. Samkvæmt vefsíðu Deutsche Grammophon er Víkingur með bókaða tónleika fram í mars á næsta ári.

Hér að neðan má sjá smáskrifborðstónleikana.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×