Húmorinn um ofbeldi og kúgun „beittasta verkfærið í baráttunni“ Elísabet Inga Sigurðardóttir og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 29. nóvember 2023 19:38 Guðrún Jónsdóttir yngri og Kristín Ástgeirsdóttir eru sammála um að húmorinn geti skipt miklu máli í jafnréttisbaráttu kvenna. Vísir Málþing til heiðurs baráttukonunnar Guðrúnar Jónsdóttur fór fram seinni partinn í dag. Tilefnið er útgáfa ævi- og baráttusögu hennar Ég verð aldrei frú meðfærileg eftir Ingibjörgu Dögg Kjartansdóttur. Fréttamaður Stöðvar 2 leit við á málþinginu og náði tali af Guðrúnu Jónsdóttur yngri, fyrrverandi talskonu Stígamóta, og Kristínu Ástgeirsdóttur fyrrverandi þingkonu Kvennalistans. Guðrún lýsir nöfnu sinni sem stórbrotnum persónuleika sem hafi orðið sérfræðingur í starfsaðgerðun nýju kvennahreyfinganna. „Hún hafði tileinkað sér hina nýju hugsun og hinar nýju aðferðir og varð snillingur í að gera grín að hinu grafalvarlega ofbeldi og þeirri grafalvarlegu kúgun sem konur voru beittar og það gat verið beittasta verkfærið í baráttunni,“ segir Guðrún. „Hún er snillingur í að virkja grasrótina, óhrædd, eldklár, skrifaði doktorsritgerðina sína um kynferðisofbeldi þannig að það var ákaflega vel vandað til verka við tilurð Stígamóta. Mig langar bara að segja að ég er svo þakklát fyrir að sagan hennar sé komin á bók vegna þess að mér finnst að sagan hennar Guðrúnar sé saga okkar allra,“ bætir Guðrún við . Óraði ykkur fyrir því að það yrði svona vel sótt? „Já, ég verð nú að segja það,“ segir Kristín. „Guðrún er mjög vel þekkt í kvennahreyfingunni og hún hefur náttúrlega stundað mikinn aktívisma og komið víða við sögu. Þannig að það eru mjög margir sem hafa unnið með henni í gegn um tíðina enda er þetta orðinn langur ferill og hennar framlag mjög merkilegt,“ segir hún jafnframt. „Og eins og hún segir sjálf, að húmorinn skiptir miklu máli og hann getur vakið mikla athygli,“ segir Kirstín og rifjar upp þegar fegurðarsamkeppnum var mótmælt í borgarstjórninni og Guðrún mætti ásamt Magdalenu Schram í kjól og með kórónu á borgarstjórnarfund. „Þannig að hún sem aktívisti á sér langa og merkilega sögu,“ segir Kristín að lokum. Jafnréttismál Bókmenntir Tímamót Bókaútgáfa Tengdar fréttir Hann var grípandi um brjóstin á mér eða rassinn Dr. Guðrún Jónsdóttir stígur fram og lýsir kynferðislegri áreitni sem hún varð fyrir í borgarstjórn. 25. nóvember 2017 09:00 Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Fréttamaður Stöðvar 2 leit við á málþinginu og náði tali af Guðrúnu Jónsdóttur yngri, fyrrverandi talskonu Stígamóta, og Kristínu Ástgeirsdóttur fyrrverandi þingkonu Kvennalistans. Guðrún lýsir nöfnu sinni sem stórbrotnum persónuleika sem hafi orðið sérfræðingur í starfsaðgerðun nýju kvennahreyfinganna. „Hún hafði tileinkað sér hina nýju hugsun og hinar nýju aðferðir og varð snillingur í að gera grín að hinu grafalvarlega ofbeldi og þeirri grafalvarlegu kúgun sem konur voru beittar og það gat verið beittasta verkfærið í baráttunni,“ segir Guðrún. „Hún er snillingur í að virkja grasrótina, óhrædd, eldklár, skrifaði doktorsritgerðina sína um kynferðisofbeldi þannig að það var ákaflega vel vandað til verka við tilurð Stígamóta. Mig langar bara að segja að ég er svo þakklát fyrir að sagan hennar sé komin á bók vegna þess að mér finnst að sagan hennar Guðrúnar sé saga okkar allra,“ bætir Guðrún við . Óraði ykkur fyrir því að það yrði svona vel sótt? „Já, ég verð nú að segja það,“ segir Kristín. „Guðrún er mjög vel þekkt í kvennahreyfingunni og hún hefur náttúrlega stundað mikinn aktívisma og komið víða við sögu. Þannig að það eru mjög margir sem hafa unnið með henni í gegn um tíðina enda er þetta orðinn langur ferill og hennar framlag mjög merkilegt,“ segir hún jafnframt. „Og eins og hún segir sjálf, að húmorinn skiptir miklu máli og hann getur vakið mikla athygli,“ segir Kirstín og rifjar upp þegar fegurðarsamkeppnum var mótmælt í borgarstjórninni og Guðrún mætti ásamt Magdalenu Schram í kjól og með kórónu á borgarstjórnarfund. „Þannig að hún sem aktívisti á sér langa og merkilega sögu,“ segir Kristín að lokum.
Jafnréttismál Bókmenntir Tímamót Bókaútgáfa Tengdar fréttir Hann var grípandi um brjóstin á mér eða rassinn Dr. Guðrún Jónsdóttir stígur fram og lýsir kynferðislegri áreitni sem hún varð fyrir í borgarstjórn. 25. nóvember 2017 09:00 Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Hann var grípandi um brjóstin á mér eða rassinn Dr. Guðrún Jónsdóttir stígur fram og lýsir kynferðislegri áreitni sem hún varð fyrir í borgarstjórn. 25. nóvember 2017 09:00