Saklausir borgarar líði fyrir ákvörðun Íslands Magnús Jochum Pálsson og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 28. janúar 2024 20:06 Lára Jónasdóttir, fyrrverandi starfsmaður UNRWA og Lækna án landamæra, segir sorglegt að Ísland hafi ákveðið að frysta mannúðaraðstoð sína til Palestínu. Stöð 2 Fyrrverandi starfsmaður Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna segir ákvörðun Íslands um að frysta fjármagn til stofnunarinna ómannúðlega og hún muni bitna á saklausum borgurum. Í gær var greint frá því að hópur ríkja, þar á meðal Ísland, hefði tekið ákvörðun um að fresta styrkjun til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) vegna ásakana á hendur tólf starfsmönnum stofnunarinnar um að hafa aðstoðað Hamas-samtökin við árásir á Ísrael þann 7. október. Phillippe Lazzarini, forstöðumaður UNRWA, segir ómannúðlegt að refsa þeim þúsundum manna sem vinna hjá stofnuninni fyrir misgjörðir nokkurra starfsmanna og kallar eftir því að ríkin endurskoði ákvörðunina. Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra, sagði í yfirlýsingu að ásakanirnar væru alvarlegar og að rannsaka þyrfti málið ítarlega. Hræðilegt að fólk sé svipt mannúðaraðstoð Lára Jónasdóttir, fyrrverandi starfsmaður UNRWA og Lækna án landamæra, ræddi við Margréti Helgu Erlingsdóttur, fréttaþul, í kvöldfréttum Stöðvar 2 um ákvörðun utanríkisráðherra að fresta styrkjum til UNRWA. Hvað gerir þessi stofnun? „Þessi stofnun veitir grundvallarþjónustu til palestínskra flóttamanna í Mið-Austurlöndum. Það eru skólar, heilsugæsla og ýmis matarþjónusta,“ sagði Lára. Hvernig horfir þessi ákvörðun við þér? „Hún er alveg afskaplega sorgleg og það er hræðilegt að horfa upp á það að núna muni mannúðaraðstoð til tveggja milljóna að minnsta kosti, fólks sem er fast inni á Gasa, ekki berast. Hún mun minnka og minnka þar til peningarnir klárast þar sem þessar stofnanir hafa ákveðið að frysta fjármagn sitt,“ sagði hún. „Þetta raun og veru setur spurningarmerki við hlutleysi þjóða og hvers vegna að taka afstöðu gegn Sameinuðu þjóðunum þarna. Hjá UNRWA eru 30 þúsund starfsmenn og þarna eru tólf sem hafa vissulega gert líklega eitthvað af sér. Á að refsa öllum og þar á meðal því fólki sem þarf á mannúðaraðstoðinni að halda?“ Ákvörðun Íslands hafi bein áhrif Lára segir að ákvörðun Íslands og annarra þjóða muni hafa bein áhrif á Palestínubúa. Frysting fjármagnsins komi niður á grunnnauðsynjum og menntun barna. Erum við að setja okkur í einhverja tiltekna hillu pólitískt séð? „Það er kannski best að skoða þetta út frá því með hverjum við erum að taka ákvörðunina og hverjir hafa ekki tekið þessa ákvörðun. Ef við berum okkur saman við Norðurlönd þá hefur Finnland ákveðið að frysta peningana. Svo eru það Ástralía, Bandaríkin, Kanada og núna nýjast Frakkland í dag,“ sagði Lára. „Á sama tíma hefur Noregur tekið sterkt til máls og sagt Við ætlum ekki að frysta fjármagnið. Við ætlum að vonast til að málið verði leyst og það verður rannsakað, við köllum eftir því. En við viljum að mannúðaraðstoðin berist til fólksins sem horfir fram á hungur og dauðann,“ segir Lára um yfirlýsingu Noregs. Hvaða afleiðingar hefur ákvörðun eins og þessi, sem er tekin hérna heima á Íslandi, fyrir fólkið á Gasa? „Smátt og smátt munu peningarnir þurrkast upp. Peningarnir sem UNRWA notar til að kaupa grunnnauðsynjar fyrir fólkið á staðnum. Það talar fyrir réttindum þessa fólks, það veitir börnum menntun. Þetta mun hafa bein áhrif á fólk, kannski ekki á morgun en í næstu viku.