„Þetta var hans einlæga ósk“ Íris Hauksdóttir skrifar 25. október 2023 17:01 Björgvin Franz lék Ragga Bjarna yfir tvöhundruð sinnum og býr yfir mörgum skemmtilegum sögum. „Við köllum okkur vini Ragga Bjarna. Við eigum það sameiginlegt að hafa unnið með honum á einhverjum tímapunkti í lífi hans,“ segir leikarinn Björgvin Franz Gíslason. Hann er einn þeirra listamanna sem stendur að baki viðburði sem haldinn verður í Lindakirkju á morgun, fimmtudaginn 26. október. Ásamt Björgvini Franz munu þeir Þorgeir Ástvaldsson og Ásgeir Páll Ágústsson halda uppi fjörinu. Samkoman fer fram í Lindakirkju klukkan 12:00 þar sem söngvarar skemmta gestum í minningu Ragnars Bjarnasonar. Flytja hans bestu lög Saman hafa félagarnir sett saman vandaða dagskrá þar sem þeir syngja lög Ragga milli þess sem þeir segja skemmtilegar sögur og brandara frá ferli söngvarans ástsæla. Þeir Þorgeir Ástvaldsson og Ásgeir Páll Ásgeirsson koma að skemmtuninni. „Ásgeir Páll ferðaðist með Ragga í kringum landð og Þorgeir fylgdi honum í gegnum Sumargleðina á sínum tíma. Sjálfur lék ég hann tvöhundruð og tuttugu sinnum og fékk að hitta hann jafn oft í kringum sýninguna Ellý. Við eigum því allir skemmtilegar sögur af segja frá Ragga og ætlum að flytja öll hans bestu lög, eða eins mörg og við komumst yfir. Það er svo margt skemmtilegt hægt að segja um Ragga enda var hann með eindæmum fyndinn og orðheppinn.“ Ekki gleyma gamla settinu og alls ekki gleyma Sólheimum Björgvin segir það hafi verið einlæg ósk Ragga áður en hann féll frá að þeir félagar héldu áfram að sinna sínum dyggasta aðdáendahópi. „Raggi var duglegur að heimsækja öldrunarheimili og skemmti alltaf einu sinni á ári á Sólheimum. Það var tvennt sem hann sagði við Þorgeir áður en hann lést:“ „Ekki gleyma gamla settinu og alls ekki gleyma Sólheimum.“ „Hann var svo duglegur að sinna þeim sem eldri eru með sínum bestu lögum við höfum reynt að sinna þessu fallega og yndislega verkefni eftir að hann hvarf frá okkur. Andi Ragga mun svífa yfir Lindakirkju og við ætlum fyrst og fremst að hafa gaman og fíflast svolítið í liðinu um leið, svona eins og hann hefði gert.“ Allur ágóði af tónleikunum rennur í Lyftusjóð Lindakirkju. Lyftan gerir kirkjugestum mögulegt að taka þátt í barna- og unglingastarfinu sem er nú komið með frábæra aðstöðu í kjallara. Sömuleiðis gerir hún fólki kleift að njóta útsýnisins frá turni Lindakirkju. Miðaverð á skemmtunina er 3.900 krónur og fer miðasala fram hér en einnig er hægt að kaupa miða við inngang. Tónlist Tónleikar á Íslandi Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Fleiri fréttir Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Sjá meira
Ásamt Björgvini Franz munu þeir Þorgeir Ástvaldsson og Ásgeir Páll Ágústsson halda uppi fjörinu. Samkoman fer fram í Lindakirkju klukkan 12:00 þar sem söngvarar skemmta gestum í minningu Ragnars Bjarnasonar. Flytja hans bestu lög Saman hafa félagarnir sett saman vandaða dagskrá þar sem þeir syngja lög Ragga milli þess sem þeir segja skemmtilegar sögur og brandara frá ferli söngvarans ástsæla. Þeir Þorgeir Ástvaldsson og Ásgeir Páll Ásgeirsson koma að skemmtuninni. „Ásgeir Páll ferðaðist með Ragga í kringum landð og Þorgeir fylgdi honum í gegnum Sumargleðina á sínum tíma. Sjálfur lék ég hann tvöhundruð og tuttugu sinnum og fékk að hitta hann jafn oft í kringum sýninguna Ellý. Við eigum því allir skemmtilegar sögur af segja frá Ragga og ætlum að flytja öll hans bestu lög, eða eins mörg og við komumst yfir. Það er svo margt skemmtilegt hægt að segja um Ragga enda var hann með eindæmum fyndinn og orðheppinn.“ Ekki gleyma gamla settinu og alls ekki gleyma Sólheimum Björgvin segir það hafi verið einlæg ósk Ragga áður en hann féll frá að þeir félagar héldu áfram að sinna sínum dyggasta aðdáendahópi. „Raggi var duglegur að heimsækja öldrunarheimili og skemmti alltaf einu sinni á ári á Sólheimum. Það var tvennt sem hann sagði við Þorgeir áður en hann lést:“ „Ekki gleyma gamla settinu og alls ekki gleyma Sólheimum.“ „Hann var svo duglegur að sinna þeim sem eldri eru með sínum bestu lögum við höfum reynt að sinna þessu fallega og yndislega verkefni eftir að hann hvarf frá okkur. Andi Ragga mun svífa yfir Lindakirkju og við ætlum fyrst og fremst að hafa gaman og fíflast svolítið í liðinu um leið, svona eins og hann hefði gert.“ Allur ágóði af tónleikunum rennur í Lyftusjóð Lindakirkju. Lyftan gerir kirkjugestum mögulegt að taka þátt í barna- og unglingastarfinu sem er nú komið með frábæra aðstöðu í kjallara. Sömuleiðis gerir hún fólki kleift að njóta útsýnisins frá turni Lindakirkju. Miðaverð á skemmtunina er 3.900 krónur og fer miðasala fram hér en einnig er hægt að kaupa miða við inngang.
Tónlist Tónleikar á Íslandi Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Fleiri fréttir Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Sjá meira