Lífið

„Búin að bíða spennt eftir þessum degi“

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Birgitta Líf á von á sínu fyrsta barni með sambýlismanni sínum Enok.
Birgitta Líf á von á sínu fyrsta barni með sambýlismanni sínum Enok. Birgitta Líf

Birgitta Líf Björnsdóttir, athafnakona og áhrifavaldur, og Enok Jónsson sjómaður, fóru í þrívíddarsónar í gær þar sem þau fengu að sjá skýrari mynd af ófæddum syni þeirra. 

„Búin að bíða spennt eftir þessum degi,“ skrifar Birgitta Líf við mynd í hringrásinni (e.story) á Instagram.

Af myndunum að dæma virðist drengurinn dafna vel í móðurkviði enda farið að síga á seinna hluta meðgöngunnar. 

Birgitta Líf og Enok greindu frá kyni frumburðarins á eftirminnilegan hátt í september með því að láta þyrlu dreifa bláum reyk úr lofti. Óhætt er að segja að öllu hafi verið tjaldað til í veislunni sem minnti einna helst á atriði úr bandarískum raunveruleikaþáttum.

Parið byrjaði að rugla saman reytum í ársbyrjun 2022 en þó nokkur aldursmunur er á parinu þar sem Birgitta er nýorðin þrítug og Enok er 21 árs.


Tengdar fréttir

Er stolt „basic bitch“

Athafnakonan og áhrifavaldurinn Birgitta Líf hefur gaman að fjölbreytileika tískunnar en er alltaf samkvæm sjálfri sér í klæðaburði. Hún hefur sérstaklega gaman af því að klæðast síðum og þröngum kjólum með óléttukúluna sína og setti sér markmið að klæðast ekki bara jogginggöllum á meðgöngunni. Birgitta Líf er viðmælandi í Tískutali. 

Þrítugsafmæli Birgittu var upp á tíu

Fyrsti þátturinn af annarri seríu af LXS var á dagskrá á Stöð 2 í gærkvöldi en í þáttunum er fylgst með skærustu samfélagsmiðlastjörnum landsins.


Fleiri fréttir

Sjá meira


×