Undrun og reiði meðal vina Diego Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 1. febrúar 2024 10:42 Diegó er einn frægasti köttur landsins og þarf nú að sætta sig við anddyrið. Einn frægasti köttur landsins, kötturinn Diego, má ekki lengur leggja sig inni í verslun Hagkaupa í Skeifunni vegna reglna heilbrigðiseftirlitsins en er þó velkominn í anddyrið. Vinir Diego á Facebook eru sárir vegna málsins en kötturinn er þó enn velkominn í A4. „Hann liggur hérna bara á pappír hjá okkur og fær því alveg að koma inn,“ segir Sigurborg Þóra Sigurðardóttir, verslunarstjóri A4 í Skeifunni. Hún segist skilja aðstæður Hagkaupa sem selji opin matvæli og þurfi því að fara eftir reglum um þau. Morgunblaðið greinir frá því í dag að Diego, sem gert hefur sig heimakominn í Hagkaup og í A4 um árabil, megi nú einungis dvelja í anddyrinu. Haft er eftir Gunnari Steini Þórssyni, verslunarstjóra Hagkaupa, að Diegó sé mikill vinur starfsmanna sem og viðskiptavina. Hann hafi verið fastagestur í versluninni í sjö ár en ljóst er á orðum Gunnars í Mogganum að heilbrigðiseftirlitið hefur gert athugasemd við viðveru kattarins í búðinni. Gunnar segist hafa skilning á því að Diegó skilji ekki reglur og setti hann sig því í samband við eiganda kattarins á dögunum. Landsathygli vakti í fyrra þegar Diegó slasaðist. Var blásið til söfnunar handa kettinum, sem verslanir í Skeifunni komu meðal annars að. Mætti Diegó aftur í janúar í fyrra mörgum til mikillar gleði. Pappírinn tryggir Diego viðveru í A4 „Við erum ekki með nein opin matvæli hjá okkur. Þannig að hann liggur bara hér á sínum pappír og svo röltir hann stundum um,“ segir Sigurborg hjá A4 um þennan frægasta kött landsins. „Við fjarlægum hann ef hann er að leggjast ofan í ferðatöskur og svoleiðis og hann kemur stundum upp á skrifstofu og situr með mér á skrifborðinu. Leggst stundum bara ofan á lyklaborðið: „Nú er kominn tími til að þú klappir mér kerling,“ þannig að já já hann fær alveg að vera hér.“ Hóta því að beina viðskiptum annað Diego hefur gert sig heimakominn svo lengi í verslunum A4 og í Hagkaup í Skeifunni að honum er tileinkaður sérstakur Facebook hópur tæplega fjórtán þúsund manna, eins og frægt er orðið. Þar vakti ákvörðun Hagkaupa mikla athygli, undrun og jafnvel reiði. „Þá leggur Hagkaup BARA til starfsmann sem hlúir að okkar manni og fylgir honum ljúflega út úr verslunni og fram í anddyr ef hann hefur farið inn í versluna,“ skrifar einn vina Diego í færslu í Facebook hópnum „Spottaði Diegó“ sem vakið hefur mikla athygli. Viðkomandi segist ítrekað versla í Hagkaup, A4 og í Dominos bara vegna viðveru Diego. Hann segir köttinn hafa fært sér og mörgum öðrum ómælda ánægju og gleði. „Ef þessi fyrirtæki standa ekki upp með okkur vinum Diegó og dýravinum almennt sé þá mun ég og við vinir Domino's leita annara leiða fyrir mín/okkar viðskipti og beina þeim á aðra staði en til Hagkaupa/A4 og Domino's. Domino's í Skeifunni.“ Margir leggja til að byggt verði skýli fyrir köttinn í anddyri Hagkaupa. Þeir segjast hafa skilning á því að Diegó leiti sér hlýju í verslun Hagkaupa, á köldum vetri líkt og þessum. Kettir Dýr Verslun Kötturinn Diegó Mest lesið „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Menning „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Lífið Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Lífið Inga Lind hlaut blessun á Balí Lífið Stjörnulífið: Ástin í algleymingi og fáklæddar ofurskvísur Lífið Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Lífið „Ég sá fyrir mér að ég myndi deyja langt fyrir aldur fram“ Lífið Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið Lífið Elín Hall í Vogue Tíska og hönnun Fleiri fréttir Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Dóttir fyrrverandi Ungfrú Ísland komin í heiminn og nefnd Sonur Röggu Hólm og Elmu kominn með nafn Kom fram í fyrsta skipti eftir andlát eiginmannsins Ómótstæðilegur núðluréttur á fimm mínútum Andlát ungrar leikkonu skekur Suður-Kóreu Norah Jones með sumartónleika í Hörpu Stjörnulífið: Ástin í algleymingi og fáklæddar ofurskvísur Bryan Adams til Íslands Selja á Laugavegi og bíða eftir erfingja Conclave og Emilia Perez bestu myndirnar á BAFTA „Ég sá fyrir mér að ég myndi deyja langt fyrir aldur fram“ Barnabarn Helgu Steffensen blæs lífi í Brúðubílinn Tom Cruise og Ana de Armas sögð stinga saman nefjum Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Bitist um miða á ball vinstri sinnaðs ábreiðubands Sjá meira
