Dofin eftir svefnlausa nótt Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. febrúar 2024 10:56 Hólmfríður Guðmundsdóttir, eigandi Curvy og Stout í Fellsmúla segist dofin morguninn eftir að fyrirtækið ofan verslunarinnar Stout brann. Vísir Smurverkstæði N1 í Fellsmúla er gjöreyðilagt eftir að eldur kviknaði í þaki þess á sjötta tímanum síðdegis í gær. Mikinn reyk lagði frá húsinu í gær og mikill eldur var í húsinu, sem erfitt reyndist slökkviliði að glíma við. Eigandi verslana í húsinu segir mikið áfall að fylgjast með því brenna. Allt tiltækt slökkvilið var kallað út í gærkvöldi og bakvakt sömuleiðis til að manna allar stöðvar. Nokkuð ljóst er að miklar skemmdir hafa orðið á húsinu, bæði smurverkstæðinu sjálfu sem brann en einnig nærliggjandi fyrirtækjum. „Ég fékk hringingu frá starfsmönnum og var svolítið lengi að meðtaka hvað var að gerast en um leið og ég sá myndir þá rauk ég niðureftir. Þá fékk ég þær upplýsingar að það átti eftir að loka einni hurð inni í Curvy, sem er eldvarnarhurð, og mér fannst mjög mikilvægt að ná að loka henni til að fá ekki lyktina yfir. Ég fékk leyfi til að hlaupa inn og þá fann ég að það var komin svolítil lykt. En það var enginn reykur og ég náði að loka henni, og hljóp út. Stuttu síðar blossar upp svaka eldur. Manni leið ekki vel,“ segir Hólmfríður Guðmundsdóttir, eigandi verslananna Curvy og Stout. Miklar skemmdir eru í versluninni Stout, sem er beint fyrir neðan smurstöðina sem brann í gær. Eigandi hennar segir mikið áfall að fylgjast með í gær.Vísir/Sigurjón „Við vorum hérna heillengi að fylgjast með og maður er bara svolítið hjálparlaus. Maður getur ekkert gert. Maður fór svo bara heim og fylgdist með þar. Ég kom aftur seinna um kvöldið og var að vonast til að fá að komast inn en þá var ekki búið að tryggja öryggi á vettvangi, þannig að okkur var vísað í burtu. Svo tók við hálfsvefnlaus nótt.“ Curvy er í húsinu við hliðiná því sem brann en Stout beint fyrir neðan. Megn reyklykt var inni í verslun Stout í morgun þegar fréttastofu bar að garði og mikið vatn á gólfum eftir slökkvistarf gærdagsins. Hólmfríður segir eldinn mikið sjokk. „Sérstaklega af því að Stout er nýtt fyrirtæki, sem við erum að byggja upp. Þegar heil búð verður ónýt á einum degi er það mjög mikið áfall.“ Tæknideild lögrglu var við störf á vettvangi í morgun og tryggingamatsmenn sömuleiðis. Hvernig líður þér í dag að horfa á brunarústirnar? „Bara dofin held ég, veit ekki alveg hvernig mér á að líða. Svo verður maður bara að halda áfram, það er ekkert annað í boði held ég,“ segir Hólmfríður. „Það er eitthvað vatnstjón, við vitum samt ekki alveg nákvæmlega hversu mikið. Tjónið getur hlaupið á tugum milljóna hugsa ég.“ Slökkvilið Reykjavík Lögreglumál Tengdar fréttir Öllu máli skiptir að fólkið komst út heilt á húfi Sjálfvirkur brunaboði í húsnæði í Fellsmúla, þar sem N1 er með bílaþjónustu og hjólbarðaverkstæði, gerði stjórnstöð Securitas viðvart um reyk stuttu eftir að húsinu hafði verið lokað síðdegis í gær. Starfsmaður, sem hafði nýlega yfirgefið vinnustaðinn, sneri aftur á vettvang og hringdi strax á neyðarlínuna eftir aðstoð og í kjölfarið kom slökkviliðið og lögregla á vettvang. 16. febrúar 2024 10:49 „Við erum enn á vettvangi, erum bara að klára“ „Við erum enn á vettvangi, erum bara að klára,“ segir varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu um stöðu mála í Fellsmúla, þar sem mikill eldur kviknaði í gær. 16. febrúar 2024 06:24 Erfitt að segja til um eldsupptökin Slökkvistarf vegna eldsvoðans í Fellsmúla mun halda áfram fram á nóttina. Varðstjóri hjá slökkviliðinu segir í samtali við fréttastofu að hann vonist til að endanlega takist að slökkva eldinn í nótt. 16. febrúar 2024 00:01 Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Sjá meira
