Síðasta lag Bítlanna kemur út Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 27. október 2023 13:38 Allir fjórir Bítlarnir gefa út nýtt lag í næstu viku. Getty Sextíu árum eftir að þeir stigu fyrst fram á sjónarsviðið munu allir fjórir Bítlarnir gefa út lag. Þetta kann að koma sumum á óvart kannski helst vegna þess að tveir þeirra eru fallnir frá, þeir George Harrison og John Lennon. Það sem virtist ómögulegt er þó orðið mögulegt með hjálp gervigreindar. Lagið sem ber nafnið „Now and Then,“ mun koma út 2. nóvember næstkomandi á smáskífu ásamt laginu „Love Me Do“ sem var fyrsta útgefna lag Bítlana og kom út árið 1962. Greint var frá væntanlegri útgáfu skífunnar í sumar en nú er komin staðfestur útgáfudagur. Lagið var skrifað af John Lennon áður en hann féll frá og með hjálp gervigreindar hefur leikstjóranum Peter Jackson, tekist að einangra rödd Lennon á upptöku frá 8. áratugnum. Það gerði Paul og Ringo kleyft að ljúka við lagið í fyrra. Lagið inniheldur meðal annars gítarleik sem George Harrison tók upp fyrir nær þremur áratugum síðan, trommuleik Ringo, bassa McCartney, píanóleik og gítareinleik í minningu George Harrison sem lést árið 2001. Bakröddum úr lögunum „Here, There and Everywhere,“ „Eleanor Rigby,“ og „Because“ var einnig blandað í nýjar bakraddirnar sem Paul McCartney og Ringo Starr syngja. Næsta miðvikudag, daginn fyrir útgáfu lagsins, mun vera gefin út stuttmynd sem segir sögu upptökuferlisins. Stiklur úr henni má sjá hér. „Þetta er síðasta lag, nokkurn tímann, með öllum fjórum Bítlunum. John, Paul, George og Ringo,“ sagði Ringo Starr í viðtali við AP. Tónlist Bretland Gervigreind Mest lesið Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Fleiri fréttir Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira
Lagið sem ber nafnið „Now and Then,“ mun koma út 2. nóvember næstkomandi á smáskífu ásamt laginu „Love Me Do“ sem var fyrsta útgefna lag Bítlana og kom út árið 1962. Greint var frá væntanlegri útgáfu skífunnar í sumar en nú er komin staðfestur útgáfudagur. Lagið var skrifað af John Lennon áður en hann féll frá og með hjálp gervigreindar hefur leikstjóranum Peter Jackson, tekist að einangra rödd Lennon á upptöku frá 8. áratugnum. Það gerði Paul og Ringo kleyft að ljúka við lagið í fyrra. Lagið inniheldur meðal annars gítarleik sem George Harrison tók upp fyrir nær þremur áratugum síðan, trommuleik Ringo, bassa McCartney, píanóleik og gítareinleik í minningu George Harrison sem lést árið 2001. Bakröddum úr lögunum „Here, There and Everywhere,“ „Eleanor Rigby,“ og „Because“ var einnig blandað í nýjar bakraddirnar sem Paul McCartney og Ringo Starr syngja. Næsta miðvikudag, daginn fyrir útgáfu lagsins, mun vera gefin út stuttmynd sem segir sögu upptökuferlisins. Stiklur úr henni má sjá hér. „Þetta er síðasta lag, nokkurn tímann, með öllum fjórum Bítlunum. John, Paul, George og Ringo,“ sagði Ringo Starr í viðtali við AP.
Tónlist Bretland Gervigreind Mest lesið Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Fleiri fréttir Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira