Pallborðið um Katrínu Middleton: Yfirhylmingin alltaf verri en glæpurinn Oddur Ævar Gunnarsson og Hólmfríður Gísladóttir skrifa 14. mars 2024 15:01 Breskir miðlar vita líklega allt um málið ef marka má Önnu Þórisdóttur. Ming Yeung/Getty Images) Sannleikurinn að baki veikindum Katrínar Middleton, prinsessu af Wales, er að öllum líkindum töluvert skárri en yfirhylmingin sem gripið hefur verið til vegna veikindanna. Þetta er meðal þess sem fram kom í Pallborðinu á Vísi þar sem málið var rætt. „Uppskriftin af krísum er að ætla að þegja. Þú getur þetta ekki árið 2024. Það er ekki í boði,“ segir Anna Lilja Þórisdóttir, blaðamaður og royalisti. Hún, Einar Bárðarson plöggari og plokkari og Stefanía Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri þingflokks Viðreisnar og fyrrverandi forsetaframboðsstýra eru öll hissa á leyndarhjúpnum sem hefur umlukið mál Katrínar. Fjarvera prinsessunnar af opinberum vettvangi undanfarna mánuði hefur vakið heimsathygli. Hún fór í aðgerð á kviði í janúar og var gefið út að hún myndi ekki snúa aftur til opinberra starfa fyrr en eftir páska. Samsæriskenningar á samfélagsmiðlum fóru á flug eftir að prinsessan birti mynd af sér með börnunum sínum sem var gríðarlega mikið breytt. Fjölskyldan hafi lítið lært af fyrri krísum Anna Lilja bendir á að prinsessan hafi ekki sést opinberlega fyrr en á jóladag í fyrra. Lítið sem ekkert hafi verið gefið upp annað en að hún myndi snúa aftur til starfa eftir páska. „Það er nú einu sinni þannig að þegar fólk fær litlar upplýsingar, þá býr það til sínar eigin kenningar. Það hefur ekki verið skortur á þeim, vangaveltum og kenningum um hvað hrjáir Katrínu,“ segir Anna Lilja. Hún segir myndbirtinguna svo sýna fram á að breska konungsfjölskyldan hafi lítið lært af fyrri krísum. „Stóru fréttaveiturnar taka myndina úr umferð í kjölfarið, sem gerist ekki oft. Þetta vekur margar spurningar. Það sem stendur eftir er að konungsfjölskyldan breska virðist lítið læra af fyrrum krísum sem hafa yfirleitt orðið vegna þess að þau hafa haldið að þau kæmust upp með að veita ekkert upplýsingar.“ Mynd sem augljóslega hafi verið breytt í tölvu Einar segir athyglisverðast við myndbirtingu Katrínar vera hve mikið myndin sé breytt. Hann segir ekkert óeðlilegt við það þegar fólk breyti myndum lítillega. Minnki á sér undirhökuna, eigi við kollvikin. „En það sem er búið að eiga við þessa mynd er ekki það. Það eru svona hlutir sem eru mjög skrítnir,“ segir Einar og nefnir að engir amatörar hafi breytt myndunum. Stóra spurningin sé hvers vegna þetta sé gert og það réttlæti vangaveltur. View this post on Instagram A post shared by The Prince and Princess of Wales (@princeandprincessofwales) Stefanía segir myndina vera eins og hún sé samsett úr nokkrum myndum. Hún veki upp margar spurningar og segir Stefanía ljóst að myndinni sé klárlega breytt í tölvu. „Það vekur skrítnar spurningaar. Af hverju er verið að þessu? Allur eftirleikurinn, af hverju segið þið ekki bara hvað er?“ spyr Stefanía. Fjölskyldan hafi auk þess neitað að gefa út upprunalega og óbreytta mynd. Anna Lilja segir það hafa áhrif á trúverðugleika fjölskyldunnar. „Mynd er heimild um eitthvað sem gerðist. Þegar mynd er breytt með þessum hætti, sem virðist vera á svona margvíslegan hátt, þá setur það bara þeirra trúverðugleika, allar myndir, allt sem frá þeim hefur komið, allt sem þau segjast vera, þá setur það það í annað samhengi. Eigum við að trúa einhverju sem þetta fólk segir?“ Breska pressan viti hvað sé um að vera Þá hefur það vakið mikla athygli að í upphafi hafi breska pressan staðið hjá á meðan sú bandaríska hafi flutt fregnir af málinu og meðal annars birt myndir af Katrínu sem tekin var af papparössum. Anna Lilja segir það segja heilmikið. Ekki einu sinni soralegasta breska pressan hafi fjallað um málið. „Það segir okkur heilmikið. Að breska pressan, BBC, Guardian og þessir miðlar vita hver er ástæðan fyrir fjarveru Katrínar. Eru með þessa upplýsingar en hafa gert einhvern samning um að segja ekki frá því fyrr en hirðin ákveður hvenær rétti tíminn sé.“ Kóngafólk Bretland Pallborðið Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman Lífið Fleiri fréttir Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Sjá meira
„Uppskriftin af krísum er að ætla að þegja. Þú getur þetta ekki árið 2024. Það er ekki í boði,“ segir Anna Lilja Þórisdóttir, blaðamaður og royalisti. Hún, Einar Bárðarson plöggari og plokkari og Stefanía Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri þingflokks Viðreisnar og fyrrverandi forsetaframboðsstýra eru öll hissa á leyndarhjúpnum sem hefur umlukið mál Katrínar. Fjarvera prinsessunnar af opinberum vettvangi undanfarna mánuði hefur vakið heimsathygli. Hún fór í aðgerð á kviði í janúar og var gefið út að hún myndi ekki snúa aftur til opinberra starfa fyrr en eftir páska. Samsæriskenningar á samfélagsmiðlum fóru á flug eftir að prinsessan birti mynd af sér með börnunum sínum sem var gríðarlega mikið breytt. Fjölskyldan hafi lítið lært af fyrri krísum Anna Lilja bendir á að prinsessan hafi ekki sést opinberlega fyrr en á jóladag í fyrra. Lítið sem ekkert hafi verið gefið upp annað en að hún myndi snúa aftur til starfa eftir páska. „Það er nú einu sinni þannig að þegar fólk fær litlar upplýsingar, þá býr það til sínar eigin kenningar. Það hefur ekki verið skortur á þeim, vangaveltum og kenningum um hvað hrjáir Katrínu,“ segir Anna Lilja. Hún segir myndbirtinguna svo sýna fram á að breska konungsfjölskyldan hafi lítið lært af fyrri krísum. „Stóru fréttaveiturnar taka myndina úr umferð í kjölfarið, sem gerist ekki oft. Þetta vekur margar spurningar. Það sem stendur eftir er að konungsfjölskyldan breska virðist lítið læra af fyrrum krísum sem hafa yfirleitt orðið vegna þess að þau hafa haldið að þau kæmust upp með að veita ekkert upplýsingar.“ Mynd sem augljóslega hafi verið breytt í tölvu Einar segir athyglisverðast við myndbirtingu Katrínar vera hve mikið myndin sé breytt. Hann segir ekkert óeðlilegt við það þegar fólk breyti myndum lítillega. Minnki á sér undirhökuna, eigi við kollvikin. „En það sem er búið að eiga við þessa mynd er ekki það. Það eru svona hlutir sem eru mjög skrítnir,“ segir Einar og nefnir að engir amatörar hafi breytt myndunum. Stóra spurningin sé hvers vegna þetta sé gert og það réttlæti vangaveltur. View this post on Instagram A post shared by The Prince and Princess of Wales (@princeandprincessofwales) Stefanía segir myndina vera eins og hún sé samsett úr nokkrum myndum. Hún veki upp margar spurningar og segir Stefanía ljóst að myndinni sé klárlega breytt í tölvu. „Það vekur skrítnar spurningaar. Af hverju er verið að þessu? Allur eftirleikurinn, af hverju segið þið ekki bara hvað er?“ spyr Stefanía. Fjölskyldan hafi auk þess neitað að gefa út upprunalega og óbreytta mynd. Anna Lilja segir það hafa áhrif á trúverðugleika fjölskyldunnar. „Mynd er heimild um eitthvað sem gerðist. Þegar mynd er breytt með þessum hætti, sem virðist vera á svona margvíslegan hátt, þá setur það bara þeirra trúverðugleika, allar myndir, allt sem frá þeim hefur komið, allt sem þau segjast vera, þá setur það það í annað samhengi. Eigum við að trúa einhverju sem þetta fólk segir?“ Breska pressan viti hvað sé um að vera Þá hefur það vakið mikla athygli að í upphafi hafi breska pressan staðið hjá á meðan sú bandaríska hafi flutt fregnir af málinu og meðal annars birt myndir af Katrínu sem tekin var af papparössum. Anna Lilja segir það segja heilmikið. Ekki einu sinni soralegasta breska pressan hafi fjallað um málið. „Það segir okkur heilmikið. Að breska pressan, BBC, Guardian og þessir miðlar vita hver er ástæðan fyrir fjarveru Katrínar. Eru með þessa upplýsingar en hafa gert einhvern samning um að segja ekki frá því fyrr en hirðin ákveður hvenær rétti tíminn sé.“
Kóngafólk Bretland Pallborðið Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman Lífið Fleiri fréttir Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Sjá meira