Enn algjör óvissa um hvort Hera stígi á svið í Malmö Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 7. mars 2024 09:56 Hera Björk fór af sigur með hólmi í Söngvakeppninni í ár. Öll önnur ár hefði hún sjálfkrafa farið í Eurovision en árið í ár er öðruvísi. Vísir/Hulda Margrét Ríkisútvarpið hefur það enn til skoðunar hvort Ísland taki þátt í Eurovision söngvakeppninni í ár. Frestur til þess að skila inn gögnum og þar með skráningu í keppnina rennur út eftir fjóra daga, þann 11. mars. Þetta kemur fram í svari Rúnars Freys Gíslasonar, framkvæmdastjóra Söngvakeppninnar við skriflegri fyrirspurn Vísis. Forsvarsmenn Ríkisútvarpsins ákváðu í janúar að ekki yrði tekin ákvörðun um þátttöku Íslands í Eurovision í Svíþjóð fyrr en að lokinni Söngvakeppninni. Þá yrði haft samráð við sigurvegarann og svo tekin ákvörðun um þátttöku Íslands. Mikill þrýstingur var á forsvarsmenn þess að ákveða að landið úr keppni yrði Ísrael með vegna átaka á Gasa. Þar á meðal var Ríkisútvarpinu afhentur undirskriftarlisti 550 íslenskra tónlistarmanna þar sem farið var fram á að Ísland drægi sig úr keppni ef Ísrael yrði með. Engin svör um einhug í hópnum Söngkonan Hera Björk fór með sigur af hólmi í Söngvakeppninni eftir nauman sigur í einvíginu síðustu helgi gegn Bashar Murad. Hún hefur ítrekað lýst því yfir að hún vilji keppa í Eurovision sem fram fer í Malmö í Svíþjóð í maí. „Út vil ek & tek sko Úllu frænku með mér,“ sagði Hera í viðtölum fyrir keppni. Vísir sendi Rúnari Frey fyrirspurn um það hvort tekin hafi verið ákvörðun um það hvort íslenski hópurinn fari út til Malmö og þá hvort einhugur væri um það í hópnum sem kemur að atriðinu hjá Heru. „Skilafrestur til að skila inn gögnum til EBU er til 11. mars. Við erum ennþá að skoða málið,“ segir Rúnar í svari sínu til Vísis og á þar við skráningu Íslands í Eurovision. Ríkisútvarpið var harðlega gagnrýnt í janúar eftir að tilkynnt var að ekki yrði tekin ákvörðun um þátttöku í Eurovision fyrr en að höfðu samráði við sigurvegara Söngvakeppninnar. Stjórnarformaður í Ríkisútvarpinu sagði stjórnendur hafa varpað allri ábyrgð yfir á listafólkið. Þá létu álitsgjafar Ríkisútvarpið heyra það og sögðu einhverjir þeirra „galið“ að leggja ákvörðunina á sigurvegarann. Eurovision Tengdar fréttir RÚV í úlfakreppu vegna þátttöku í Eurovision Bragi Valdimar Skúlason, formaður Félags tónskálda og textahöfunda, spyr hvað verði þegar tónlistarmenn fari að týnast úr Eurovison-verkefninu einn af öðrum? 14. desember 2023 11:40 Stjórnarmaður segir ábyrgðinni varpað yfir á listafólkið án aðkomu stjórnar Stjórnarmaður í Ríkisútvarpinu segir að stjórnendur stofnunarinnar hafi varpað allri ábyrgð á þátttöku Íslendinga í Eurovision yfir á listafólkið sem tekur þátt í Söngvakeppninni. Það hafi verið gert alfarið á aðkomu stjórnar hlutafélagsins opinbera. 