Gaiman er heimsþekktur fyrir bækur sínar en margar af sögum hans hafa einnig orðið að kvikmyndum og sjónvarpsþáttum, svo sem The Sandman, Good Omens, Coraline og Stardust.
„Fleiri vel þekkt andlit úr rithöfundaheiminum sáust í móttökunni, meðal annars leikarinn og rithöfundurinn Richard Armitage sem er hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt í The Hobbit, og bandaríski metsöluhöfundurinn Louise Penny sem skrifaði bókina State of Terror ásamt Hillary Clinton. Rithöfundurinn og forsetafrúin Eliza Reid var einnig meðal gesta ásamt foreldrum sínum. Rithöfundarnir voru staddir hér á landi vegna bókmenntahátíðarinnar Iceland Noir,“ segir í fréttatilkynningu.
Hér má sjá nokkrar vel valdar myndir úr móttökunni:











