Lífið

Ein­föld og frísk­leg fermingarförðun

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Rakel María segir að það sé mikilvægt að fermingarförðun sé tímalaus.
Rakel María segir að það sé mikilvægt að fermingarförðun sé tímalaus. Vísir/Vilhelm

Rakel María Hjaltadóttir förðunarfræðingur og ofurskvísa sýnir okkur hvernig má töfra fram einfalda og fallega förðun fyrir fermingardaginn án mikillar fyrirhafnar.

Fyrirsætan er fermingarbarnið Birta Hall sem fermist á næstunni.

Að sögn Rakelar er hrein húð, rakakrem og létt förðun lykilatriðið fyrir ljómandi áferð.

„Rakinn skiptir öllu máli áður en við byrjum. Þegar við erum með unga og fallega húð er mikilvægt að húðin fái að njóta sín,“ segir Rakel:

„Við viljum ekki að fermingarförðun sé einhver tískuförðun, þetta á að vera tímalaust og þetta á að virka eftir fimmtíu ár.“

Í myndskeiðinu hér að neðan má sjá förðunina skref fyrir skref:

Klippa: Fáguð fermingarförðun

Vörur

Létt rakakrem

Léttur farði 

Hyljari

Litalaust púður

Ljósir augnskuggar

Augabrúnagel með lit

Maskari

Matt sólarpúður

Ljós kinnalitur

Ljós varagljái

Einföld og tímalaus förðun.Vísir/Vilhelm

Auka tvist

„Ef að við viljum þá getum við notað smá glimmer, þetta er ekki algjör diskó glimmer. Við erum ekki að fara yfir línuna,“ segir Rakel og bætir ljósum fljótandi glimmer augnskugga við förðunina hjá Birtu.

Í myndskeiðinu hér að neðan má sjá fallegt auka tvist fyrir þær sem vilja meiri glamúr:

Klippa: Fermingaförðun með meiri glamúr

Vörur fyrir auka tvist

Glimmer augnskuggi

Brúnn augnblýantur






Fleiri fréttir

Sjá meira


×