Ryðja allan Landsrétt í máli fyrrverandi dómsmálaráðherra Jón Þór Stefánsson skrifar 5. mars 2024 22:28 Sólveig Pétursdóttir var dóms- og kirkjumálaráðherra á árunum 1999 til 2003 og forseti Alþingis á árunum 2005 til 2007. Vísir/Vilhelm Allir dómarar Landsréttar þurfa að víkja þegar dómstóllinn tekur fyrir mál sem félagið Lyfjablóm höfðar gegn Þórði Má Jóhannessyni og Sólveigu Guðrúnu Pétursdóttur, sem var dóms- og kirkjumálaráðherra í kringum síðustu aldamót og síðar forseti Alþingis. Héraðsdómur sýknaði þau Þórð og Guðrúnu af 2,3 milljarða króna skaðabótakröfum Lyfjablóms sumarið í hitteðfyrra. Lyfjablóm hefur áfrýjað dómnum til Landsréttar. Lyfjablóm ehf. hét áður Björn Hallgrímsson ehf. Eigendur Lyfjablóms voru börn Björns Hallgrímssonar og var sonur hans Kristinn í fyrirsvari fyrir félagið. Sólveig er ekkja Kristins og situr í óskiptu búi eftir andlát hans árið 2015. Félagið Gnúpur er miðlægt í málinu, en um er að ræða fjárfestingafélag sem var áberandi árin fyrir hrun. Þórður Már gegndi stöðu forstjóra félagsins, en Lyfjablóm átti tæplega helmingshlut í því. Aðalsteinn E. Jónasson, dómari við Landsrétt, starfaði fyrir Gnúp. Hann var framkvæmdastjóri lögfræðisviðs félagsins. Á meðal gagna málsins er skýrsla sem Aðalsteinn gaf fyrir héraðsdómi árið 2022, en þá var hann orðinn dómari við Landsrétt. Í úrskurði Landsréttar segir að ekki sé hægt að útiloka að þeir dómarar sem myndu dæma í málinu gætu staðið frammi fyrir því að vega og meta trúverðugleika samdómara síns Aðalsteins. Þar af leiðandi séu komnar upp réttmætar ástæður til að draga í efa óhlutdrægni dómaranna, og því skuli allir dómarar Landsréttar víkja í málinu. Ásakanir um blekkingar í milljarða viðskiptum Forsvarsmenn Lyfjablóms vilja meina að Þórður Már hafi beitt skipulegum og alvarlegum blekkingum gagnvart Lyfjablómi vegna fjárfestinga þess í Gnúpi og dótturfélögum þess. Til að mynda hafi Lyfjablóm verið blekkt árið 2006 til að kaupa helmingshlut í öðru félagi, sem hafi í raun verið verðlaust og eignalaust, fyrir 800 milljónir króna. Jafnframt vill Lyfjablóm meina að röngum og villandi upplýsingum hafi verið haldið að hluthöfum á hluthafafundi Gnúps árið 2007 sem varð til þess að Lyfjablóm lagði fram 1,5 milljarða króna. Skömmu fyrir síðarnefndu viðskiptin fóru fram val haldinn hluthafafundur þar sem áðurnefndur Aðalsteinn E. Jónsson stýrði og átti stóran þátt í að undirbúa. Mál Lyfjablóms, Þórðar og Sólveigar hefur um árabil verið á milli tannanna á dómstólum landsins, en Lyfjablóm höfðaði fyrst mál gegn þeim fyrir sex árum síðan. Líkt og áður segir voru Þórður og Sólveig sýknuð í héraði árið 2022. Dómurinn komst þá að þeirri niðurstöðu að engri saknæmri háttsemi væri að dreifa varðandi fyrri kröfuna, þá sem varðar 800 milljónir króna. Og að ósannað væri að Þórður og Sólveig bæru skaðabótaábrygð vegna lántöku Lyfjablóms vegna 1,5 milljarðanna. Dómsmál Hrunið Dómstólar Málaferli vegna Lyfjablóms ehf. Mest lesið Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Veður Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Sjá meira
Héraðsdómur sýknaði þau Þórð og Guðrúnu af 2,3 milljarða króna skaðabótakröfum Lyfjablóms sumarið í hitteðfyrra. Lyfjablóm hefur áfrýjað dómnum til Landsréttar. Lyfjablóm ehf. hét áður Björn Hallgrímsson ehf. Eigendur Lyfjablóms voru börn Björns Hallgrímssonar og var sonur hans Kristinn í fyrirsvari fyrir félagið. Sólveig er ekkja Kristins og situr í óskiptu búi eftir andlát hans árið 2015. Félagið Gnúpur er miðlægt í málinu, en um er að ræða fjárfestingafélag sem var áberandi árin fyrir hrun. Þórður Már gegndi stöðu forstjóra félagsins, en Lyfjablóm átti tæplega helmingshlut í því. Aðalsteinn E. Jónasson, dómari við Landsrétt, starfaði fyrir Gnúp. Hann var framkvæmdastjóri lögfræðisviðs félagsins. Á meðal gagna málsins er skýrsla sem Aðalsteinn gaf fyrir héraðsdómi árið 2022, en þá var hann orðinn dómari við Landsrétt. Í úrskurði Landsréttar segir að ekki sé hægt að útiloka að þeir dómarar sem myndu dæma í málinu gætu staðið frammi fyrir því að vega og meta trúverðugleika samdómara síns Aðalsteins. Þar af leiðandi séu komnar upp réttmætar ástæður til að draga í efa óhlutdrægni dómaranna, og því skuli allir dómarar Landsréttar víkja í málinu. Ásakanir um blekkingar í milljarða viðskiptum Forsvarsmenn Lyfjablóms vilja meina að Þórður Már hafi beitt skipulegum og alvarlegum blekkingum gagnvart Lyfjablómi vegna fjárfestinga þess í Gnúpi og dótturfélögum þess. Til að mynda hafi Lyfjablóm verið blekkt árið 2006 til að kaupa helmingshlut í öðru félagi, sem hafi í raun verið verðlaust og eignalaust, fyrir 800 milljónir króna. Jafnframt vill Lyfjablóm meina að röngum og villandi upplýsingum hafi verið haldið að hluthöfum á hluthafafundi Gnúps árið 2007 sem varð til þess að Lyfjablóm lagði fram 1,5 milljarða króna. Skömmu fyrir síðarnefndu viðskiptin fóru fram val haldinn hluthafafundur þar sem áðurnefndur Aðalsteinn E. Jónsson stýrði og átti stóran þátt í að undirbúa. Mál Lyfjablóms, Þórðar og Sólveigar hefur um árabil verið á milli tannanna á dómstólum landsins, en Lyfjablóm höfðaði fyrst mál gegn þeim fyrir sex árum síðan. Líkt og áður segir voru Þórður og Sólveig sýknuð í héraði árið 2022. Dómurinn komst þá að þeirri niðurstöðu að engri saknæmri háttsemi væri að dreifa varðandi fyrri kröfuna, þá sem varðar 800 milljónir króna. Og að ósannað væri að Þórður og Sólveig bæru skaðabótaábrygð vegna lántöku Lyfjablóms vegna 1,5 milljarðanna.
Dómsmál Hrunið Dómstólar Málaferli vegna Lyfjablóms ehf. Mest lesið Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Veður Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Sjá meira