“ „Við vonum að þessar þjóðir sjái sér kost þess að opna fyrir fjármagnið aftur þar sem ástandið er svo hræðilegt nú þegar. Það getur eiginlega ekki orðið verra,“ segir hún. Ekki nýtt að Ísraelar setji sig upp á móti UNRWA Þetta kemur auðvitað í kjölfarið á bráðabirgðaniðurstöðu Alþjóðadómstólsins? „Já og það sem er áhugavert við það er að Ísraelar hafa lengi reynt að láta loka þessari stofnun. Þeir sjá ekki þörfina á UNRWA, vilja alls ekki að hún starfi og sjá hana sem talsmann sjálfstæðs ríkis Palestínumanna. „Þetta er ekkert nýtt. Þeir sem hafa fylgst með málum Palestínumanna lengi, vita alveg að Ísraelar hafa verið að vinna í áttina að þessu. Nú hafa þeir sagt opinberlega að þeir vilji loka þessari stofnun. Þetta er mikið áhyggjuefni.,“ „Það er ekki bara hvernig þeir nota þennan tíma, daginn eftir, að skella þessari skuld á þessa starfsmenn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Sameinuðu þjóðirnar Flóttamenn Tengdar fréttir Ísland frystir greiðslur og kallar eftir ítarlegri rannsókn Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra hefur kallað eftir ítarlegri rannsókn á ásökunum á hendur nokkrum starfsmönnum Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna. Ísland sé nú í samráði við önnur Norðurlönd um næstu skref og greiðslur til stofnunarinnar verði frystar þar til að samráði loknu. 27. janúar 2024 18:22 Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Erlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Innlent Fleiri fréttir Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Vatnshæðin aðeins lækkað í Skaftá „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Húsbrot og líkamsárás Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Sjá meira
Í gær var greint frá því að hópur ríkja, þar á meðal Ísland, hefði tekið ákvörðun um að fresta styrkjun til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) vegna ásakana á hendur tólf starfsmönnum stofnunarinnar um að hafa aðstoðað Hamas-samtökin við árásir á Ísrael þann 7. október. Phillippe Lazzarini, forstöðumaður UNRWA, segir ómannúðlegt að refsa þeim þúsundum manna sem vinna hjá stofnuninni fyrir misgjörðir nokkurra starfsmanna og kallar eftir því að ríkin endurskoði ákvörðunina. Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra, sagði í yfirlýsingu að ásakanirnar væru alvarlegar og að rannsaka þyrfti málið ítarlega. Hræðilegt að fólk sé svipt mannúðaraðstoð Lára Jónasdóttir, fyrrverandi starfsmaður UNRWA og Lækna án landamæra, ræddi við Margréti Helgu Erlingsdóttur, fréttaþul, í kvöldfréttum Stöðvar 2 um ákvörðun utanríkisráðherra að fresta styrkjum til UNRWA. Hvað gerir þessi stofnun? „Þessi stofnun veitir grundvallarþjónustu til palestínskra flóttamanna í Mið-Austurlöndum. Það eru skólar, heilsugæsla og ýmis matarþjónusta,“ sagði Lára. Hvernig horfir þessi ákvörðun við þér? „Hún er alveg afskaplega sorgleg og það er hræðilegt að horfa upp á það að núna muni mannúðaraðstoð til tveggja milljóna að minnsta kosti, fólks sem er fast inni á Gasa, ekki berast. Hún mun minnka og minnka þar til peningarnir klárast þar sem þessar stofnanir hafa ákveðið að frysta fjármagn sitt,“ sagði hún. „Þetta raun og veru setur spurningarmerki við hlutleysi þjóða og hvers vegna að taka afstöðu gegn Sameinuðu þjóðunum þarna. Hjá UNRWA eru 30 þúsund starfsmenn og þarna eru tólf sem hafa vissulega gert líklega eitthvað af sér. Á að refsa öllum og þar á meðal því fólki sem þarf á mannúðaraðstoðinni að halda?