Frumsýning á Vísi: Halli boðar útgáfutónleika á NASA Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 1. mars 2024 22:02 Haraldur Þorleifsson gefur út nýtt lag og myndband í kvöld og hefur boðað útgáfutónleika í maí. Vísir Haraldur Þorleifsson gefur í kvöld út sitt fimmta lag og tónlistarmyndband undir listamannsnafninu Önnu Jónu Son. Hann hyggst halda útgáfutónleika á NASA, hefur neglt niður dagsetningu þann 4. maí og er miðasala hafin. „Núna þarf ég að fara að spýta í lófana,“ segir Haraldur hlæjandi í samtali við Vísi. Hann hyggst búa til tónlistarmyndband við öll lög plötunnar sem kemur út í maí. Nýja lagið sem kemur út í dag heitir True Love Will Find You in The End og er um að ræða eina tökulagið á plötunni. Klippa: Önnu Jónu Son - True Love Will Find You in The End „Mér þykir rosalega vænt um þetta lag. Það er eftir bandarískan tónlistarmann sem heitir Daniel Johnston. Hann er með geðhvarfasýki og syngur á kassagítar og lögin hans eru alltaf rosalega hrá. Mér fannst þetta lag smellpassa inn í heildarmyndina á plötunni og mér líður eins og þetta sé mitt lag þó einhver annar hafi samið það.“ Haraldur útskýrir að fyrir sér sé lagið um það að reyna að elska sjálfan sig og finna sig. Það geti verið erfitt að fá að vera eins og maður vill vera. Eina leiðin til að vera hamingjusamur Myndbandið við lagið er framleitt í Ungverjalandi. Anna Nemes leikstýrir myndbandinu og segir Haraldur að þau hafi strax smollið saman. Hann hafi útskýrt fyrir henni hvað sér finndist lagið snúast um og hún í raun séð um rest. „Söguhetjan er raunverulegur maður. Hann heitir Dávid Várhegyi og er ungversk dragdrottning sem er að lenda í sífellt meiri útskúfun í heimalandinu samhliða lagabreytingum,“ útskýrir Haraldur. „Hann er að leita að leið til að fá að vera hann sjálfur. Sem er held ég eina leiðin til að við getum verið hamingjusöm.“ Spenntur fyrir tónleikunum Haraldur segir plötuna sína hafa verið tilbúna í eitt og hálft ár. Tími hafi farið í að búa til tónlistarmyndbönd við öll lögin en Haraldur hefur unnið með listamönnum um heim allan, meðal annars í Brasilíu og Íran. „Allt í allt verða þetta ellefu myndbönd. Ég er sirka hálfnaður með þetta. Útgáfutónleikarnir eru hinsvegar búnir að vera á dagskrá hjá mér í tvö en ég hef verið að fresta þessu og ýta þessu á undan mér og breyta um staðsetningu og dagsetningu, þetta hefur verið erfið fæðing en nú er komið að þessu og miðasalan er að byrja í dag kl 22:00 á Tix.is!“ Tónlist Tónleikar á Íslandi Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Fleiri fréttir Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Sjá meira
„Núna þarf ég að fara að spýta í lófana,“ segir Haraldur hlæjandi í samtali við Vísi. Hann hyggst búa til tónlistarmyndband við öll lög plötunnar sem kemur út í maí. Nýja lagið sem kemur út í dag heitir True Love Will Find You in The End og er um að ræða eina tökulagið á plötunni. Klippa: Önnu Jónu Son - True Love Will Find You in The End „Mér þykir rosalega vænt um þetta lag. Það er eftir bandarískan tónlistarmann sem heitir Daniel Johnston. Hann er með geðhvarfasýki og syngur á kassagítar og lögin hans eru alltaf rosalega hrá. Mér fannst þetta lag smellpassa inn í heildarmyndina á plötunni og mér líður eins og þetta sé mitt lag þó einhver annar hafi samið það.“ Haraldur útskýrir að fyrir sér sé lagið um það að reyna að elska sjálfan sig og finna sig. Það geti verið erfitt að fá að vera eins og maður vill vera. Eina leiðin til að vera hamingjusamur Myndbandið við lagið er framleitt í Ungverjalandi. Anna Nemes leikstýrir myndbandinu og segir Haraldur að þau hafi strax smollið saman. Hann hafi útskýrt fyrir henni hvað sér finndist lagið snúast um og hún í raun séð um rest. „Söguhetjan er raunverulegur maður. Hann heitir Dávid Várhegyi og er ungversk dragdrottning sem er að lenda í sífellt meiri útskúfun í heimalandinu samhliða lagabreytingum,“ útskýrir Haraldur. „Hann er að leita að leið til að fá að vera hann sjálfur. Sem er held ég eina leiðin til að við getum verið hamingjusöm.“ Spenntur fyrir tónleikunum Haraldur segir plötuna sína hafa verið tilbúna í eitt og hálft ár. Tími hafi farið í að búa til tónlistarmyndbönd við öll lögin en Haraldur hefur unnið með listamönnum um heim allan, meðal annars í Brasilíu og Íran. „Allt í allt verða þetta ellefu myndbönd. Ég er sirka hálfnaður með þetta. Útgáfutónleikarnir eru hinsvegar búnir að vera á dagskrá hjá mér í tvö en ég hef verið að fresta þessu og ýta þessu á undan mér og breyta um staðsetningu og dagsetningu, þetta hefur verið erfið fæðing en nú er komið að þessu og miðasalan er að byrja í dag kl 22:00 á Tix.is!“
Tónlist Tónleikar á Íslandi Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Fleiri fréttir Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Sjá meira