Tilfinningaþrunginn Freyr í fyrsta leik sínum í Belgíu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. janúar 2024 23:01 Ástríðan skein í gegn þegar flautað var til leiksloka. @kvkofficieel Freyr Alexandersson byrjaði þjálfunarferil sinn í Belgíu með látum þegar lið hans KV Kortrijk vann óvæntan 1-0 útisigur á Standard Liege. Nú hefur félag hans birt gríðarlega tilfinningaþrungið myndband frá sigrinum þar sem heyra má hvað Freyr sagði við mannskapinn fyrir leikinn. Það kom verulega á óvart þegar Freyr skipti Lyngby út fyrir Kortrijk. Eftir að hafa á einhvern ótrúlegan hátt haldið Lyngby í efstu deild Danmerkur á síðustu leiktíð þá var liðið að gera fínt mót þegar yfirstandandi tímabil er hálfnað. Freyr fékk hins vegar tilboð frá Kortrijk, sem situr í botnsæti Belgíu og þarf á álíka kraftaverki að halda og Lyngby framkvæmdi á síðustu leiktíð. Freyr virðist elska áskoranir og hélt til Belgíu. Þar byrjar hann með látum. „Níu mínútur strákar, níu mínútur í byrjunina á nýju upphafi. Við förum út á völl saman og við yfirgefum völlinn saman. Vinnið fyrir hvern annan, njótið þess. Farið út og brosið, njótið og farið út saman, komið inn saman og trúið því að við förum heim með þrjú stig. Njótið þess,“ sagði Freyr í ræðu sinni fyrir leik við mikið lófaklapp. "Met deze attitude & werklust kunnen we mooie dingen laten zien!" Op naar zaterdag, Kerels! #STAKVK #AltijdEenKerel pic.twitter.com/DnytHEatAq— KV Kortrijk (@kvkofficieel) January 22, 2024 „Allt getur gerst, búist við hinum óvænta eins og þegar við skoruðum markið. Við komum saman og við förum saman. Trúið, vinnið fyrir hvern annan og klárið þetta verkefni,“ sagði Freyr ástríðufullur í hálfleik. „Til hamingju, þið eigið þetta virkilega skilið. Með þessu hugarfari og þessari vinnusemi getum við gert magnaða hluti,“ sagði Breiðhyltingurinn Freyr að leik loknum. Ræðuna og myndband Kortrijk í tilefni sigursins má sjá hér að ofan. Happy Monday #STAKVK #AltijdEenKerel pic.twitter.com/ygxfQgXUSa— KV Kortrijk (@kvkofficieel) January 22, 2024 Kortrijk er sem fyrr í neðsta sæti deildarinnar, nú með 13 stig eða átta frá öruggu sæti. Neðstu fjögur lið belgísku úrvalsdeildarinnar fara í sérstakt umspil um hvaða lið fellur. Neðstu tvö liðin falla á meðan liðið í 14. sæti – því þriðja neðsta – fer í umspil við liðið í 3. sæti í B-deildinni um sæti í efstu deild. Fótbolti Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Fleiri fréttir Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Sjá meira
Það kom verulega á óvart þegar Freyr skipti Lyngby út fyrir Kortrijk. Eftir að hafa á einhvern ótrúlegan hátt haldið Lyngby í efstu deild Danmerkur á síðustu leiktíð þá var liðið að gera fínt mót þegar yfirstandandi tímabil er hálfnað. Freyr fékk hins vegar tilboð frá Kortrijk, sem situr í botnsæti Belgíu og þarf á álíka kraftaverki að halda og Lyngby framkvæmdi á síðustu leiktíð. Freyr virðist elska áskoranir og hélt til Belgíu. Þar byrjar hann með látum. „Níu mínútur strákar, níu mínútur í byrjunina á nýju upphafi. Við förum út á völl saman og við yfirgefum völlinn saman. Vinnið fyrir hvern annan, njótið þess. Farið út og brosið, njótið og farið út saman, komið inn saman og trúið því að við förum heim með þrjú stig. Njótið þess,“ sagði Freyr í ræðu sinni fyrir leik við mikið lófaklapp. "Met deze attitude & werklust kunnen we mooie dingen laten zien!" Op naar zaterdag, Kerels! #STAKVK #AltijdEenKerel pic.twitter.com/DnytHEatAq— KV Kortrijk (@kvkofficieel) January 22, 2024 „Allt getur gerst, búist við hinum óvænta eins og þegar við skoruðum markið. Við komum saman og við förum saman. Trúið, vinnið fyrir hvern annan og klárið þetta verkefni,“ sagði Freyr ástríðufullur í hálfleik. „Til hamingju, þið eigið þetta virkilega skilið. Með þessu hugarfari og þessari vinnusemi getum við gert magnaða hluti,“ sagði Breiðhyltingurinn Freyr að leik loknum. Ræðuna og myndband Kortrijk í tilefni sigursins má sjá hér að ofan. Happy Monday #STAKVK #AltijdEenKerel pic.twitter.com/ygxfQgXUSa— KV Kortrijk (@kvkofficieel) January 22, 2024 Kortrijk er sem fyrr í neðsta sæti deildarinnar, nú með 13 stig eða átta frá öruggu sæti. Neðstu fjögur lið belgísku úrvalsdeildarinnar fara í sérstakt umspil um hvaða lið fellur. Neðstu tvö liðin falla á meðan liðið í 14. sæti – því þriðja neðsta – fer í umspil við liðið í 3. sæti í B-deildinni um sæti í efstu deild.
Fótbolti Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Fleiri fréttir Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Sjá meira