Hulunni svipt af Fröken Reykjavík Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. desember 2023 15:00 Jóna Sigurjónsdóttir fæddist árið 1933 og lést árið 2013. Björn Brynjúlfur Björnsson Hulunni hefur verið svipt af því hvaða yngismær bræðurnir Jón Múli og Jónas Árnasynir höfðu í huga þegar þeir sömdu textann við lagið Fröken Reykjavík um miðja síðustu öld. Björn Brynjúlfur Björnsson leikstjóri og framleiðandi svaraði spurningunni sem landsmenn hafa margir hverjir spurt sig um árabil. Hver er þessi stúlka engri lík sem gengur eftur Austurstræti og ilmar eins og vorsins blóm? Björn Brynjúlfur upplýsir í umræðum í Facebook-hópnum Gamlar myndir að þar sé á ferðinni engin önnur en móðir hans heitin Jóna Sigurjónsdóttir. Fröken Reykjavík Hver gengur þarna eftir Austurstrætiog ilmar eins og vorsins blóm.Með djarfan svip og ögn af yfirlætiá ótrúlega rauðum skóm.Ó, það er stúlka engum öðrum lík,það er hún fröken Reykjavíksem gengur þarna eftir Austurstrætiá ótrúlega rauðum skóm.Og því er eins og hafi vaxið vorsins blóm á stræti. Hver situr þar með glóð í gullnum lokkumí grasinu á Arnarhól,svo ung og djörf í ekta nælonsokkumen ofurlítið flegnum kjól.Ó það er stúlka engum öðrum lík,það er hún fröken Reykjavíksem situr þarna ung í ekta sokkumen ofurlítið flegnum kjól.Á meðan skín hin bjarta heita sumarsól af lokkum. Hver svífur þarna suður Tjarnarbakkatil samfundar við ungan mannsem bíður einn á brúnum sumarjakkahjá björkunum við Hljómskálann?Ó það er stúlka engum öðrum lík,það er hún fröken Reykjavíksem svífur þarna suður tjarnarbakkatil samfundar við ungan mannsem bíður einn hjá björkunum við Hljómskálann, Hljómskálann. „Þeir sögðu henni það bræðurnir en þau þekktust öll vel. Þannig var að hún hafði séð rauða skó í erlendu tískublaði en slíkt var ekki til í Reykjavík þeirra daga. Hún tók því skó sem hún átti og málaði þá eldrauða með málningu. Svo spígsporaði hún um göturnar og vakti óskipta athygli,“ sagði Björn Brynjúlfur og birti myndina að ofan af móður sinni á hennar yngri árum. Ekki stóð á hrósyrðum frá meðlimum grúppunnar um hina fallegu Jónu og meðal annars upplýst að hún hafi verið kölluð Jóna fagra. Lag þeirra Árnasona um Fröken Reykjavík þekkja svo til allir landsmenn. Ýmist upprunalegu útgáfu þeirra bræðra eða endurútgáfu Friðriks Dórs Jónssonar af laginu frá 2016 sem hefur notið mikilla vinsælda síðan það var gefið út. Tónlist Reykjavík Mest lesið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Á spítala eftir samfarir við 583 menn Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Lífið Iðnaðarmaður ársins 2025 - Elsa er komin í úrslit Lífið samstarf Fleiri fréttir Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Sjá meira
Björn Brynjúlfur Björnsson leikstjóri og framleiðandi svaraði spurningunni sem landsmenn hafa margir hverjir spurt sig um árabil. Hver er þessi stúlka engri lík sem gengur eftur Austurstræti og ilmar eins og vorsins blóm? Björn Brynjúlfur upplýsir í umræðum í Facebook-hópnum Gamlar myndir að þar sé á ferðinni engin önnur en móðir hans heitin Jóna Sigurjónsdóttir. Fröken Reykjavík Hver gengur þarna eftir Austurstrætiog ilmar eins og vorsins blóm.Með djarfan svip og ögn af yfirlætiá ótrúlega rauðum skóm.Ó, það er stúlka engum öðrum lík,það er hún fröken Reykjavíksem gengur þarna eftir Austurstrætiá ótrúlega rauðum skóm.Og því er eins og hafi vaxið vorsins blóm á stræti. Hver situr þar með glóð í gullnum lokkumí grasinu á Arnarhól,svo ung og djörf í ekta nælonsokkumen ofurlítið flegnum kjól.Ó það er stúlka engum öðrum lík,það er hún fröken Reykjavíksem situr þarna ung í ekta sokkumen ofurlítið flegnum kjól.Á meðan skín hin bjarta heita sumarsól af lokkum. Hver svífur þarna suður Tjarnarbakkatil samfundar við ungan mannsem bíður einn á brúnum sumarjakkahjá björkunum við Hljómskálann?Ó það er stúlka engum öðrum lík,það er hún fröken Reykjavíksem svífur þarna suður tjarnarbakkatil samfundar við ungan mannsem bíður einn hjá björkunum við Hljómskálann, Hljómskálann. „Þeir sögðu henni það bræðurnir en þau þekktust öll vel. Þannig var að hún hafði séð rauða skó í erlendu tískublaði en slíkt var ekki til í Reykjavík þeirra daga. Hún tók því skó sem hún átti og málaði þá eldrauða með málningu. Svo spígsporaði hún um göturnar og vakti óskipta athygli,“ sagði Björn Brynjúlfur og birti myndina að ofan af móður sinni á hennar yngri árum. Ekki stóð á hrósyrðum frá meðlimum grúppunnar um hina fallegu Jónu og meðal annars upplýst að hún hafi verið kölluð Jóna fagra. Lag þeirra Árnasona um Fröken Reykjavík þekkja svo til allir landsmenn. Ýmist upprunalegu útgáfu þeirra bræðra eða endurútgáfu Friðriks Dórs Jónssonar af laginu frá 2016 sem hefur notið mikilla vinsælda síðan það var gefið út.
Fröken Reykjavík Hver gengur þarna eftir Austurstrætiog ilmar eins og vorsins blóm.Með djarfan svip og ögn af yfirlætiá ótrúlega rauðum skóm.Ó, það er stúlka engum öðrum lík,það er hún fröken Reykjavíksem gengur þarna eftir Austurstrætiá ótrúlega rauðum skóm.Og því er eins og hafi vaxið vorsins blóm á stræti. Hver situr þar með glóð í gullnum lokkumí grasinu á Arnarhól,svo ung og djörf í ekta nælonsokkumen ofurlítið flegnum kjól.Ó það er stúlka engum öðrum lík,það er hún fröken Reykjavíksem situr þarna ung í ekta sokkumen ofurlítið flegnum kjól.Á meðan skín hin bjarta heita sumarsól af lokkum. Hver svífur þarna suður Tjarnarbakkatil samfundar við ungan mannsem bíður einn á brúnum sumarjakkahjá björkunum við Hljómskálann?Ó það er stúlka engum öðrum lík,það er hún fröken Reykjavíksem svífur þarna suður tjarnarbakkatil samfundar við ungan mannsem bíður einn hjá björkunum við Hljómskálann, Hljómskálann.
Tónlist Reykjavík Mest lesið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Á spítala eftir samfarir við 583 menn Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Lífið Iðnaðarmaður ársins 2025 - Elsa er komin í úrslit Lífið samstarf Fleiri fréttir Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Sjá meira