Allt tiltækt slökkvilið var kallað út í gærkvöldi og bakvakt sömuleiðis til að manna allar stöðvar. Nokkuð ljóst er að miklar skemmdir hafa orðið á húsinu, bæði smurverkstæðinu sjálfu sem brann en einnig nærliggjandi fyrirtækjum. „Ég fékk hringingu frá starfsmönnum og var svolítið lengi að meðtaka hvað var að gerast en um leið og ég sá myndir þá rauk ég niðureftir. Þá fékk ég þær upplýsingar að það átti eftir að loka einni hurð inni í Curvy, sem er eldvarnarhurð, og mér fannst mjög mikilvægt að ná að loka henni til að fá ekki lyktina yfir. Ég fékk leyfi til að hlaupa inn og þá fann ég að það var komin svolítil lykt. En það var enginn reykur og ég náði að loka henni, og hljóp út. Stuttu síðar blossar upp svaka eldur. Manni leið ekki vel,“ segir Hólmfríður Guðmundsdóttir, eigandi verslananna Curvy og Stout. Miklar skemmdir eru í versluninni Stout, sem er beint fyrir neðan smurstöðina sem brann í gær. Eigandi hennar segir mikið áfall að fylgjast með í gær.Vísir/Sigurjón „Við vorum hérna heillengi að fylgjast með og maður er bara svolítið hjálparlaus. Maður getur ekkert gert. Maður fór svo bara heim og fylgdist með þar. Ég kom aftur seinna um kvöldið og var að vonast til að fá að komast inn en þá var ekki búið að tryggja öryggi á vettvangi, þannig að okkur var vísað í burtu. Svo tók við hálfsvefnlaus nótt.“ Curvy er í húsinu við hliðiná því sem brann en Stout beint fyrir neðan. Megn reyklykt var inni í verslun Stout í morgun þegar fréttastofu bar að garði og mikið vatn á gólfum eftir slökkvistarf gærdagsins. Hólmfríður segir eldinn mikið sjokk. „Sérstaklega af því að Stout er nýtt fyrirtæki, sem við erum að byggja upp. Þegar heil búð verður ónýt á einum degi er það mjög mikið áfall.“ Tæknideild lögrglu var við störf á vettvangi í morgun og tryggingamatsmenn sömuleiðis. Hvernig líður þér í dag að horfa á brunarústirnar? „Bara dofin held ég, veit ekki alveg hvernig mér á að líða. Svo verður maður bara að halda áfram, það er ekkert annað í boði held ég,“ segir Hólmfríður. „Það er eitthvað vatnstjón, við vitum samt ekki alveg nákvæmlega hversu mikið. Tjónið getur hlaupið á tugum milljóna hugsa ég.“
Slökkvilið Reykjavík Lögreglumál Tengdar fréttir Öllu máli skiptir að fólkið komst út heilt á húfi Sjálfvirkur brunaboði í húsnæði í Fellsmúla, þar sem N1 er með bílaþjónustu og hjólbarðaverkstæði, gerði stjórnstöð Securitas viðvart um reyk stuttu eftir að húsinu hafði verið lokað síðdegis í gær. Starfsmaður, sem hafði nýlega yfirgefið vinnustaðinn, sneri aftur á vettvang og hringdi strax á neyðarlínuna eftir aðstoð og í kjölfarið kom slökkviliðið og lögregla á vettvang. 16. febrúar 2024 10:49 „Við erum enn á vettvangi, erum bara að klára“ „Við erum enn á vettvangi, erum bara að klára,“ segir varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu um stöðu mála í Fellsmúla, þar sem mikill eldur kviknaði í gær. 16. febrúar 2024 06:24 Erfitt að segja til um eldsupptökin Slökkvistarf vegna eldsvoðans í Fellsmúla mun halda áfram fram á nóttina. Varðstjóri hjá slökkviliðinu segir í samtali við fréttastofu að hann vonist til að endanlega takist að slökkva eldinn í nótt. 16. febrúar 2024 00:01 Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Sjá meira
Öllu máli skiptir að fólkið komst út heilt á húfi Sjálfvirkur brunaboði í húsnæði í Fellsmúla, þar sem N1 er með bílaþjónustu og hjólbarðaverkstæði, gerði stjórnstöð Securitas viðvart um reyk stuttu eftir að húsinu hafði verið lokað síðdegis í gær. Starfsmaður, sem hafði nýlega yfirgefið vinnustaðinn, sneri aftur á vettvang og hringdi strax á neyðarlínuna eftir aðstoð og í kjölfarið kom slökkviliðið og lögregla á vettvang. 16. febrúar 2024 10:49
„Við erum enn á vettvangi, erum bara að klára“ „Við erum enn á vettvangi, erum bara að klára,“ segir varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu um stöðu mála í Fellsmúla, þar sem mikill eldur kviknaði í gær. 16. febrúar 2024 06:24
Erfitt að segja til um eldsupptökin Slökkvistarf vegna eldsvoðans í Fellsmúla mun halda áfram fram á nóttina. Varðstjóri hjá slökkviliðinu segir í samtali við fréttastofu að hann vonist til að endanlega takist að slökkva eldinn í nótt. 16. febrúar 2024 00:01
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent