Setti Pamelu á forsíðu Stúdentablaðsins og gerði boli fyrir afmæli í Keiluhöllinni Bjarki Sigurðsson skrifar 15. janúar 2024 17:31 Magnea Hrönn Örvarsdóttir lést sumarið 2022. Magnea Hrönn Örvarsdóttir var viðfangsefni fyrsta þáttar heimildaþáttaraðarinnar Fólk eins og við sem sýndur var á Stöð 2 í gærkvöldi. Magnea lést áður en tökur á hennar þætti kláruðust. Þættirnir fjalla um sjálfstæðar sögur, vonir, drauma og þrár heimilislausra einstaklinga á Íslandi. Í þættinum kynnast áhorfendur Magneu betur en hún var heimilislaus mörg af síðustu árum ævi sinnar. Magnea var með BA-gráðu í heimspeki en á meðan hún var í náminu við Háskóla Íslands ritstýrði hún Stúdentablaðinu. Hún segir ritstjórnarhlutverkið hafa verið afar skemmtilegt. Það vakti mikla athygli innan skólans þegar skilnaður leikkonunnar Pamelu Anderson rataði á forsíðu blaðsins, ásamt hefðbundnum háskólafréttum, eins og úttekt á Lánasjóði íslenskra námsmanna og fleira. „Pamela sækir um skilnað. Þetta var í öllum fréttum og mér fannst þetta alveg eins eiga heima í stúdentablaðinu. En það fór ekki vel ofan í feminístaklúbbinn. „Hvað kemur Pamela Anderson háskólanum við?“ Djöfull er gaman að skoða þetta,“ segir Magnea. Hér fyrir neðan má horfa á þáttinn í heild sinni. Klippa: Fólk eins og við - Magnea H. Örvarsdóttir Magnea var mikil listakona og ofan í heimspekiáhugann. Hún hafði mikinn áhuga á tísku í þættinum má sjá klippiverk sem hún hafði unnið að með myndum úr tískublöðum. „Ég var þriggja ára, þá var ég alltaf að skipta um kjóla. Ég elska föt og er búin að safna þessum blöðum síðan árið 1988 út af því að ég hef óbilandi áhuga á tísku og fötum. Er alltaf að skreyta mig og eitthvað,“ segir Magnea í þættinum. Magnea hannaði einnig föt, eða öllu heldur nokkra boli. Til að mynda fengu þeir sem var boðið í afmæli sonar hennar bol sem hún hafði gert. Bolurinn var boðsmiðinn í afmælið. Þá fékk pabbi hennar bol frá henni bol fyrir að veiða einn stærsta lax Íslandssögunnar. Fíkn Málefni heimilislausra Háskólar Fólk eins og við Tengdar fréttir Magnea Hrönn Örvarsdóttir er látin Magnea Hrönn Örvarsdóttir, listakona og fyrrverandi blaðamaður, er látin fimmtíu ára að aldri. 21. ágúst 2022 19:58 Mest lesið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Bakslag í veikindi Valgeirs Lífið Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Lífið „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Tónlist Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Glæsileg í Cannes í sérsaumaðri íslenskri hönnun Tíska og hönnun Birta Sólveig fer með hlutverk Línu Langsokks Menning Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Lífið Rikki G og Valdís eiga von á barni Lífið Fleiri fréttir Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Sjá meira
Þættirnir fjalla um sjálfstæðar sögur, vonir, drauma og þrár heimilislausra einstaklinga á Íslandi. Í þættinum kynnast áhorfendur Magneu betur en hún var heimilislaus mörg af síðustu árum ævi sinnar. Magnea var með BA-gráðu í heimspeki en á meðan hún var í náminu við Háskóla Íslands ritstýrði hún Stúdentablaðinu. Hún segir ritstjórnarhlutverkið hafa verið afar skemmtilegt. Það vakti mikla athygli innan skólans þegar skilnaður leikkonunnar Pamelu Anderson rataði á forsíðu blaðsins, ásamt hefðbundnum háskólafréttum, eins og úttekt á Lánasjóði íslenskra námsmanna og fleira. „Pamela sækir um skilnað. Þetta var í öllum fréttum og mér fannst þetta alveg eins eiga heima í stúdentablaðinu. En það fór ekki vel ofan í feminístaklúbbinn. „Hvað kemur Pamela Anderson háskólanum við?“ Djöfull er gaman að skoða þetta,“ segir Magnea. Hér fyrir neðan má horfa á þáttinn í heild sinni. Klippa: Fólk eins og við - Magnea H. Örvarsdóttir Magnea var mikil listakona og ofan í heimspekiáhugann. Hún hafði mikinn áhuga á tísku í þættinum má sjá klippiverk sem hún hafði unnið að með myndum úr tískublöðum. „Ég var þriggja ára, þá var ég alltaf að skipta um kjóla. Ég elska föt og er búin að safna þessum blöðum síðan árið 1988 út af því að ég hef óbilandi áhuga á tísku og fötum. Er alltaf að skreyta mig og eitthvað,“ segir Magnea í þættinum. Magnea hannaði einnig föt, eða öllu heldur nokkra boli. Til að mynda fengu þeir sem var boðið í afmæli sonar hennar bol sem hún hafði gert. Bolurinn var boðsmiðinn í afmælið. Þá fékk pabbi hennar bol frá henni bol fyrir að veiða einn stærsta lax Íslandssögunnar.
Fíkn Málefni heimilislausra Háskólar Fólk eins og við Tengdar fréttir Magnea Hrönn Örvarsdóttir er látin Magnea Hrönn Örvarsdóttir, listakona og fyrrverandi blaðamaður, er látin fimmtíu ára að aldri. 21. ágúst 2022 19:58 Mest lesið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Bakslag í veikindi Valgeirs Lífið Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Lífið „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Tónlist Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Glæsileg í Cannes í sérsaumaðri íslenskri hönnun Tíska og hönnun Birta Sólveig fer með hlutverk Línu Langsokks Menning Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Lífið Rikki G og Valdís eiga von á barni Lífið Fleiri fréttir Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Sjá meira
Magnea Hrönn Örvarsdóttir er látin Magnea Hrönn Örvarsdóttir, listakona og fyrrverandi blaðamaður, er látin fimmtíu ára að aldri. 21. ágúst 2022 19:58