Innlent

Sérsveitin sprengdi úti á Granda

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Sérsveitarmaður að störfum í skipinu úti á Granda í dag.
Sérsveitarmaður að störfum í skipinu úti á Granda í dag. Vísir/Vilhelm

Sérsveit ríkislögreglustjóra efndi til reglubundinnar æfingar við hafnarsvæðið á Granda í Reykjavík í dag. Viðfangsefni æfingarinnar var yfirtaka á skipum og öðrum sjóförum. Tökumaður Stöðvar 2 myndaði æfinguna í dag, þar sem notast var við sprengiefni og sprengjuvélmenni.

Sprengjusérfræðingar sérsveitarinnar stjórnuðu æfingunni, sem laut meðal annars að því að sprengja í gömlu skipi við höfnina. Á meðal þess sem sérsveitin getur þurft að fást við er svokölluð yfirtaka á skipum; þar geta rými verið læst og til að komast inn í þau þarf að grípa til sprengiefna. 

Sveitin naut liðsinnis slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins við æfinguna og þá hafði öryggisstjóri einnig umsjón með því sem fram fór. Íbúar í nágrenninu höfðu verið varaðir við mögulegum sprengjulátum fyrr í dag og ekki að ástæðulausu, eins og heyra má í meðfylgjandi innslagi úr kvöldfréttum Stöðvar 2.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×