Innlent

Tíu drengja hópur réðst á tvo jafn­aldra

Margrét Björk Jónsdóttir skrifar
Rannsókn málsins er á byrjunarstigi en er unnin í samvinnu við barnavernd og skólayfirvöld.
Rannsókn málsins er á byrjunarstigi en er unnin í samvinnu við barnavernd og skólayfirvöld. Vísir/Vilhelm

Tveir drengir á grunnskólaaldri urðu fyrir líkamsárás í Hafnarfirði í gærkvöldi. Árásarmennirnir eru taldir minnst tíu drengja hópur jafnaldra þeirra.

Ráðist var á annan drenginn í tvígang og var tekinn af honum fatnaður og önnur verðmæti.

Ásgeir Þór Ásgeirsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir árásirnar hafa átt sér stað á tímabilinu frá klukkan sex og til hálf níu. 

Myndbönd nýtast við rannsókn málsins

Rannsókn málsins er á byrjunarstigi en er unnin í samvinnu við barnavernd og skólayfirvöld. Ásgeir Þór segir óljóst hvort drengirnir sem frömdu árásina séu orðnir sakhæfir. Þá sé margt sem bendi til þess að myndbönd og önnur gögn geti rennt stoðum undir rannsókn málsins.

Lögreglustöðin í Flatahrauni, þar sem farið er með rannsókn málsins.Vísir/Vilhelm

Ásgeir hafði ekki upplýsingar um líðan þeirra sem urðu fyrir árásinni en gerði ekki ráð fyrir að þeir væru alvarlega slasaðir.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×