23. janúar 2024 22:00 Mest lesið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Stjórinn mótmælir ICE með lagi um Minneapolis Tónlist Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið „Ég er óléttur“ Lífið Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Þetta kemur fram í svari Rúnars Freys Gíslasonar, framkvæmdastjóra Söngvakeppninnar við skriflegri fyrirspurn Vísis. Forsvarsmenn Ríkisútvarpsins ákváðu í janúar að ekki yrði tekin ákvörðun um þátttöku Íslands í Eurovision í Svíþjóð fyrr en að lokinni Söngvakeppninni. Þá yrði haft samráð við sigurvegarann og svo tekin ákvörðun um þátttöku Íslands. Mikill þrýstingur var á forsvarsmenn þess að ákveða að landið úr keppni yrði Ísrael með vegna átaka á Gasa. Þar á meðal var Ríkisútvarpinu afhentur undirskriftarlisti 550 íslenskra tónlistarmanna þar sem farið var fram á að Ísland drægi sig úr keppni ef Ísrael yrði með. Engin svör um einhug í hópnum Söngkonan Hera Björk fór með sigur af hólmi í Söngvakeppninni eftir nauman sigur í einvíginu síðustu helgi gegn Bashar Murad. Hún hefur ítrekað lýst því yfir að hún vilji keppa í Eurovision sem fram fer í Malmö í Svíþjóð í maí. „Út vil ek & tek sko Úllu frænku með mér,“ sagði Hera í viðtölum fyrir keppni. Vísir sendi Rúnari Frey fyrirspurn um það hvort tekin hafi verið ákvörðun um það hvort íslenski hópurinn fari út til Malmö og þá hvort einhugur væri um það í hópnum sem kemur að atriðinu hjá Heru. „Skilafrestur til að skila inn gögnum til EBU er til 11. mars. Við erum ennþá að skoða málið,“ segir Rúnar í svari sínu til Vísis og á þar við skráningu Íslands í Eurovision. Ríkisútvarpið var harðlega gagnrýnt í janúar eftir að tilkynnt var að ekki yrði tekin ákvörðun um þátttöku í Eurovision fyrr en að höfðu samráði við sigurvegara Söngvakeppninnar. Stjórnarformaður í Ríkisútvarpinu sagði stjórnendur hafa varpað allri ábyrgð yfir á listafólkið. Þá létu álitsgjafar Ríkisútvarpið heyra það og sögðu einhverjir þeirra „galið“ að leggja ákvörðunina á sigurvegarann.
Eurovision Tengdar fréttir RÚV í úlfakreppu vegna þátttöku í Eurovision Bragi Valdimar Skúlason, formaður Félags tónskálda og textahöfunda, spyr hvað verði þegar tónlistarmenn fari að týnast úr Eurovison-verkefninu einn af öðrum? 14. desember 2023 11:40 Stjórnarmaður segir ábyrgðinni varpað yfir á listafólkið án aðkomu stjórnar Stjórnarmaður í Ríkisútvarpinu segir að stjórnendur stofnunarinnar hafi varpað allri ábyrgð á þátttöku Íslendinga í Eurovision yfir á listafólkið sem tekur þátt í Söngvakeppninni. Það hafi verið gert alfarið á aðkomu stjórnar hlutafélagsins opinbera. 23. janúar 2024 22:00 Mest lesið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Stjórinn mótmælir ICE með lagi um Minneapolis Tónlist Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið „Ég er óléttur“ Lífið Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
RÚV í úlfakreppu vegna þátttöku í Eurovision Bragi Valdimar Skúlason, formaður Félags tónskálda og textahöfunda, spyr hvað verði þegar tónlistarmenn fari að týnast úr Eurovison-verkefninu einn af öðrum? 14. desember 2023 11:40
Stjórnarmaður segir ábyrgðinni varpað yfir á listafólkið án aðkomu stjórnar Stjórnarmaður í Ríkisútvarpinu segir að stjórnendur stofnunarinnar hafi varpað allri ábyrgð á þátttöku Íslendinga í Eurovision yfir á listafólkið sem tekur þátt í Söngvakeppninni. Það hafi verið gert alfarið á aðkomu stjórnar hlutafélagsins opinbera. 23. janúar 2024 22:00
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“