„Hann liggur hérna bara á pappír hjá okkur og fær því alveg að koma inn,“ segir Sigurborg Þóra Sigurðardóttir, verslunarstjóri A4 í Skeifunni. Hún segist skilja aðstæður Hagkaupa sem selji opin matvæli og þurfi því að fara eftir reglum um þau. Morgunblaðið greinir frá því í dag að Diego, sem gert hefur sig heimakominn í Hagkaup og í A4 um árabil, megi nú einungis dvelja í anddyrinu. Haft er eftir Gunnari Steini Þórssyni, verslunarstjóra Hagkaupa, að Diegó sé mikill vinur starfsmanna sem og viðskiptavina. Hann hafi verið fastagestur í versluninni í sjö ár en ljóst er á orðum Gunnars í Mogganum að heilbrigðiseftirlitið hefur gert athugasemd við viðveru kattarins í búðinni. Gunnar segist hafa skilning á því að Diegó skilji ekki reglur og setti hann sig því í samband við eiganda kattarins á dögunum. Landsathygli vakti í fyrra þegar Diegó slasaðist. Var blásið til söfnunar handa kettinum, sem verslanir í Skeifunni komu meðal annars að. Mætti Diegó aftur í janúar í fyrra mörgum til mikillar gleði. Pappírinn tryggir Diego viðveru í A4 „Við erum ekki með nein opin matvæli hjá okkur. Þannig að hann liggur bara hér á sínum pappír og svo röltir hann stundum um,“ segir Sigurborg hjá A4 um þennan frægasta kött landsins. „Við fjarlægum hann ef hann er að leggjast ofan í ferðatöskur og svoleiðis og hann kemur stundum upp á skrifstofu og situr með mér á skrifborðinu. Leggst stundum bara ofan á lyklaborðið: „Nú er kominn tími til að þú klappir mér kerling,“ þannig að já já hann fær alveg að vera hér.“ Hóta því að beina viðskiptum annað Diego hefur gert sig heimakominn svo lengi í verslunum A4 og í Hagkaup í Skeifunni að honum er tileinkaður sérstakur Facebook hópur tæplega fjórtán þúsund manna, eins og frægt er orðið. Þar vakti ákvörðun Hagkaupa mikla athygli, undrun og jafnvel reiði. „Þá leggur Hagkaup BARA til starfsmann sem hlúir að okkar manni og fylgir honum ljúflega út úr verslunni og fram í anddyr ef hann hefur farið inn í versluna,“ skrifar einn vina Diego í færslu í Facebook hópnum „Spottaði Diegó“ sem vakið hefur mikla athygli. Viðkomandi segist ítrekað versla í Hagkaup, A4 og í Dominos bara vegna viðveru Diego. Hann segir köttinn hafa fært sér og mörgum öðrum ómælda ánægju og gleði. „Ef þessi fyrirtæki standa ekki upp með okkur vinum Diegó og dýravinum almennt sé þá mun ég og við vinir Domino's leita annara leiða fyrir mín/okkar viðskipti og beina þeim á aðra staði en til Hagkaupa/A4 og Domino's. Domino's í Skeifunni.“ Margir leggja til að byggt verði skýli fyrir köttinn í anddyri Hagkaupa. Þeir segjast hafa skilning á því að Diegó leiti sér hlýju í verslun Hagkaupa, á köldum vetri líkt og þessum.
Kettir Dýr Verslun Kötturinn Diegó Mest lesið „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Menning „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Lífið Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Lífið Inga Lind hlaut blessun á Balí Lífið Stjörnulífið: Ástin í algleymingi og fáklæddar ofurskvísur Lífið Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Lífið „Ég sá fyrir mér að ég myndi deyja langt fyrir aldur fram“ Lífið Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið Lífið Elín Hall í Vogue Tíska og hönnun Fleiri fréttir Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Dóttir fyrrverandi Ungfrú Ísland komin í heiminn og nefnd Sonur Röggu Hólm og Elmu kominn með nafn Kom fram í fyrsta skipti eftir andlát eiginmannsins Ómótstæðilegur núðluréttur á fimm mínútum Andlát ungrar leikkonu skekur Suður-Kóreu Norah Jones með sumartónleika í Hörpu Stjörnulífið: Ástin í algleymingi og fáklæddar ofurskvísur Bryan Adams til Íslands Selja á Laugavegi og bíða eftir erfingja Conclave og Emilia Perez bestu myndirnar á BAFTA „Ég sá fyrir mér að ég myndi deyja langt fyrir aldur fram“ Barnabarn Helgu Steffensen blæs lífi í Brúðubílinn Tom Cruise og Ana de Armas sögð stinga saman nefjum Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Bitist um miða á ball vinstri sinnaðs ábreiðubands Sjá meira