Stefnir í yndislega aðventugleði hjá Grindvíkingum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. nóvember 2023 14:41 Grindvíkingar á öllum aldri munu að líkindum fjölmenna á Ásvelli þann 7. desember. Vísir/Hulda Margrét Aðventugleði Grindvíkinga verður haldin fimmtudaginn 7. desember á Ásvöllum í Hafnarfirði. Grétar Örvarsson úr Stjórninni hafði frumkvæði að veislunni. Undanfarin ár hafa Grindvíkingar kveikt á jólatré við hátíðlega athöfn. Þeir hafa gengið saman í friðargöngu með þátttöku barna í leik- og grunnskóla og átt saman fallega stund þegar kveikt er á jólatrénu. Jólasveinar hafa komið í heimsókn og dansað með börnunum í kringum jólatréð áður en boðið hefur verið upp á kakó og kökur. Jólaskraut í glugga í Grindavík.vísir/vilhelm Gleðin hefur því verið mikil og verður engin undantekning á því í ár þó vettvangurinn verði annar í ljósi þess að íbúar Grindvíkinga búa hér og þar á meðan hættustigi almannavarna stendur í bænum. Grindvíkingar ætla að hittast í íþróttahúsinu á Ásvöllum í Hafnarfirði og eiga saman notalega stund á aðventunni. Dansað verður í kringum jólatré undir stjórn Siggu Beinteins og Grétars Örvarssonar og eins munu jólasveinar gleðja börnin. Þá skemmta Gunni og Felix, Sigríður Thorlacius og Sigurður Guðmundsson ásamt tónlistarfólki frá Grindavík. Ætlunin er að eiga saman bæði hátíðlega og gleðilega samverustund. Yngsta kynslóðin einbeitir sér að söng og dansi meðan eldri íbúar Grindavíkur spjalla saman yfir kaffi og kökum. Gleðin hefst klukkan 15 og stendur til 17. Vakin var athygli á því í Facebook-hópi Grindvíkinga í gær að byrjað væri að setja upp jólaljósin.Hanna Þóra Agnarsdóttir Aðventugleði Grindvíkinga er samstarfverkefni fjölmargra aðila sem leggja viðburðinum lið: listamenn gefa sína vinnu, Verkalýðsfélag Grindavíkur, Kvenfélag Grindavíkur leggja til rútur, Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur styrkir viðburðinn og UMFG, Haukar og fjöldi fyrirtækja leggja viðburðinum lið. „Samtakamáttur og stuðningur við Grindvíkinga hefur einkennt undirbúninginn og dýrmætt fyrir Grindvíkinga að geta hist á aðventunni, átt notalega samverustund og fundið kröftugan hjartslátt samfélagsins í Grindavík slá, þó fjarri heimahögum sé,“ segir í tilkynningu. Frumkvæði að viðburðinum kemur frá Grétari Örvarssyni sem hefur unnið náið að undirbúningi með fulltrúum Grindavíkurbæjar og Kvikunnar, menningarhúss Grindavíkur. Grindavík Jól Eldgos og jarðhræringar Hafnarfjörður Mest lesið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Fleiri fréttir Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Sjá meira
Undanfarin ár hafa Grindvíkingar kveikt á jólatré við hátíðlega athöfn. Þeir hafa gengið saman í friðargöngu með þátttöku barna í leik- og grunnskóla og átt saman fallega stund þegar kveikt er á jólatrénu. Jólasveinar hafa komið í heimsókn og dansað með börnunum í kringum jólatréð áður en boðið hefur verið upp á kakó og kökur. Jólaskraut í glugga í Grindavík.vísir/vilhelm Gleðin hefur því verið mikil og verður engin undantekning á því í ár þó vettvangurinn verði annar í ljósi þess að íbúar Grindvíkinga búa hér og þar á meðan hættustigi almannavarna stendur í bænum. Grindvíkingar ætla að hittast í íþróttahúsinu á Ásvöllum í Hafnarfirði og eiga saman notalega stund á aðventunni. Dansað verður í kringum jólatré undir stjórn Siggu Beinteins og Grétars Örvarssonar og eins munu jólasveinar gleðja börnin. Þá skemmta Gunni og Felix, Sigríður Thorlacius og Sigurður Guðmundsson ásamt tónlistarfólki frá Grindavík. Ætlunin er að eiga saman bæði hátíðlega og gleðilega samverustund. Yngsta kynslóðin einbeitir sér að söng og dansi meðan eldri íbúar Grindavíkur spjalla saman yfir kaffi og kökum. Gleðin hefst klukkan 15 og stendur til 17. Vakin var athygli á því í Facebook-hópi Grindvíkinga í gær að byrjað væri að setja upp jólaljósin.Hanna Þóra Agnarsdóttir Aðventugleði Grindvíkinga er samstarfverkefni fjölmargra aðila sem leggja viðburðinum lið: listamenn gefa sína vinnu, Verkalýðsfélag Grindavíkur, Kvenfélag Grindavíkur leggja til rútur, Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur styrkir viðburðinn og UMFG, Haukar og fjöldi fyrirtækja leggja viðburðinum lið. „Samtakamáttur og stuðningur við Grindvíkinga hefur einkennt undirbúninginn og dýrmætt fyrir Grindvíkinga að geta hist á aðventunni, átt notalega samverustund og fundið kröftugan hjartslátt samfélagsins í Grindavík slá, þó fjarri heimahögum sé,“ segir í tilkynningu. Frumkvæði að viðburðinum kemur frá Grétari Örvarssyni sem hefur unnið náið að undirbúningi með fulltrúum Grindavíkurbæjar og Kvikunnar, menningarhúss Grindavíkur.
Grindavík Jól Eldgos og jarðhræringar Hafnarfjörður Mest lesið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Fleiri fréttir Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Sjá meira