Lífið

Sindri smakkaði engi­sprettu en sagði nei við ormum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sindri var nokkuð hrifinn af engisprettunni.
Sindri var nokkuð hrifinn af engisprettunni.

Food & Fun fór fram um helgina og kláraðist á sunnudagskvöldið. Hátíðin hefur aldrei verið stærri og sífellt fleiri Íslendingar vilja prófa öðruvísi mat eins og sést á áhuganum.

Sindri Sindrason skellti sér á Tres Locos í Íslandi í dag í gær en hátíðin var að þessu sinni haldin í 21.sinn og tóku tuttugu staðir þátt.

„Við erum með mexíkóskan stað og við vorum því með mexíkóskan gestakokk sem er með sinn eigin stað í Brooklyn í New York. Kokkurinn setur saman seðil ásamt okkar kokkateymi og er hann svona framandi og skemmtilegur og bara food & fun,“ segir Alexander Skjóldal eigandi Tres Locos.

Hugo Orozco er umræddur kokkur sem var á Tres Locos um helgina. Hann matreiddi mexíkóskan mat úr íslensku hráefni og meðal annars úr íslenska lambinu. Sindri Sindrason fékk að smakka engisprettur hjá Hugo en hafnaði því að prófa orma. Hér að neðan má sjá brot úr innslagi gærkvöldsins en hægt er að sjá það í heild sinni á Stöð 2+ eða í frelsiskerfi Stöðvar 2.

Klippa: Sindri smakkaði engisprettu en sagði nei við ormum





Fleiri fréttir

Sjá meira


×