Lífið

Fengu það verkefni að farða eldri konur og Tatyana sló í gegn

Stefán Árni Pálsson skrifar
Skemmtileg útkoma hjá Tatyana.
Skemmtileg útkoma hjá Tatyana.

Í fjórða þættinum af Útliti kepptu fimm hæfileikaríkir förðunarfræðingar í tveimur spennandi og krefjandi áskorunum.

Um er að ræða raunveruleikaþætti á Stöð 2 á föstudagskvöldum. Hver þáttur hefur sitt þema sem reynir á tækni og sköpunargáfu keppenda.

Marín Manda er umsjónarmaður þáttanna en dómarar í hverri viku eru þau Ísak Freyr og Harpa Káradóttir.

Í síðasta þætti fengu keppendur þá áskorun að farða eldri konur, konur yfir fimmtugt.

Tatyana fékk góða umsögn frá dómnefndinni fyrir sitt verk og má segja að hún hafi slegið í gegn með sínu módeli.

Nytsamleg áskorun fyrir förðunarfræðinga sem þurfa að geta farðað allskonar fólk með allskonar andlit og því mikilvægt að kunna að draga það besta fram.

Hér að neðan má sjá brot úr síðasta þætti en hægt er að sjá þáttinn í heild sinni á Stöð 2+.

Klippa: Tatyana fékk góða dóma frá dómnefndinni





Fleiri fréttir

Sjá meira


×