Matarboð með fyrirvara um eldgos Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 18. nóvember 2023 16:41 Hallgrímur Hjálmarsson og Geir Andersen efna til matarboðs í Grindavík með fyrirvara um eldgos. Vísir Grindvíkingarnir Hallgrímur Hjálmarson og maðurinn hans Geir Andersen neita að leyfa neikvæðninni að ráða og efna til matarboðs á heimili sínu í Grindavík í janúar næstkomandi. Hallgrímur birti færslu á Facebook þar sem hann bauð öllum Grindvíkingum nær og fjær í matarboðið og ætlar hann að draga nöfn úr hatti til að ákveða hver hlýtur sess við borðið. Hallgrímur ræddi við blaðamann um mikilvægi þess að halda höfði þegar bjátar á. „Mér finnst bara mikilvægt að hvetja Grindvíkinga áfram. Við birtum þetta á Facebook í dag. Það eru margir þungir og maður er bara að reyna að peppa fólk áfram.“ Matarboð undir öllum kringumstæðum Hallgrímur segir þá halda flottustu matarboðin í bænum. Honum finnst mikilvægt að gleðja Grindvíkinga og halda í samfélagið þrátt fyrir að þeir séu dreifðir um landið þessa stundina. Þeir Hallgrímur og Geir héldu meðal annars matarboð nýlega í miðri skjálftahrinunni og fréttamaður Vísis kíkti í heimsókn. „Við höldum flottustu matarboðin, ég og Geir. Það vilja allir koma í matarboð til okkar. Og svo ætla ég að draga út hverjir koma, tíu eða tólf manns. Þetta er bara pepp. 140 athugasemdir komnar. Ég ætlaði að taka bingókúlu og snúa en það er orðið of mikið fyrir það. Við höfum ekkert hugsað út í matseðilinn. Maður er að reyna að vera jákvæður. Ég er svo fastur á því að fara heim að ég hugsa ekki um annað,“ Fréttir dagsins gætu þó sett strik í þessar áætlanir þar sem tilkynnt var á upplýsingafundi Almannavarna fyrr í dag að Grindvíkingar mættu búast við því að búa annars staðar í einhverja mánuði. Búa nú í sumarbústað í Grímsnesi Hallgrímur og Geir eru nú til húsa í sumarbústað í Grímsnesið en fara að flytja sig í Hafnarfjörðinn vegna þess að vinnan hans Hallgríms er „komin í gang.“ „Ég vinn í uppskipun og vinnan mín er komin í Hafnarfjörð. Það er búið að redda okkur vinnuaðstöðu í Hafnarfirði. Þannig að við munum landa þar grindvísku bátunum. Það er æðislegt. En svo veit maður ekkert hvað hún varir lengi þessi staða.“ Hallgrímur er gríðarlega spenntur að komast heim og hefur þykir ekki mikið til eldsumbrotanna koma. „Vestmannaeyingar handmokuðu upp bæinn sinn. Við erum með fimm sprungur, við hljótum að geta komist yfir þetta,“ segir hann. „Ég er búinn að heyra marga sem vilja bara ekkert flytja tilbaka til Grindavíkur. Ég fæ bara í magann við að heyra þetta. Maður verður bara að halda áfram.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Lífið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Fleiri fréttir Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sjá meira
Hallgrímur birti færslu á Facebook þar sem hann bauð öllum Grindvíkingum nær og fjær í matarboðið og ætlar hann að draga nöfn úr hatti til að ákveða hver hlýtur sess við borðið. Hallgrímur ræddi við blaðamann um mikilvægi þess að halda höfði þegar bjátar á. „Mér finnst bara mikilvægt að hvetja Grindvíkinga áfram. Við birtum þetta á Facebook í dag. Það eru margir þungir og maður er bara að reyna að peppa fólk áfram.“ Matarboð undir öllum kringumstæðum Hallgrímur segir þá halda flottustu matarboðin í bænum. Honum finnst mikilvægt að gleðja Grindvíkinga og halda í samfélagið þrátt fyrir að þeir séu dreifðir um landið þessa stundina. Þeir Hallgrímur og Geir héldu meðal annars matarboð nýlega í miðri skjálftahrinunni og fréttamaður Vísis kíkti í heimsókn. „Við höldum flottustu matarboðin, ég og Geir. Það vilja allir koma í matarboð til okkar. Og svo ætla ég að draga út hverjir koma, tíu eða tólf manns. Þetta er bara pepp. 140 athugasemdir komnar. Ég ætlaði að taka bingókúlu og snúa en það er orðið of mikið fyrir það. Við höfum ekkert hugsað út í matseðilinn. Maður er að reyna að vera jákvæður. Ég er svo fastur á því að fara heim að ég hugsa ekki um annað,“ Fréttir dagsins gætu þó sett strik í þessar áætlanir þar sem tilkynnt var á upplýsingafundi Almannavarna fyrr í dag að Grindvíkingar mættu búast við því að búa annars staðar í einhverja mánuði. Búa nú í sumarbústað í Grímsnesi Hallgrímur og Geir eru nú til húsa í sumarbústað í Grímsnesið en fara að flytja sig í Hafnarfjörðinn vegna þess að vinnan hans Hallgríms er „komin í gang.“ „Ég vinn í uppskipun og vinnan mín er komin í Hafnarfjörð. Það er búið að redda okkur vinnuaðstöðu í Hafnarfirði. Þannig að við munum landa þar grindvísku bátunum. Það er æðislegt. En svo veit maður ekkert hvað hún varir lengi þessi staða.“ Hallgrímur er gríðarlega spenntur að komast heim og hefur þykir ekki mikið til eldsumbrotanna koma. „Vestmannaeyingar handmokuðu upp bæinn sinn. Við erum með fimm sprungur, við hljótum að geta komist yfir þetta,“ segir hann. „Ég er búinn að heyra marga sem vilja bara ekkert flytja tilbaka til Grindavíkur. Ég fæ bara í magann við að heyra þetta. Maður verður bara að halda áfram.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Lífið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Fleiri fréttir Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sjá meira