Listamaðurinn á bak við Áfanga í Viðey látinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. mars 2024 11:37 Einn stuðlabergsdranginn í Viðey. Reykjavík í bakgrunni. Listasafn Reykjavíkur Bandaríski listamaðurinn Richard Serra er látinn 85 ára gamall. Hann var þekktastur fyrir listaverk sín úr stáli sem finna má um heima allan meðal annars í Viðey. Banamein Serra var lungnabólga en hann lést á heimili sínu á Long Island í New York í gær. Lögmaður Serra staðfesti andlátið við New York Times. Listaverk Serra voru reist um heim allan. Þau mátti finna í listasöfnum í París og eyðimörk í Katar þar sem fjórar risastórar stálplötur, hver fyrir sig fjórtán metra há, eru með 250 metra millibili. Fjórtán metra háu stálplöturnar í eyðimörkinni í Katar. Getty/Masashi Hara Þá má finna listaverkið Áfanga í Viðey eftir Serra en verkið samanstendur af átján stuðlabergsdröngum sem standa tveir og tveir saman og mynda hring um eyjuna. Annar dranginn í hverju pari er þrír metrar á lengd og staðsettur í tíu metra hæð en hinn er fjórir metrar og staðsettur í níu metra hæð. Toppar dranganna eru því allir jafnir, 13 metrum yfir sjávarmáli. Mislangt er á milli dranganna en bilið ákvarðast af landhallanum. Verkið vísar þannig í legu landsins. Richard Serra fæddist í San Francisco árið 1938. Faðir hans var spænskur en móðir hans rússnesk. Serra ólst upp við að fylgjast með föður sínum við vinnu í skipasmíðastöðvum. Richard Serra við stálskúlptúr fyrir utan Nýlistasafnið í New York í apríl 2007.David Corio/Redferns Hann er einn virtasti myndlistarmaður samtímans. Mörg leiðandi söfn hafa haldið einkasýningar á verkum hans, meðal annars Metropolitan Museum í New York árið 2010 og MoMA, sem heiðraði hann með tveimur yfirlitssýningum, árin 1986 og 2007. Verk hans voru tvisvar sýnd á Feneyjatvíæringinum og fjórum sinnum á Documenta sýningunni í Kassell, Þýskalandi. Og þannig má lengi telja enda hefur Serra verið lýst sem risa í myndlist samtímans. Myndlist Viðey Andlát Bandaríkin Mest lesið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Lífið Bakslag í veikindi Valgeirs Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Tónlist Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Lífið Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Lífið Glæsileg í Cannes í sérsaumaðri íslenskri hönnun Tíska og hönnun Birta Sólveig fer með hlutverk Línu Langsokks Menning Fleiri fréttir Birta Sólveig fer með hlutverk Línu Langsokks Emilíana og Víkingur Heiðar meðal tólf tilnefndu Listrænn stjórnandi Bolshoj-ballettsins til margra áratuga látinn Ungfrú Ísland með flestar tilnefningar Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Banamein Serra var lungnabólga en hann lést á heimili sínu á Long Island í New York í gær. Lögmaður Serra staðfesti andlátið við New York Times. Listaverk Serra voru reist um heim allan. Þau mátti finna í listasöfnum í París og eyðimörk í Katar þar sem fjórar risastórar stálplötur, hver fyrir sig fjórtán metra há, eru með 250 metra millibili. Fjórtán metra háu stálplöturnar í eyðimörkinni í Katar. Getty/Masashi Hara Þá má finna listaverkið Áfanga í Viðey eftir Serra en verkið samanstendur af átján stuðlabergsdröngum sem standa tveir og tveir saman og mynda hring um eyjuna. Annar dranginn í hverju pari er þrír metrar á lengd og staðsettur í tíu metra hæð en hinn er fjórir metrar og staðsettur í níu metra hæð. Toppar dranganna eru því allir jafnir, 13 metrum yfir sjávarmáli. Mislangt er á milli dranganna en bilið ákvarðast af landhallanum. Verkið vísar þannig í legu landsins. Richard Serra fæddist í San Francisco árið 1938. Faðir hans var spænskur en móðir hans rússnesk. Serra ólst upp við að fylgjast með föður sínum við vinnu í skipasmíðastöðvum. Richard Serra við stálskúlptúr fyrir utan Nýlistasafnið í New York í apríl 2007.David Corio/Redferns Hann er einn virtasti myndlistarmaður samtímans. Mörg leiðandi söfn hafa haldið einkasýningar á verkum hans, meðal annars Metropolitan Museum í New York árið 2010 og MoMA, sem heiðraði hann með tveimur yfirlitssýningum, árin 1986 og 2007. Verk hans voru tvisvar sýnd á Feneyjatvíæringinum og fjórum sinnum á Documenta sýningunni í Kassell, Þýskalandi. Og þannig má lengi telja enda hefur Serra verið lýst sem risa í myndlist samtímans.
Myndlist Viðey Andlát Bandaríkin Mest lesið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Lífið Bakslag í veikindi Valgeirs Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Tónlist Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Lífið Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Lífið Glæsileg í Cannes í sérsaumaðri íslenskri hönnun Tíska og hönnun Birta Sólveig fer með hlutverk Línu Langsokks Menning Fleiri fréttir Birta Sólveig fer með hlutverk Línu Langsokks Emilíana og Víkingur Heiðar meðal tólf tilnefndu Listrænn stjórnandi Bolshoj-ballettsins til margra áratuga látinn Ungfrú Ísland með flestar tilnefningar Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira