„Það er ekki allt fyrir alla og það er allt í lagi“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 18. desember 2023 16:01 Listakonan Kristín Mjöll stendur fyrir sýningunni Skrúður í versluninni Andrá. Aðsend „Það er alltaf berskjaldandi að sýna listina sína en það er aðeins auðveldara nú í annað sinn,“ segir listakonan Kristín Mjöll sem stendur fyrir sýningunni Skrúður í tískuversluninni Andrá. Skrúður er önnur einkasýning Kristínar en Villiblóm, fyrri sýning hennar, var haldin haustið 2021. Á sýningunni Villiblóm tók Kristín fyrir villtar íslenskar jurtir og blóm sem gjarnan voru notuð sem nytjajurtir. Inntak sýningarinnar Skrúður eru blóm sem mörg hver voru upphaflega flutt inn sem skrúðblóm en dreifðu sér og vaxa nú villt í íslenskri náttúru. „Hvert og eitt blóm er litagreint og eru litir blómsins notaðir á abstrakt máta við að afbyggja viðfangsefnið og skapa nýja nálgun fyrir áhorfandann í málverki.“ Fjalldalafífill eftir Kristínu Mjöll.Aðsend Blómin hafa löngum heillað Kristínu Mjöll. „Ég byrjaði að safna blómum í fyrra sumar, bæði þau sem ég hafði ekki séð áður og þau sem ég þekkti fyrir. Ég sat uppi með slatta af þurrkuðum blómum eftir sumarið sem ég vissi ekki alveg hvað ég átti að gera við. Þegar ég fór að googla og grennslast fyrir um blómin kom ýmislegur fróðleikur í ljós, hvaða nytjar plönturnar höfðu, margar hverjar voru notaðar til hinna ýmsu lækninga áður fyrr og jafnvel enn í dag. Mér fannst áhugavert að skoða skoða sögu blómanna. Skrúður er framhald af Villiblómum frá því í fyrra en hér tek ég frekar fyrir skrúðplöntur sem gjarnan hafa slæðst úr görðum og vaxið villt eða vaxa bæði villt og eru ræktaðar til skrúðs.“ Þessi mynd er meðal verka Kristínar Mjallar á sýningunni. Aðsend Kristín sækir innblásturinn víða og má þar nefna í íslenska sögu, gjörningalist, vísindi, þjóðsögur og leik. Hún segir alltaf ákveðið ferli að afhjúpa listsköpunina. „Það er alltaf berskjaldandi að sýna listina sína en það er aðeins auðveldara nú í annað sinn. Ég reyni að hafa það hugfast að þetta er uppskera rannsóknarvinnu sem ég elska og er gaman að deila með öðrum sem hafa líka gaman af. Það er ekki allt fyrir alla og það er líka bara allt í lagi.“ View this post on Instagram A post shared by Kristín Johnsen (@kmbjohnsen) Menning Myndlist Sýningar á Íslandi Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Skrúður er önnur einkasýning Kristínar en Villiblóm, fyrri sýning hennar, var haldin haustið 2021. Á sýningunni Villiblóm tók Kristín fyrir villtar íslenskar jurtir og blóm sem gjarnan voru notuð sem nytjajurtir. Inntak sýningarinnar Skrúður eru blóm sem mörg hver voru upphaflega flutt inn sem skrúðblóm en dreifðu sér og vaxa nú villt í íslenskri náttúru. „Hvert og eitt blóm er litagreint og eru litir blómsins notaðir á abstrakt máta við að afbyggja viðfangsefnið og skapa nýja nálgun fyrir áhorfandann í málverki.“ Fjalldalafífill eftir Kristínu Mjöll.Aðsend Blómin hafa löngum heillað Kristínu Mjöll. „Ég byrjaði að safna blómum í fyrra sumar, bæði þau sem ég hafði ekki séð áður og þau sem ég þekkti fyrir. Ég sat uppi með slatta af þurrkuðum blómum eftir sumarið sem ég vissi ekki alveg hvað ég átti að gera við. Þegar ég fór að googla og grennslast fyrir um blómin kom ýmislegur fróðleikur í ljós, hvaða nytjar plönturnar höfðu, margar hverjar voru notaðar til hinna ýmsu lækninga áður fyrr og jafnvel enn í dag. Mér fannst áhugavert að skoða skoða sögu blómanna. Skrúður er framhald af Villiblómum frá því í fyrra en hér tek ég frekar fyrir skrúðplöntur sem gjarnan hafa slæðst úr görðum og vaxið villt eða vaxa bæði villt og eru ræktaðar til skrúðs.“ Þessi mynd er meðal verka Kristínar Mjallar á sýningunni. Aðsend Kristín sækir innblásturinn víða og má þar nefna í íslenska sögu, gjörningalist, vísindi, þjóðsögur og leik. Hún segir alltaf ákveðið ferli að afhjúpa listsköpunina. „Það er alltaf berskjaldandi að sýna listina sína en það er aðeins auðveldara nú í annað sinn. Ég reyni að hafa það hugfast að þetta er uppskera rannsóknarvinnu sem ég elska og er gaman að deila með öðrum sem hafa líka gaman af. Það er ekki allt fyrir alla og það er líka bara allt í lagi.“ View this post on Instagram A post shared by Kristín Johnsen (@kmbjohnsen)
Menning Myndlist Sýningar á Íslandi Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira