Sport

Stunur trufluðu dráttinn

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Klámfengin hljóð ómuðu um salinn þegar dregið var í riðlakeppni EM á næsta ári.
Klámfengin hljóð ómuðu um salinn þegar dregið var í riðlakeppni EM á næsta ári.

Dráttur í riðla Evrópumeistaramótsins 2024 í Hamborg í dag var truflaður af kynferðislegum stunum. Stunurnar heyrðust fyrst eftir að Sviss hafði dregist í riðil með Skotlandi, Ungverjalandi og gestgjöfunum, Þýskalandi.

„Það er einhver hávaði hérna sem… er hættur núna. Engin læti lengur,“ sagði Giorgio Marchetti, aðalritari UEFA og sá sem sá um dráttinn þegar hann varð var við stunurnar.

Gareth Southgate, aðalþjálfari enska landsliðsins í fótbolta var viðstaddur dráttinn og var spurður út í klámfengnu hljóðin sem ómuðu um salinn.

„Ég heyrði þau. Ég geri bara ráð fyrir að þetta hafi verið einhvers konar hrekkur en það var erfitt að heyra nákvæmlega hvað þetta var,“ sagði hann.

Svipuð klámhljóð trufluðu útsendingu BBC á bikarleik Úlfanna og Liverpool í janúar. Það kom síðan í ljós að um væri að um hrekk væri að ræða en BBC baðst formlega afsökunar í kjölfarið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×