Lífið

Prinsinn og prinsessan „djúpt snortin“ af stuðningnum

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Skilaboðin eru líklega þau síðustu frá höllinni í bili.
Skilaboðin eru líklega þau síðustu frá höllinni í bili. AP/Chris Jackson

Vilhjálmur og Katrín, prinsinn og Prinsessan af Wales, segjast djúpt snortinn af fallegu skilaboðunum sem þeim hafa borist frá því að þau tilkynntu um krabbameinsgreiningu Katrínar.

Í tilkynningu frá í dag segjast krúnprinshjúin vera þakklát fyrir hvað almenningur hefur mikinn skilning á óskum þeirra um næði.

Katrín Middleton, prinsessa af Wales, greindi frá því í gær að við aðgerð sem hún gekkst undir í janúar hafi komið í ljós að hún væri með krabbamein. Hún er í viðeigandi meðferð.

Talsmaður Kensingtonhallar segir við BBC að bæði prinsinn og prinsessan séu djúpt snortin af hugljúfu skilaboðunum sem þeim hafa borist frá fólki á Bretlandi, um allt samveldið og um allan heim.

„Hlýja og stuðningur almennings hreyfði við þeim og þau eru þakklát fyrir skilning þess á óskum þeirra um næði,“ segir talsmaður hallarinnar.

Samkvæmt BBC eru þessi skilaboð líklega þau sem almenningur fær frá þeim hjónum í bili. 


Tengdar fréttir

Karl og Harry tjá sig um veikindi Katrínar

Karl III Bretakonungur og Harry prins eru meðal þeirra sem hafa tjáð sig í kjölfar þess að Katrín prinsessa af Wales greindi frá því að hún hefði greinst með krabbamein og hafið fyrirbyggjandi lyfjameðferð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×