“ Ákvörðun Íslands hafi bein áhrif Lára segir að ákvörðun Íslands og annarra þjóða muni hafa bein áhrif á Palestínubúa. Frysting fjármagnsins komi niður á grunnnauðsynjum og menntun barna. Erum við að setja okkur í einhverja tiltekna hillu pólitískt séð? „Það er kannski best að skoða þetta út frá því með hverjum við erum að taka ákvörðunina og hverjir hafa ekki tekið þessa ákvörðun. Ef við berum okkur saman við Norðurlönd þá hefur Finnland ákveðið að frysta peningana. Svo eru það Ástralía, Bandaríkin, Kanada og núna nýjast Frakkland í dag,“ sagði Lára. „Á sama tíma hefur Noregur tekið sterkt til máls og sagt Við ætlum ekki að frysta fjármagnið. Við ætlum að vonast til að málið verði leyst og það verður rannsakað, við köllum eftir því. En við viljum að mannúðaraðstoðin berist til fólksins sem horfir fram á hungur og dauðann,“ segir Lára um yfirlýsingu Noregs. Hvaða afleiðingar hefur ákvörðun eins og þessi, sem er tekin hérna heima á Íslandi, fyrir fólkið á Gasa? „Smátt og smátt munu peningarnir þurrkast upp. Peningarnir sem UNRWA notar til að kaupa grunnnauðsynjar fyrir fólkið á staðnum. Það talar fyrir réttindum þessa fólks, það veitir börnum menntun. Þetta mun hafa bein áhrif á fólk, kannski ekki á morgun en í næstu viku.“ „Við vonum að þessar þjóðir sjái sér kost þess að opna fyrir fjármagnið aftur þar sem ástandið er svo hræðilegt nú þegar. Það getur eiginlega ekki orðið verra,“ segir hún. Ekki nýtt að Ísraelar setji sig upp á móti UNRWA Þetta kemur auðvitað í kjölfarið á bráðabirgðaniðurstöðu Alþjóðadómstólsins? „Já og það sem er áhugavert við það er að Ísraelar hafa lengi reynt að láta loka þessari stofnun. Þeir sjá ekki þörfina á UNRWA, vilja alls ekki að hún starfi og sjá hana sem talsmann sjálfstæðs ríkis Palestínumanna. „Þetta er ekkert nýtt. Þeir sem hafa fylgst með málum Palestínumanna lengi, vita alveg að Ísraelar hafa verið að vinna í áttina að þessu. Nú hafa þeir sagt opinberlega að þeir vilji loka þessari stofnun. Þetta er mikið áhyggjuefni.,“ „Það er ekki bara hvernig þeir nota þennan tíma, daginn eftir, að skella þessari skuld á þessa starfsmenn
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Sameinuðu þjóðirnar Flóttamenn Tengdar fréttir Ísland frystir greiðslur og kallar eftir ítarlegri rannsókn Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra hefur kallað eftir ítarlegri rannsókn á ásökunum á hendur nokkrum starfsmönnum Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna. Ísland sé nú í samráði við önnur Norðurlönd um næstu skref og greiðslur til stofnunarinnar verði frystar þar til að samráði loknu. 27. janúar 2024 18:22 Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Erlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Innlent Fleiri fréttir Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Vatnshæðin aðeins lækkað í Skaftá „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Húsbrot og líkamsárás Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Sjá meira
Ísland frystir greiðslur og kallar eftir ítarlegri rannsókn Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra hefur kallað eftir ítarlegri rannsókn á ásökunum á hendur nokkrum starfsmönnum Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna. Ísland sé nú í samráði við önnur Norðurlönd um næstu skref og greiðslur til stofnunarinnar verði frystar þar til að samráði loknu. 27. janúar 2024 18:22