Stefnir í yndislega aðventugleði hjá Grindvíkingum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. nóvember 2023 14:41 Grindvíkingar á öllum aldri munu að líkindum fjölmenna á Ásvelli þann 7. desember. Vísir/Hulda Margrét Aðventugleði Grindvíkinga verður haldin fimmtudaginn 7. desember á Ásvöllum í Hafnarfirði. Grétar Örvarsson úr Stjórninni hafði frumkvæði að veislunni. Undanfarin ár hafa Grindvíkingar kveikt á jólatré við hátíðlega athöfn. Þeir hafa gengið saman í friðargöngu með þátttöku barna í leik- og grunnskóla og átt saman fallega stund þegar kveikt er á jólatrénu. Jólasveinar hafa komið í heimsókn og dansað með börnunum í kringum jólatréð áður en boðið hefur verið upp á kakó og kökur. Jólaskraut í glugga í Grindavík.vísir/vilhelm Gleðin hefur því verið mikil og verður engin undantekning á því í ár þó vettvangurinn verði annar í ljósi þess að íbúar Grindvíkinga búa hér og þar á meðan hættustigi almannavarna stendur í bænum. Grindvíkingar ætla að hittast í íþróttahúsinu á Ásvöllum í Hafnarfirði og eiga saman notalega stund á aðventunni. Dansað verður í kringum jólatré undir stjórn Siggu Beinteins og Grétars Örvarssonar og eins munu jólasveinar gleðja börnin. Þá skemmta Gunni og Felix, Sigríður Thorlacius og Sigurður Guðmundsson ásamt tónlistarfólki frá Grindavík. Ætlunin er að eiga saman bæði hátíðlega og gleðilega samverustund. Yngsta kynslóðin einbeitir sér að söng og dansi meðan eldri íbúar Grindavíkur spjalla saman yfir kaffi og kökum. Gleðin hefst klukkan 15 og stendur til 17. Vakin var athygli á því í Facebook-hópi Grindvíkinga í gær að byrjað væri að setja upp jólaljósin.Hanna Þóra Agnarsdóttir Aðventugleði Grindvíkinga er samstarfverkefni fjölmargra aðila sem leggja viðburðinum lið: listamenn gefa sína vinnu, Verkalýðsfélag Grindavíkur, Kvenfélag Grindavíkur leggja til rútur, Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur styrkir viðburðinn og UMFG, Haukar og fjöldi fyrirtækja leggja viðburðinum lið. „Samtakamáttur og stuðningur við Grindvíkinga hefur einkennt undirbúninginn og dýrmætt fyrir Grindvíkinga að geta hist á aðventunni, átt notalega samverustund og fundið kröftugan hjartslátt samfélagsins í Grindavík slá, þó fjarri heimahögum sé,“ segir í tilkynningu. Frumkvæði að viðburðinum kemur frá Grétari Örvarssyni sem hefur unnið náið að undirbúningi með fulltrúum Grindavíkurbæjar og Kvikunnar, menningarhúss Grindavíkur. Grindavík Jól Eldgos og jarðhræringar Hafnarfjörður Mest lesið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Fleiri fréttir Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Sjá meira
Undanfarin ár hafa Grindvíkingar kveikt á jólatré við hátíðlega athöfn. Þeir hafa gengið saman í friðargöngu með þátttöku barna í leik- og grunnskóla og átt saman fallega stund þegar kveikt er á jólatrénu. Jólasveinar hafa komið í heimsókn og dansað með börnunum í kringum jólatréð áður en boðið hefur verið upp á kakó og kökur. Jólaskraut í glugga í Grindavík.vísir/vilhelm Gleðin hefur því verið mikil og verður engin undantekning á því í ár þó vettvangurinn verði annar í ljósi þess að íbúar Grindvíkinga búa hér og þar á meðan hættustigi almannavarna stendur í bænum. Grindvíkingar ætla að hittast í íþróttahúsinu á Ásvöllum í Hafnarfirði og eiga saman notalega stund á aðventunni. Dansað verður í kringum jólatré undir stjórn Siggu Beinteins og Grétars Örvarssonar og eins munu jólasveinar gleðja börnin. Þá skemmta Gunni og Felix, Sigríður Thorlacius og Sigurður Guðmundsson ásamt tónlistarfólki frá Grindavík. Ætlunin er að eiga saman bæði hátíðlega og gleðilega samverustund. Yngsta kynslóðin einbeitir sér að söng og dansi meðan eldri íbúar Grindavíkur spjalla saman yfir kaffi og kökum. Gleðin hefst klukkan 15 og stendur til 17. Vakin var athygli á því í Facebook-hópi Grindvíkinga í gær að byrjað væri að setja upp jólaljósin.Hanna Þóra Agnarsdóttir Aðventugleði Grindvíkinga er samstarfverkefni fjölmargra aðila sem leggja viðburðinum lið: listamenn gefa sína vinnu, Verkalýðsfélag Grindavíkur, Kvenfélag Grindavíkur leggja til rútur, Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur styrkir viðburðinn og UMFG, Haukar og fjöldi fyrirtækja leggja viðburðinum lið. „Samtakamáttur og stuðningur við Grindvíkinga hefur einkennt undirbúninginn og dýrmætt fyrir Grindvíkinga að geta hist á aðventunni, átt notalega samverustund og fundið kröftugan hjartslátt samfélagsins í Grindavík slá, þó fjarri heimahögum sé,“ segir í tilkynningu. Frumkvæði að viðburðinum kemur frá Grétari Örvarssyni sem hefur unnið náið að undirbúningi með fulltrúum Grindavíkurbæjar og Kvikunnar, menningarhúss Grindavíkur.
Grindavík Jól Eldgos og jarðhræringar Hafnarfjörður Mest lesið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Fleiri fréttir Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Sjá meira