Bylgjan órafmögnuð: „Lögin verða naktari fyrir vikið“ Bylgjan 29. nóvember 2023 14:18 Ragnhildur Gísladóttir er næsti gestur Völu Eiríks í tónleikaröðinni Bylgjan órafmögnuð annað kvöld. Ragga kemur fram ásamt Besta bandi og lofar frábærum tónleikum og skemmtilegu spjalli milli laga. „Þegar þetta er svona órafmagnað eins og það er kallað er oftast notast við fá element og stundum þarf maður að sleppa mikilvægum hlekkjum í tónlistinni, hún verður því naktari fyrir vikið. Við komum til með að leika lög sem ég hef ekki verið að flytja mikið hér á landi. Þetta eru flest lög sem ég samdi með breskum gaur sem kallar sig The Pylon King. Lögin eru á Spotify á plötunni Ragga and The Jack Magic Orchestra. Það er gaman að spila þau," segir Ragga. Milli laga tyllir hún sér í sófann hjá Völu Eiríks og segir frá lögunum. „Ég valdi hluta af lögum sem hafa texta sem mér finnst gaman að ræða og eru nett pólitísk eða falla inn í hluta af því sem ég er að pæla svona í lífinu. Hlustendur eiga von á að heyra frábæran tónlistarflutning þeirra Tómasar Jónssonar, Guðna Finnssonar og Magnúsar Magnússonar sem eru með mér í hljómsveitinni Besta band,“ segir Ragga. Bylgjan órafmögnuð hófst á Bylgjunni, Vísi og sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi í upphafi nóvember en þetta er þriðja árið í röð sem tónleikaröðin er haldin. Næstu tónleikar í Bylgjan órafmögnuð: 7. desember – Jónas Sig 16. desember – Jólaþáttur með öllum tónlistarmönnunum sem komið hafa fram, þau Jóhanna Guðrún, Klara Elías, Friðrik Dór, Ragga Gísla og Jónas Sig. Tónleikarnir hefjast klukkan 20 á Bylgjunni, Vísi og sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi. Framundan hjá Röggu er annasöm aðventa og meira tónleikahald. „Í desember tek ég þátt í mismunandi jólatónleikum eins og Jólagestum, Jól og Næs, Jól í Höllinni í Eyjum og Bríet í Hörpu. Stóru fréttirnar eru þær að ég og Besta band verðum með tónleika í Gamla bíói 20. janúar og það verður mikið mikið gaman, þetta er tjúllað flottur hópur. Ég hlakka til að sjá ykkur þar.“ Tónlist Menning Bylgjan Bylgjan órafmögnuð Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Fleiri fréttir Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Viltu vinna spennandi vinninga í vorleik Vísis? Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Sumarið er komið á Boozt Að eiga tæki frá Stihl er lífsstíll Persónuleg gjafakort sem renna aldrei út Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Ný fjarlækningaþjónusta fyrir sykursýkissjúklinga á Selfossi Fullkomnar sögur fyrir páskafríið Fyrsta 100% rafútgáfan af Porsche Macan Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Hátt í þúsund bangsar fengu hjarta fyrstu helgina Hollywood speglarnir slá í gegn Fullkomið tan og tryllt partý Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Stórstjarnan Limahl mætir í N1 höllina í september Frábær fermingartilboð á hágæða sængum og koddum Polestar tekur þátt í HönnunarMars 2025 Tónlist, græjur og Ari Eldjárn í sviðsljósinu Upp á svið í háum hælum eftir Osteostrong Grillað ofan í helstu áhrifavalda landsins Sjá meira
„Þegar þetta er svona órafmagnað eins og það er kallað er oftast notast við fá element og stundum þarf maður að sleppa mikilvægum hlekkjum í tónlistinni, hún verður því naktari fyrir vikið. Við komum til með að leika lög sem ég hef ekki verið að flytja mikið hér á landi. Þetta eru flest lög sem ég samdi með breskum gaur sem kallar sig The Pylon King. Lögin eru á Spotify á plötunni Ragga and The Jack Magic Orchestra. Það er gaman að spila þau," segir Ragga. Milli laga tyllir hún sér í sófann hjá Völu Eiríks og segir frá lögunum. „Ég valdi hluta af lögum sem hafa texta sem mér finnst gaman að ræða og eru nett pólitísk eða falla inn í hluta af því sem ég er að pæla svona í lífinu. Hlustendur eiga von á að heyra frábæran tónlistarflutning þeirra Tómasar Jónssonar, Guðna Finnssonar og Magnúsar Magnússonar sem eru með mér í hljómsveitinni Besta band,“ segir Ragga. Bylgjan órafmögnuð hófst á Bylgjunni, Vísi og sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi í upphafi nóvember en þetta er þriðja árið í röð sem tónleikaröðin er haldin. Næstu tónleikar í Bylgjan órafmögnuð: 7. desember – Jónas Sig 16. desember – Jólaþáttur með öllum tónlistarmönnunum sem komið hafa fram, þau Jóhanna Guðrún, Klara Elías, Friðrik Dór, Ragga Gísla og Jónas Sig. Tónleikarnir hefjast klukkan 20 á Bylgjunni, Vísi og sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi. Framundan hjá Röggu er annasöm aðventa og meira tónleikahald. „Í desember tek ég þátt í mismunandi jólatónleikum eins og Jólagestum, Jól og Næs, Jól í Höllinni í Eyjum og Bríet í Hörpu. Stóru fréttirnar eru þær að ég og Besta band verðum með tónleika í Gamla bíói 20. janúar og það verður mikið mikið gaman, þetta er tjúllað flottur hópur. Ég hlakka til að sjá ykkur þar.“
7. desember – Jónas Sig 16. desember – Jólaþáttur með öllum tónlistarmönnunum sem komið hafa fram, þau Jóhanna Guðrún, Klara Elías, Friðrik Dór, Ragga Gísla og Jónas Sig. Tónleikarnir hefjast klukkan 20 á Bylgjunni, Vísi og sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi.
Tónlist Menning Bylgjan Bylgjan órafmögnuð Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Fleiri fréttir Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Viltu vinna spennandi vinninga í vorleik Vísis? Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Sumarið er komið á Boozt Að eiga tæki frá Stihl er lífsstíll Persónuleg gjafakort sem renna aldrei út Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Ný fjarlækningaþjónusta fyrir sykursýkissjúklinga á Selfossi Fullkomnar sögur fyrir páskafríið Fyrsta 100% rafútgáfan af Porsche Macan Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Hátt í þúsund bangsar fengu hjarta fyrstu helgina Hollywood speglarnir slá í gegn Fullkomið tan og tryllt partý Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Stórstjarnan Limahl mætir í N1 höllina í september Frábær fermingartilboð á hágæða sængum og koddum Polestar tekur þátt í HönnunarMars 2025 Tónlist, græjur og Ari Eldjárn í sviðsljósinu Upp á svið í háum hælum eftir Osteostrong Grillað ofan í helstu áhrifavalda landsins Sjá meira