Lífið

Völdu erfiðasta lagið, negldu flutninginn og meira segja rappið

Stefán Árni Pálsson skrifar
Þurftu meðal annars að rappa á sviðinu.
Þurftu meðal annars að rappa á sviðinu.

Í síðasta þætti af Idol áttu hópar skipuðum fjórum söngvurum að flytja lag og freista þess að heila dómnefndina á sviðinu í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ.

Hópur sex fékk að velja sér lag síðast af öllum. Og þá var lagið ekki í auðveldari kantinum en lagið Lady Marmalade varð fyrir valinu.

Mjög erfitt lag og sér í lagi rappkaflinn í því. Um er að ræða lag með þeim Christina Aguilera, Lil' Kim, Mya, Pink - Lady Marmalade sem vakti athygli í kvikmyndinni Moulan Rouge árið 2001.

Hópurinn æfði nánast alla nóttina fyrir flutning og það skilaði sér í þessum frábæra flutningi sem sló rækilega í gegn. Idol er á dagskrá á Stöð 2 annað kvöld, strax á eftir fréttum.

Klippa: Völdu erfiðasta lagið, negldu flutninginn og meira segja rappið

Fleiri fréttir

Sjá meira


×