Sport

Dag­skráin í dag: Stjörnupíla og kveðjuleikur í Ólafssal

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Helena Sverrisdóttir á vítalínunni í leik Vals og Hauka árið 2021. Hún spilaði aðeins með þessum tveimur íslensku félögum á ferlinum.
Helena Sverrisdóttir á vítalínunni í leik Vals og Hauka árið 2021. Hún spilaði aðeins með þessum tveimur íslensku félögum á ferlinum. VÍSIR/BÁRA

Það er venju sneisafull dagskrá á íþróttarásum Stöðvar 2 og Vodafone þennan fagra laugardag. Kveðjuleikur Helenu Sverrisdóttur fer fram í Ólafssal. Stjörnupílan verður í beinni frá Bullseye, ítalskur og þýskur fótbolti er í fyrirrúmi en fjölda boltaíþrótta má finna. Vestanhafs er sýnt beint frá NBA og NHL deildunum. Steindi Jr. og félagar skemmta fólkinu svo með rafíþróttaspili. 

Stöð 2 Sport

19:30 – Bein útsending frá Stjörnupílunni þar sem keppendur spreyta sig sem frægir eru fyrir allt annað en pílukast

Stöð 2 Sport 2

13:50 – Genoa tekur á móti Empoli, Albert Guðmundsson verður í aðalhlutverki í 15. umferð ítölsku úrvalsdeildarinnar.

16:50 – Lazio tekur á móti Cagliari í ítölsku úrvalsdeildinni. 

01:20 – AC Milan tekur á móti Frosinone í ítölsku úrvalsdeildinni. 

Stöð 2 Sport 3

21:00 – LA Clippers og Golden State Warriors mætast í NBA deildinni.

Stöð 2 Sport 4

19:35 – Básquet Girona og MoraBanc Andorra mætast í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta, ACB.

Stöð 2 Sport 5

17:50 – Haukar mæta Íslandsmeisturum Vals í 11. umferð Subway deildarinnar. Kveðjuleikur Helenu Sverrisdóttur og frítt á völlinn, en að sjálfsögðu aðgengilegt í besta sætinu fyrir þá sem ekki komast. 

Vodafone Sport

11:50 – 1. FC Nürnberg og Fortuna Düsseldorf mætast í 2. Bundesliga.

14:20 – Bayern München og Union Berlin mætast í þýsku úrvalsdeildinni fótbolta

17:25 – Stuttgart og Werder Bremen mætast í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta. 

19:25 – Verein Hamburg tekur á móti Rhein Necker Löwen í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta. 

23:05 – Florida Panthers og New York Islanders mætast á svellinu í NHL deildinni.

Stöð 2 eSport

22:15 – Steindi Jr, MVPete, Digital Cuz og Óli FKN Jó fara á kostum yfir glasi af rauðvíni með klökum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×