Notalegur staður til að slamma á Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 9. janúar 2024 16:30 Sunna Benjamínsdóttir Bohn sigraði Ljóðaslammið 2023. Aðsend Ljóðaslamm 2024 verður haldið í Borgarbókasafninu Grófinni á Safnanótt þann 2. febrúar næstkomandi. Slammið er opið öllum sem eru 16 ára og eldri. Í fréttatilkynningu segir að Ljóðaslamm hafi verið reglulegur og vinsæll viðburður á Borgarbókasafninu í gegnum tíðina. „Þekkt skáld, tónlistarfólk og sviðslistafólk hafa stigið sín fyrstu skref í Slamminu, enda er ljóðaslamm, eða Poetry Slam, listform sem útfæra má á fjölbreyttan máta.“ Guðrún Elísa Ragnarsdóttir, sérfræðingur fræðslu og miðla á Borgarbókasafninu, stýrir verkefninu ásamt Jóni Magnúsi Arnarssyni. Þau halda bæði mjög mikið upp á listformið og þess má geta að Jón Magnús sigraði í Ljóðaslamminu 2017. View this post on Instagram A post shared by Jón Magnús Arnarsson (@johnnymagnetz) Guðrún Elísa segir að ljóðaslamm eða Poetry Slam henti ótrúlega breiðum hópi, svo sem fólki sem hefur áhuga á ljóðlist, rappi, sviðslistum eða hvers konar munnlegri tjáningu. „Undirbúningsnámskeiðin eru kjörið tækifæri fyrir þau sem vilja fá kynnast ljóðaslammi betur, fá hugmynd að atriði fyrir sjálfa keppnina eða fá aðstoð við að vinna með nýfætt ljóð eða prósa frá grunni. Bókasafnið er öruggt umhverfi og notalegur staður til að koma á og námskeiðin eru góð leið til kynnast fólki í sömu hugleiðingum og sækja styrk hvert í annað, svo ekki sé minnst á frábæra leiðbeinendur með mikla reynslu, hver á sínu sviði.“ Sunna Benjamínsdóttir Bohn stóð uppi sem Ljóðaslamms sigurvegarinn 2023. Aðsend Þátttakendur frumsemja ljóð eða texta fyrir keppnina en flutningurinn má vera á íslensku eða ensku og taka hámark þrjár mínútur. Jón Magnús Arnarsson leikari og ljóðaslammari er einn af forsprökkum ljóðaslamms-senunar á Íslandi. Hann mun miðla þekkingu sinni til næstu kynslóðar ljóðaslammara og kenna námskeiðin ásamt þeim Sölku Gullbrá, Kött Grá Pjé (Atli Sigþórsson), Steinunni Jónsdóttur úr Reykjavíkurdætrum og Kælunni miklu, sem sigruðu Ljóðaslammið 2013. Í spilaranum hér að neðan má sjá tónlistarmyndband Kælunnar miklu við lagið Hvítir sandar: Verðlaunagripurinn er hannaður af hönnunarteyminu Flétta, sem sérhæfir sig meðal annars í að endurhanna nýja verðlaunagripi úr gömlum. Hér má finna nánari upplýsingar um Ljóðaslamm 2024. Menning Tónlist Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Í fréttatilkynningu segir að Ljóðaslamm hafi verið reglulegur og vinsæll viðburður á Borgarbókasafninu í gegnum tíðina. „Þekkt skáld, tónlistarfólk og sviðslistafólk hafa stigið sín fyrstu skref í Slamminu, enda er ljóðaslamm, eða Poetry Slam, listform sem útfæra má á fjölbreyttan máta.“ Guðrún Elísa Ragnarsdóttir, sérfræðingur fræðslu og miðla á Borgarbókasafninu, stýrir verkefninu ásamt Jóni Magnúsi Arnarssyni. Þau halda bæði mjög mikið upp á listformið og þess má geta að Jón Magnús sigraði í Ljóðaslamminu 2017. View this post on Instagram A post shared by Jón Magnús Arnarsson (@johnnymagnetz) Guðrún Elísa segir að ljóðaslamm eða Poetry Slam henti ótrúlega breiðum hópi, svo sem fólki sem hefur áhuga á ljóðlist, rappi, sviðslistum eða hvers konar munnlegri tjáningu. „Undirbúningsnámskeiðin eru kjörið tækifæri fyrir þau sem vilja fá kynnast ljóðaslammi betur, fá hugmynd að atriði fyrir sjálfa keppnina eða fá aðstoð við að vinna með nýfætt ljóð eða prósa frá grunni. Bókasafnið er öruggt umhverfi og notalegur staður til að koma á og námskeiðin eru góð leið til kynnast fólki í sömu hugleiðingum og sækja styrk hvert í annað, svo ekki sé minnst á frábæra leiðbeinendur með mikla reynslu, hver á sínu sviði.“ Sunna Benjamínsdóttir Bohn stóð uppi sem Ljóðaslamms sigurvegarinn 2023. Aðsend Þátttakendur frumsemja ljóð eða texta fyrir keppnina en flutningurinn má vera á íslensku eða ensku og taka hámark þrjár mínútur. Jón Magnús Arnarsson leikari og ljóðaslammari er einn af forsprökkum ljóðaslamms-senunar á Íslandi. Hann mun miðla þekkingu sinni til næstu kynslóðar ljóðaslammara og kenna námskeiðin ásamt þeim Sölku Gullbrá, Kött Grá Pjé (Atli Sigþórsson), Steinunni Jónsdóttur úr Reykjavíkurdætrum og Kælunni miklu, sem sigruðu Ljóðaslammið 2013. Í spilaranum hér að neðan má sjá tónlistarmyndband Kælunnar miklu við lagið Hvítir sandar: Verðlaunagripurinn er hannaður af hönnunarteyminu Flétta, sem sérhæfir sig meðal annars í að endurhanna nýja verðlaunagripi úr gömlum. Hér má finna nánari upplýsingar um Ljóðaslamm 2024.
Menning Tónlist Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira